rannveig.rist-.jpg
Auglýsing

Verk­fall starfs­manna Rio Tinto Alcan í Straums­vík hefst 2. des­em­ber ef ekki tekst að semja. For­svars­fólk álvers­ins og stjórn­endur hafa komið þeim skila­boðum áleið­is, að hugs­an­lega muni álverið ekki opna aft­ur, ef verk­fall leiðir til þess að starf­semi stöðvast. 

Rio Tinto er risa­vaxið fyr­ir­tækið og hefur á und­an­förnum árum hag­rætt í álf­ram­leiðslu sinni, og lokað fjórum álverum á heims­vísu, og selt eign­ar­hluti í fjórum öðrum, á síð­ustu sex árum

Von­andi er það ekki svo, að stjórn­endur Rio Tinto Alcan séu með inni­stæðu­lausar hót­anir um að álverið geti hugs­an­lega lok­að, ef verk­fall 300 starfs­manna leiðir til stöðv­ar. Slíkt væri óskap­lega óheið­ar­legt og bein­línis afleitt. 

Auglýsing

Hins vegar er staða mála í áliðn­að­inum þannig, vegna mik­illa verð­lækk­ana að und­an­förnu, að ekki ætti að koma á óvart ef Rio Tinto ákveður að hag­ræða enn meira í rekstr­in­um. Hvort það leiðir til þess að fleiri álverum verður lok­að, verður að koma í ljós. 

En full ástæða er til þess að búast við því að slíkar ákvarð­anir verði tekn­ar, óháð þeirri kjara­deilu sem nú rík­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None