Álver í Skagabyggð þrátt fyrir óveðurský í áliðnaði

Ál
Auglýsing

Þrátt að horfur í áliðn­aði þyki heldur daprar í augna­blik­inu og fá dæmi séu um það að álfyr­ir­tæki séu að auka fram­leiðslu á heims­vísu, þá virð­ist það ekki vera að stoppa for­svars­menn Klappa Develop­ment ehf. í því að reisa 120 þús­und tonna álver við Haf­urs­staði í Skaga­byggð. 

Ingvar Unn­steinn Skúla­son, for­svars­maður Klappa, sagði í við­tali við Morg­un­blaðið að ef ekk­ert óvænt kæmi upp þá yrði lík­lega tekin ákvörðun fyrir næsta vor um að reisa álver­ið.

Auglýsing

Að baki Klöppum standa meðal ann­ars kín­verskir fjár­fest­ar, en einnig inn­lendir fjár­fest­ar, meðal ann­ars úr heima­hér­aði Skaga­byggð­ar. 

For­vitni­legt væri að sjá hvað þetta álver mun greiða fyrir raf­ork­una, ef til þessa verk­efnis kem­ur. Þetta telst lítið álver, og yrði það lang­minnsta á Íslandi og með þeim allra minnstu í heimi. Kostn­að­ur­inn við raf­ork­una skiptir sköp­um. Von­andi verð­ur­ ­fullt gagn­sæi í þeim efn­um svo almenn­ingur get séð hags­mun­ina skýrt og greini­lega á grund­velli góðra upp­lýs­inga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None