Hagsmunir haldast í hendur hjá borg og landsbyggð í örríkinu

Íslensk náttúra
Auglýsing

Ísland er eitt minnsta ríkja­sam­fé­lag heims­ins, með íbúa­fjölda svip­aðan og í Harlem (335 þús­und) í New York og Coventry á Englandi (317 þús­und). Sam­fé­lagið er þó stórt í þeim skiln­ingi að það er afsprengi stór­brot­innar nátt­úru á lands­svæði sem er hlut­falls­lega stórt miðað við heildar­í­búa­fjölda, eða sem nemur meira tvö­faldri stærð Dan­merk­ur, þar sem búa 5,7 millj­ón­ir.

Stutt hag­saga

Í okkar litla sam­fé­lagi, sem er nú ekki nema 71 árs undir fullu sjálf­stæði, hefur byggst upp atvinnu­líf sem er rót­gróið auð­lindum lands­ins. Sjáv­ar­út­vegur hefur verið hryggjar­stykk­ið, en sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar eru um 75 til 80 pró­sent af sjáv­ar­út­vegi í landi, þar sem sjáv­ar­fangi er umbreytt í verð­mæti, utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þrátt fyrir blóm­lega útgerð í Reykja­vík, þá eru þetta hlut­föllin enn í dag.

Ferða­þjón­ustan er síðan að byggj­ast upp sem ein helsta atvinnu­grein lands­ins, og hún hefur verið vítamín­sprauta fyrir lands­byggð­ina ekki síst. Enda hafa við­horfskann­an­ir, meðal ann­ars hjá Höf­uð­borg­ar­stofu, sýnt að ferða­menn horfa ekki síst til íslenskra nátt­úru sem ástæðu fyrir komu sinni hing­að. Með fullri virð­ingu fyrir nátt­úr­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þá er það ekki hún sem vekur upp áhug­ann. 

Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur á skömmum tíma sýnt í verki, að hún er með mál­efni lands­byggð­ar­innar fram­lega á for­gangs­list­an­um. Fyrst með til­kynn­ingu um að hið opin­bera muni aðstoða með fjár­fram­lagi við að styrkja milli­landa­flug á lands­byggð­inni, og síðan í gær kom til­kynn­ing um opin­beran stuðn­ing við að halda byggð í Gríms­ey. 

Dverg­vaxnar

Ávallt koma fram radd­ir, þegar svo aðgerðir eru lagðar fram, þar sem því er mót­mælt að hið opin­bera styðji við þróun á lands­byggð­inni sem mögu­lega getur eflt hana. Upp­hæð­irnar eru yfir­leitt dverg­vaxn­ar, sé litið til marg­vís­legrar nið­ur­greiðslu mann­lífs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en látum það liggja milli hluta að þessu sinni. Nær­tækt er reyndar að nefna hina svoköll­uðu leið­rétt­ingu, þar sem 80 millj­arðar voru milli­færðir úr rík­is­sjóði inn á verð­tryggðar skuldir sumra. 

Sé litið til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og nærum­hverf­is, þá fór um 90 pró­sent af upp­hæð­inni til íbúa á því svæði. Þrátt fyrir að það sé vit­að, og marg­verið dregið fram með töl­um, meðal ann­ars um fast­eigna­mat hjá Þjóð­skrá, að verð­þróun á fast­eignum er að með­al­tali mun hag­stæð­ari en á lands­byggð­inni, líka að teknu til­liti til verð­bólgu. Stór hluti þeirra sem fengu þennan styrk höfðu ekk­ert með hann að gera, og pen­ing­ana hefði mátt nýta mun betur ann­ars stað­ar. Umræða um stað­setn­ingar fast­eigna og verð­þróun eftir þeim, í sam­hengi við póli­tískar yfir­lýs­ingar um aðgerð­ina, fékkst reyndar eig­in­lega aldrei fram, ein­hverra hluta vegna. Það var helst að dr. Odd­geir Ottes­en, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og hag­fræð­ing­ur, reyndi að benda á þetta og fleiri stað­reynd­ir, en það var ekk­ert gert með þær upp­lýs­ing­ar.

Óþarfi að etja lands­mönnum saman

En það sem helst er baga­legt í umræðum um þessi mál, er sú til­hneing að etja lands­byggð­inni í þessu litla landi saman við það pínu­litla borg­ar­sam­fé­lag sem þó þrífst á land­inu. Það er algjör óþarfi að gera það, og mik­il­vægt að lands­byggðin átti sig á mik­il­vægi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fyrir landið allt - og einnig öfugt. Ísland er því miður ekki orðin Síli­kondal­ur­inn í norðri enn­þá, þrátt fyrir afar skemmti­legt og kraft­mikið frum­kvöðlaum­hverfi. Von­andi mun þekk­ing­ar­iðn­að­ur­inn - sem ekki byggir á auð­linda­tengdum iðn­aði nema þá að litlu leyti - efl­ast til muna á kom­andi árum með til­heyr­andi atvinnu­tæki­færum fyrir vel menntað fólk.

Efna­hags­leg rök

Eins og hag­kerfið er á Íslandi þá eru efna­hags­legu rökin fyrir því að efla lands­byggð­ina þau sem ættu að vega þyngst í allri stefnu­mörk­un, fremur en róm­an­tísk eða til­finn­inga­leg rök um mik­il­vægi blóm­legrar byggðar á lands­byggð­inni. Af því leyt­inu til eru aðgerðir stjórn­valda eðli­leg­ar, og munu von­andi leysa krafta úr læð­ingi. Sama hugsun ætti svo að móta umræðu um sam­göngur víða utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Það svæði, það er höf­uð­borg­ar­svæð­ið, er á margan hátt skipu­lags­leg kata­stroffa, þar sem millj­örðum er sóað á hverju ári vegna bíla­borg­ar­brags og óhag­kvæmra sam­ganga vegna þess. 

Eng­inn ætti að efast um þetta hafi nei­kvæð áhrif, enda hafa stjórn­mála­menn við­haldið lögum og reglum um sjálf­stæða pen­inga­stefnu með örmynt­ina krón­una, þar sem 170 þús­und ein­stak­linga vinnu­mark­aður er lát­inn reyna að halda geng­inu stöð­ugu. Sóun á gjald­eyri er þung í skauti í því verk­efni, og árang­ur­inn er þekkt­ur.

Lengi hefur verið talað um að bæta úr þessu með skipu­lagið og óhag­kvæmn­ina á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en lítið hefur gerst sem raun­veru­lega heggur á hnúta. Þetta er stórt lífs­gæða­mál fyrir þetta mikla vaxt­ar­svæði sem höf­uð­borg­ar­svæðið er, og þá fyrir landið í heild.

Ójafn­vægi í opin­berum fjár­málum

Eitt af því sem ekki hefur verið útfært enn, í fjár­málum hins opin­bera, er að tengja mik­inn upp­gang í ferða­þjón­ust­unni við sveit­ar­fé­lög­in, bæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og lands­byggð­inni. Þau ættu með réttu að fá hlut­deild í veltiskatts­tekjum (VSK), til þess að geta í það minnsta haldið í við inn­viða­kostn­að­inn sem fylgir auknum umsvif­um. Stjórn­mála­menn þurf að leysa þetta, áður en í meira óefni er kom­ið. Fjár­hagur sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mikið áhyggju­efni og mik­il­vægt að öllum steinum sé velt við í þeirri skoð­un.

Skuldafskrift?

Varð­andi opin­beran stuðn­ing við stöðu mála í Grímsey, þá er reyndar eitt atriði sem vekur nokkra furðu. Hvers vegna afskrifa bankar ekki „ósjálf­bær­ar“ skuldir hjá útgerðum Grímsey? Þar er ára­tuga­saga útgerð­ar, og þekk­ingin á grunn­rekstr­inum er fyrir hendi. Slig­andi skuld­setn­ing hjá fyr­ir­tækj­um, ekki síst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, hefur eftir hrunið verið leyst með því að afskrifa skuld­ir, sam­kvæmt stefnu þar um. Þó deila megi um þá stefnu yfir höf­uð, þá hefur henni verið fram­fylg­t. 

Nefna má mörg dæmi um þetta. Til dæmis hefur útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, þar sem margt rík­asta fólk lands­ins er meðal hlut­hafa, fengið í tvígang skuldir afskrif­aðar eftir hrun­ið. Upp­hæðin er tröll­vax­inn, sé miðað við rekst­ur­inn og reyndar stöðu fyr­ir­tækja á Íslandi almennt. Áður en fyr­ir­tækið var selt árið 2009 voru skuldir lækk­aðar um 3,5 millj­arða og árið 2011 voru skuldir afskrif­aðar um 944 millj­ón­ir. 

Annað dæmi sem mætti nefna eru afskriftir á per­sónu­legum ábyrgðum sem margir stór­eigna­menn og fjár­festar hafa feng­ið, eftir hrun­ið. Þar var gald­ur­inn að skulda nógu mik­ið, umfram það sem hægt væri að greiða, svo að bank­inn teldi sig knú­inn til að semja um allt sam­an, og afskrifa skuldir í það minnsta niður að eign­um. 

Í það minnsta jafn traustur rekstur

Það ætti að vera krafa í atvinnu­líf­inu, að svona lagað sé gagn­sætt og opin­bert. Útgerð í Grímsey er vafa­lítið með jafn líf­væn­legan rekstr­ar­grunn og útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins. Því ættu bankar að geta komið fram með svip­uðum hætti gagn­vart Gríms­ey­ingum eins og hlut­höfum Morg­un­blaðs­ins.



Hvað sem þessu líð­ur, þá bindur sá sem þetta skrif­ar, vonir við það, að umræða um íslenskt sam­fé­lag sé frekar á for­sendum þess að fólk geti valið hvar á land­inu það býr, og staðið og fallið með því, fremur en að skot­grafir séu mynd­aðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ann­ars vegar og á lands­byggð­inni hins veg­ar. Það þjónar engum til­gangi, og hollt að minna sig á að Ísland er örríki sem býr við þá óskap­legu vel­meg­un, að hafa ekki þau miklu vanda­mál sem til­heyra stærri þjóð­fé­lögum í fartesk­inu.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None