Til jafns við aðra … eða hvað?

flug
Auglýsing

Jafnræðisreglan er rauði þráðurinn í öllum mannréttindasamningum sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að virða og framfylgja gagnvart öllu því fólki sem býr á Íslandi.

Jafnræðisreglan er einnig grundvallarregla í íslensku stjórnarskránni og í íslenskum lögum.

Kjarninn í jafnræðisreglunni er skýr og einfaldur: Jöfn tækifæri alls fólks.

Auglýsing

Jafnræðisreglan er sá grunnur sem meginmarkmið samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggjast á og megintilgangur samningsins er að tryggja fötluðu fólki jöfn tækifæri til eðlilegs lífs og lífsgæða eins og aðrir njóta. Því ætti ekki að þurfa að  taka fram að mismunun fólks vegna fötlunar og efnahags brýtur gegn jafnræðisreglunni.

Í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að markmið laganna sé að „tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.“ 

Í lögunum segir einnig að íslensk stjórnvöld skuli taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í þeim samningi segir m.a.:

„Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir, í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að taka til jafns við aðra þátt í tómstunda-, frístunda- og íþróttastarfi.“

Og hvers vegna erum við draga þetta fram hér? Hvaða skyldur stjórnvöld hafa samkvæmt mannréttindasamningum og lögum til að „tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.“ 

Við því er einfalt svar. Vegna þess að fatlað fólk á Íslandi nýtur alls ekki þessara réttinda og tækifæra til jafns við aðra. Á mjög mörgum sviðum. Hér ætlum við þó einungis að fjalla um tækifærin til að njóta þeirra lífskjara og þess eðlilega lífs sem felst í því að geta farið í frí og ferðalög og staðreyndirnar varðandi það eru þessar:

Margir fatlaðir einstaklingar sem þurfa sérstakan stuðning vegna skerðinga sinna eiga mjög takmarkaða möguleika til að fá atvinnu við hæfi. – Þannig er nú sveigjanleikinn í íslenska vinnumarkaðnum í dag. – Þessir einstaklingar þurfa  því mjög oft að láta þann fjárhagslega stuðning sem þeir eiga rétt á duga fyrir öllum útgjöldum; húsnæði, fæði, klæðum, og öllu öðru sem óhjákvæmilegt er og kostar peninga og við öll  þekkjum svo vel. Þessi fjárhagslegi stuðningur sem fatlaður einstaklingur þarf að láta duga fyrir öllum þessum útgjöldum er nú u.þ.b. 168.110 kr. á mánuði eftir skatt.

Þetta er sá fjárhagslegi veruleiki sem margt fatlað fólk býr við og þarf að takast á við alla daga ársins frá vöggu til grafar.

Fatlað fólk sem ekki fær tækifæri á vinnumarkaði vegna fötlunar sinnar eða vegna þess að vinnumarkaðurinn vill ekki gefa því tækifæri fer ekki einungis á mis við möguleika til að auka tekjur sínar, eins og aðrir hafa, heldur ávinnur það sér ekki rétt til launa í orlofi og aðgangs að orlofshúsum o.þ.h. sem fólk á vinnumarkaði yfirleitt gerir.

Og fatlað fólk sem vegna þroska- eða hreyfihömlunar getur ekki verið án aðstoðar við ýmsar athafnir daglegs lífs getur ekki farið í frí og ferðalög nema það greiði sjálft kostnað af ferðum fyrir aðstoðarfólk, uppihald þess og einnig afþreyingu sem það þarf aðstoð til að sækja og jafnvel laun þess í fríinu.

Þegar fatlað fólk fer í ferðalög, til dæmis í sólarlandaferðir sem stundum eru í boði með nauðsynlegri þjónustu fyrir fatlaða viðskiptavini, þarf það að greiða miklu meira fyrir ferðirnar en ófatlað fólk þarf að greiða fyrir sambærilegar ferðir. Þegar Landssamtökin Þroskahjálp báru verð á sólarlandaferðum sem þá voru i boði fyrir fatlað fólk saman við verð fyrir sambærilegar ferðir sem stóðu öðrum til boða kom í ljós að fatlað fólk þurfti að greiða u.þ.b. tvöfalt hærra verð fyrir sólarlandaferðir sínar. Sólarlandaferð sem kostaði u.þ.b. 150 þúsund kr. þá kostaði u.þ.b. 300 þúsund kr. fyrir fatlaðan einstakling.

Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu mikilvæg frí og ferðalög eru fyrir lífsgæði fatlaðs fólks sem vegna fötlunar sinnar fer mjög oft á mis við margvísleg tækifæri til ýmiss konar tómstundaiðkunar, afþreyingar og tilbreytingar sem ófatlað fólk getur tekið þátt í og notið.  

Og ekki ætti heldur að þurfa að skýra mörgum orðum hversu mikils virði slík frí og ferðalög eru fyrir aðstandendur fatlaðara einstaklinga sem leggja mjög oft afar mikið á sig til að reyna að tryggja þeim tækifæri og lífsgæði sem aðrir hafa og njóta og flestir telja sjálfsögð.

En staðreyndin er sem sagt þessi:

Fatlað fólk hefur miklu minni möguleika til að fara í frí og ferðalög en aðrir hafa og miklu minna val um með hverjum það fer í frí og hvert það fer. Fatlað fólk hefur undantekningalítið miklu minni atvinnumöguleika en aðrir hafa vegna fötlunar sinnar og lítils sveigjanleika sem vinnumarkaðurinn almennt sýnir.

Fatlað fólk hefur því almennt miklu minni möguleika til tekjuöflunar en aðrir hafa.

Langalgengast er að fatlað fólk þurfi að mæta miklum og margvíslegum kostnaði sem óhjákvæmilegur er ef það vill fara í frí og ferðalög sem eru sambærileg við frí og ferðalög sem öðrum stendur til boða.

Þetta eru staðreyndir málsins og þetta eru þær staðreyndir sem stjórnvöld verða að viðurkenna og byggja á þegar þau ræða þessi mál og greina þau og grípa svo til viðeigandi ráðstafana til að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að njóta frís og ferðalaga til jafns við aðra og tryggja því þannig að því leyti til „jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.“

Bryndís er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None