Tvískinnungur Bandaríkjamanna - Landið sem byggt er upp af innflytjendum

Paul Ryan
Auglýsing

Full­trúa­deild Banda­ríkja­þings sam­þykkti í vik­unni frum­varp sem kom fram hjá þing­mönnum Repúblik­ana um að fresta komu flótta­manna frá Sýr­landi og Írak. Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, sagði að banda­rísk stjórn­mála væru á vondum stað ef þau létu stjórn­ast af hræðslu­á­róðri, eftir skelfi­legar hryðju­verka­árás­ir, eins og þær í París nýverið þar sem 129 lét­ust.

Ótrú­legt verður að telj­ast að Band­ríkin taki af­stöðu sem þessa, í ljósi fyr­ir­liggj­andi stað­reynda um eigin inn­an­mein, vegna ótrú­legra byssu­glæpa í land­inu. Ekk­ert þróað ríki land í heim­inum er nærri Banda­ríkj­unum þegar kemur að mann­falli vegna byssu­glæpa, samt hefur Banda­ríkja­þing lítið sem ekk­ert gert til þess að stöðva þá þró­un, og alls ekki brugð­ist við með jafn afger­andi hætti og nú er gert gegn flótta­fólki í sárri neyð, sem þó hefur engin tengsl við hryðju­verkin. Marg­falt fleiri deyja á hverju ári í Banda­ríkj­unum vegna byssu­glæpa heldur en vegna hryðju­verka í öllum hinum vest­ræna heimi, eins og Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, hefur sjálfur gert að umtals­efni í ræð­u. 

Auglýsing


Samt rísa Repúblikanar ekki upp á aft­ur­lapp­arnir vegna þeirra stað­reynd­ar, heldur reyna frekar að tak­marka að flótta­menn kom­ist til lands­ins, jafn­vel þó banda­rískt sam­fé­lag sé í reynd, byggt upp af flótta­fólki, árhund­ruð aftur í tím­ann horft. The Economist hefur að und­an­förnu vakið athygli á því að af þeim 750 þús­und flótta­mönnum sem komið hafa til Banda­ríkj­anna frá því hryðju­verka­árás­irnar áttu sér stað í New York, 11. sept­em­ber 2001, þá hefur eng­inn af þeim kom­ist í kast við lögin vegna gruns um hryðju­verk. Þetta ætti að vekja þessa þröng­sýnu banda­rísku stjórn­mála­menn til umhugs­un­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None