Til jafns við aðra … eða hvað?

flug
Auglýsing

Jafn­ræð­is­reglan er rauði þráð­ur­inn í öllum mann­rétt­inda­samn­ingum sem Íslend­ingar hafa skuld­bundið sig til að virða og fram­fylgja gagn­vart öllu því fólki sem býr á Íslandi.

Jafn­ræð­is­reglan er einnig grund­vall­ar­regla í íslensku stjórn­ar­skránni og í íslenskum lög­um.

Kjarn­inn í jafn­ræð­is­regl­unni er skýr og ein­fald­ur: Jöfn tæki­færi alls fólks.

Auglýsing

Jafn­ræð­is­reglan er sá grunnur sem meg­in­mark­mið samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks byggj­ast á og meg­in­til­gangur samn­ings­ins er að tryggja fötl­uðu fólki jöfn tæki­færi til eðli­legs lífs og lífs­gæða eins og aðrir njóta. Því ætti ekki að þurfa að  taka fram að mis­munun fólks vegna fötl­unar og efna­hags brýtur gegn jafn­ræð­is­regl­unni.

Í lögum um mál­efni fatl­aðs fólks segir að mark­mið lag­anna sé að „tryggja fötl­uðu fólki jafn­rétti og sam­bæri­leg lífs­kjör við aðra og skapa því skil­yrði til þess að lifa eðli­legu líf­i.“ 

Í lög­unum segir einnig að íslensk stjórn­völd skuli taka mið af samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. Í þeim samn­ingi segir m.a.:

„Að­ild­ar­ríkin skulu gera við­eig­andi ráð­staf­an­ir, í því skyni að gera fötl­uðu fólki kleift að taka til jafns við aðra þátt í tóm­stunda-, frí­stunda- og íþrótta­starf­i.“

Og hvers vegna erum við draga þetta fram hér? Hvaða skyldur stjórn­völd hafa sam­kvæmt mann­rétt­inda­samn­ingum og lögum til að „tryggja fötl­uðu fólki jafn­rétti og sam­bæri­leg lífs­kjör við aðra og skapa því skil­yrði til þess að lifa eðli­legu líf­i.“ 

Við því er ein­falt svar. Vegna þess að fatlað fólk á Íslandi nýtur alls ekki þess­ara rétt­inda og tæki­færa til jafns við aðra. Á mjög mörgum svið­um. Hér ætlum við þó ein­ungis að fjalla um tæki­færin til að njóta þeirra lífs­kjara og þess eðli­lega lífs sem felst í því að geta farið í frí og ferða­lög og stað­reynd­irnar varð­andi það eru þess­ar:

Margir fatl­aðir ein­stak­lingar sem þurfa sér­stakan stuðn­ing vegna skerð­inga sinna eiga mjög tak­mark­aða mögu­leika til að fá atvinnu við hæfi. – Þannig er nú sveigj­an­leik­inn í íslenska vinnu­mark­aðnum í dag. – Þessir ein­stak­lingar þurfa  því mjög oft að láta þann fjár­hags­lega stuðn­ing sem þeir eiga rétt á duga fyrir öllum útgjöld­um; hús­næði, fæði, klæð­um, og öllu öðru sem óhjá­kvæmi­legt er og kostar pen­inga og við öll  þekkjum svo vel. Þessi fjár­hags­legi stuðn­ingur sem fatl­aður ein­stak­lingur þarf að láta duga fyrir öllum þessum útgjöldum er nú u.þ.b. 168.110 kr. á mán­uði eftir skatt.

Þetta er sá fjár­hags­legi veru­leiki sem margt fatlað fólk býr við og þarf að takast á við alla daga árs­ins frá vöggu til graf­ar.

Fatlað fólk sem ekki fær tæki­færi á vinnu­mark­aði vegna fötl­unar sinnar eða vegna þess að vinnu­mark­að­ur­inn vill ekki gefa því tæki­færi fer ekki ein­ungis á mis við mögu­leika til að auka tekjur sín­ar, eins og aðrir hafa, heldur ávinnur það sér ekki rétt til launa í orlofi og aðgangs að orlofs­húsum o.þ.h. sem fólk á vinnu­mark­aði yfir­leitt ger­ir.

Og fatlað fólk sem vegna þroska- eða hreyfi­höml­unar getur ekki verið án aðstoðar við ýmsar athafnir dag­legs lífs getur ekki farið í frí og ferða­lög nema það greiði sjálft kostnað af ferðum fyrir aðstoð­ar­fólk, uppi­hald þess og einnig afþr­ey­ingu sem það þarf aðstoð til að sækja og jafn­vel laun þess í frí­inu.

Þegar fatlað fólk fer í ferða­lög, til dæmis í sól­ar­landa­ferðir sem stundum eru í boði með nauð­syn­legri þjón­ustu fyrir fatl­aða við­skipta­vini, þarf það að greiða miklu meira fyrir ferð­irnar en ófatlað fólk þarf að greiða fyrir sam­bæri­legar ferð­ir. Þegar Lands­sam­tökin Þroska­hjálp báru verð á sól­ar­landa­ferðum sem þá voru i boði fyrir fatlað fólk saman við verð fyrir sam­bæri­legar ferðir sem stóðu öðrum til boða kom í ljós að fatlað fólk þurfti að greiða u.þ.b. tvö­falt hærra verð fyrir sól­ar­landa­ferðir sín­ar. Sól­ar­landa­ferð sem kost­aði u.þ.b. 150 þús­und kr. þá kost­aði u.þ.b. 300 þús­und kr. fyrir fatl­aðan ein­stak­ling.

Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu mik­il­væg frí og ferða­lög eru fyrir lífs­gæði fatl­aðs fólks sem vegna fötl­unar sinnar fer mjög oft á mis við marg­vís­leg tæki­færi til ýmiss konar tóm­stunda­iðk­un­ar, afþrey­ingar og til­breyt­ingar sem ófatlað fólk getur tekið þátt í og not­ið.  

Og ekki ætti heldur að þurfa að skýra mörgum orðum hversu mik­ils virði slík frí og ferða­lög eru fyrir aðstand­endur fatl­að­ara ein­stak­linga sem leggja mjög oft afar mikið á sig til að reyna að tryggja þeim tæki­færi og lífs­gæði sem aðrir hafa og njóta og flestir telja sjálf­sögð.

En stað­reyndin er sem sagt þessi:

Fatlað fólk hefur miklu minni mögu­leika til að fara í frí og ferða­lög en aðrir hafa og miklu minna val um með hverjum það fer í frí og hvert það fer. Fatlað fólk hefur und­an­tekn­inga­lítið miklu minni atvinnu­mögu­leika en aðrir hafa vegna fötl­unar sinnar og lít­ils sveigj­an­leika sem vinnu­mark­að­ur­inn almennt sýn­ir.

Fatlað fólk hefur því almennt miklu minni mögu­leika til tekju­öfl­unar en aðrir hafa.

Langal­geng­ast er að fatlað fólk þurfi að mæta miklum og marg­vís­legum kostn­aði sem óhjá­kvæmi­legur er ef það vill fara í frí og ferða­lög sem eru sam­bæri­leg við frí og ferða­lög sem öðrum stendur til boða.

Þetta eru stað­reyndir máls­ins og þetta eru þær stað­reyndir sem stjórn­völd verða að við­ur­kenna og byggja á þegar þau ræða þessi mál og greina þau og grípa svo til við­eig­andi ráð­staf­ana til að tryggja fötl­uðu fólki tæki­færi til að njóta frís og ferða­laga til jafns við aðra og tryggja því þannig að því leyti til „jafn­rétti og sam­bæri­leg lífs­kjör við aðra og skapa því skil­yrði til þess að lifa eðli­legu líf­i.“

Bryn­dís er for­maður Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálpar og Árni Múli Jón­as­son er fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None