Menning er að gera hlutina vel, og Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur sýnt það með fjölbreyttu og metnaðarfullu starfi sínu árum saman.
Kjarninn frumsýnir í dag myndband þar sem Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara er fylgt eftir í starfi sínu með sveitinni. Hún hefur starfað með hljómsveitinni um árabil og var ráðin leiðari víóludeildar hljómsveitarinnar í vikunni.
Auglýsing
„Það er bara svo stórkostlegt fyrirbæri, sinfónía, svolítið eins og í arkitektúr, kastali eða höll,“ segir Þórunn meðal annars. Myndbandið er annað af þremur í röð myndbanda, sem unnin hafa verið um meðlimi sveitarinnar, en fyrr í haust var rætt við Daníel Bjarnason tónskáld, hljómsveitarstjóra og staðarlistamann Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sinfónían er þjóðargersemi, og skemmtilegt fyrir almenning að fá innsýn í hugarheim fólksins á bak við tónlistina, með þessum hætti.