Innistæðulausar hækkanir formlega komnar upp allan stigann

bjarni sigmundur
Auglýsing

Með ákvörðun kjara­ráðs, 17. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, er form­lega búið að færa inni­stæðu­lausar launa­hækk­anir upp allan launa­stig­ann og til æðstu ráða­manna. Það fer kannski vel á því, að þeir, það er ráð­herr­ar, þing­menn, for­set­inn og dóm­ar­ar, fái meiri launa­hækk­un, og það aft­ur­virka frá 1. mars, heldur en flestar aðrar stétt­ir, fyrst það er á annað borð verið að hækka laun inni­stæðu­laust. Hækk­unin er 9,3 pró­sent.Í kjara­ráði sitja Jónas Þór Guð­munds­son, Óskar Bergs­son, Hulda Árna­dótt­ir, Svan­hildur Kaaber og Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son. 

Ábyrgð aðila vinnu­mark­að­ar­ins, atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga, og stjórn­valda, á nýlegum kjara­samn­ingum er mik­il. Með þessum samn­ingum er verið að ögra lög­málum sem allar aðrar þró­aðar þjóðir í heim­inum fara eft­ir, þegar samið er um kaup og kjör. Það er óhætt að tala um allar þró­aðar þjóðir í þessu sam­hengi, því Seðla­banki Íslands hefur skoðað þau mál. 

Hækk­anir upp á 20 til 30 pró­sent á tveimur til þremur árum eru langt umfram fram­leiðni­aukn­ingu í hag­kerf­inu, og það hefur reyndar eng­inn dregið í efa. Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hafa ekki reynt að mæla á móti þessu, enda er það ekki hægt nema með lýð­skrumi sem alltaf dettur niður dautt að lok­um. 

Auglýsing

Þegar fram í sækir, þá mun hin inni­stæðu­lausa launa­hækkun skila sér í auk­inni verð­bólgu, hærri vöxtum og versn­andi kjörum fólks. Það er hin þekkta útkoma þegar samið er um hærri kjör en hag­kerfið ræður við. Það kemur ekki mikið á óvart að kjara­ráð telji 9,3 pró­sent hækkun launa núna, aft­ur­virkt hálft ár aftur í tím­ann, vera eðli­lega í ljósi þess sem samið hefur verið um. Nú hefur launa­skriðið form­lega farið upp allan skal­ann, og ástæðu­laust lengur að deila um hvort það ger­ist eða ekki. 

Ytri þættir hafa að und­an­förnu haldið niðri verð­bólgu hér á landi, ekki síst gríð­ar­legt verð­fall á ýmsum hrá­vörum, olíu og málmum meðal ann­ars, á heims­mörk­uð­um. Þættir á Íslandi, eins og hækk­andi fast­eigna­verð, hafa haldið lífi í verð­bólg­unni. Ef að örv­arnar fara að snúa í sömu átt, bæði ytri og innri þætt­ir, þá gæti voð­inn verið vís. 

Versti óvin­ur­inn í svo­leiðis stöðu eru inni­stæðu­lausar hækk­anir á föstum kostn­aði hjá hinu opin­bera, ríki og sveit­ar­fé­lög­um, og fyr­ir­tækj­um. Almenn­ingur mun á end­anum súpa seyðið af slíkri stöðu, og það er mik­il­vægt að halda því til haga, að stjórn­völd bera mesta ábyrgð á þess­ari stöðu. Þau gáfu tón­inn í kjara­við­ræð­un­um, og síðan hófst fer­ill sem nú hefur endað með ákvörðun kjara­ráðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None