Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar athafnamanns og fanga á Kvíabryggju, er einn þeirra aðstandenda dæmdra útrásarvíkinga sem hafa haft sig í frammi í kjölfar dóma. Á föstudaginn skrifaði hún harðorða grein í Fréttablaðið þar sem hún sakar Pál Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar um mannréttindabrot og lygar. Ástæðan fyrir skrifunum er sú staðreynd að eiginmaður hennar og nokkrir aðrir fangar fengu ekki að stunda verklegt nám í hestamennsku utan veggja fangelsisins.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Páll er sakaður um að brjóta á mannréttindum þessara sömu manna, en í vor sakaði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, hann um að brjóta á mannréttindum Sigurðar vegna þess að hann gæti ekki fylgst með réttarhöldum yfir sér nema vera fluttur í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Hreiðar Már Sigurðsson kvartaði einnig undan því að fá ekki að keyra milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan á réttarhöldum yfir honum stæði.
Páll svaraði í báðum tilvikum fullum hálsi og hefur tekið fram að það sama þurfi yfir alla að ganga, það sé ekki hægt að kaupa sér betri þjónustu í fangelsum landsins. Hann hefur einnig greint frá því að þessi litli hópur fanga noti almannatengslafyrirtæki til að hafa samband við hann og aðra.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Páll er sakaður um að brjóta á mannréttindum þessara sömu manna, en í vor sakaði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, hann um að brjóta á mannréttindum Sigurðar vegna þess að hann gæti ekki fylgst með réttarhöldum yfir sér nema vera fluttur í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Hreiðar Már Sigurðsson kvartaði einnig undan því að fá ekki að keyra milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan á réttarhöldum yfir honum stæði.
Páll svaraði í báðum tilvikum fullum hálsi og hefur tekið fram að það sama þurfi yfir alla að ganga, það sé ekki hægt að kaupa sér betri þjónustu í fangelsum landsins. Hann hefur einnig greint frá því að þessi litli hópur fanga noti almannatengslafyrirtæki til að hafa samband við hann og aðra.
Eitt af því sem Ingibjörg sagði í grein sinni var að fangarnir ættu sér fáa málsvara í „þjóðfélagi haturs og hefnigirni“ og þeim væri einnig óheimilt að tjá sig í fjölmiðlum. Fangarnir sem um ræðir hafa samt aðgang að peningum, almannatengslafyrirtækjum og fjölmiðlum - eiga fjölskyldu og vini sem skrifa greinar og halda stuðningsfundi fyrir þá. Þeir eiga sér því margfalt fleiri málsvara en hinn venjulegi fangi á Íslandi. Og þeim er engin vorkunn í því að þurfa að fara eftir sömu reglum og hinir. Það er hvorki hatur né hefnigirni fólgin í því.