RÚV, auðmýkt og ólíkar raddir

Auglýsing

Ég er hlynntur rík­is­út­varpi og almennt styrkjum úr opin­berum ­sjóðum við menn­ing­ar­starf. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í að rök­styðja þá ­skoðun að þessu sinni, en almennu sjón­ar­miðin eru þau að menn­ing­ar­starf sé hluti af sjálfs­mynd hverrar þjóðar og því sé nauð­syn­legt að reka metn­að­ar­full­t ­starf, af hálfu hins opin­bera, sem hjálpar til við að tengja for­tíð, nútíð og fram­tíð í lífi þjóð­ar­inn­ar, í gegnum menn­ing­ar­starf­ið. Þetta er alþekkt í hin­um vest­ræna heimi. Ísland, í ljósi merki­legra og djúpra menn­ing­ar­sögu­legra róta ­sinna, ætti að leggja sér­staka áherslu á þessi mál­efni. Vafa­lítið mætti ger­a enn betur en nú er gert, til dæmis með sam­starfi milli ólík­lega ­menn­ing­ar­stofn­anna og heild­rænni nálgun á hin ýmsu mál­efni, allt frá­ safna­starfi til kvik­mynda­fram­leiðslu.

Varð­staðan um grunn­inn

En varð­staðan ætti þó að snú­ast um að verja þann grunn sem þegar er fyrir hendi, og reyna að efla menn­ing­ar­starfið með lang­tíma­á­ætl­unum og ­sýn á metn­að­ar­full lang­tíma­verk­efni.

RÚV er í mínum huga einna mik­il­væg­asta stofn­unin þegar kem­ur að þessu hlut­verki. Þess vegna kom það mér á óvart að sjá á dög­unum þegar lands­fund­ur ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins - sem alltaf hefur verið hlynntur starfi RÚV og raun­ar ­staðið vörð um það þegar litið er til langrar sögu þess – skuli hafa sam­þykkt að leggja RÚV niður eða selja það.

Auglýsing

Þetta er hugs­an­lega túlkað sem létt­vægt atriði, í ljósi þess að ýmis­legt hefur áður verið sam­þykkt á lands­fundi sem ekki hefur orðið að veru­leika, en það má samt ekki taka því þannig. Lands­fundir stjórn­mála­flokka ­marka stefn­una, og eftir henni eiga stjórna­mála­menn­irnir að fara, ef allt er eðli­legt. Þess vegna eru þetta ákveðin tíma­mót, og greini­legt að spjót­in bein­ast nú að RÚV, ein­hverra hluta vegna.

Kúvend­ingar kunna ekki góðri lukku að stýra

Von­andi tekst stjórn­mála­mönnum að hefja sig upp úr póli­tískum skot­gröfum sem þeir hafa sjálfir búið til, og leysa vanda RÚV.

Kúvend­ingar á stofn­unum sem búa að langri reynslu eru ekki lík­legar til árang­urs, þegar kemur að innra starf­inu. Og rekst­ur­inn ætti einnig að mið­ast við það að skil­greina betur verk­efni og þarf­ir. Auk þess er ekki hægt að segja ann­að, en að stjórn­mála­menn skynji illa hversu við­kvæmt það er að kom­a fram með inni­stæðu­lausar ásak­anir á hendur RÚV í ljós þess að það rekur umfangs­mikla og metn­að­ar­fulla frétta­þjón­ustu fyrir landið þar sem sjálf­stæði í vinnu og efn­is­tökum er grund­vall­ar­at­riði. Kann­anir hafa marg­stað­fest vilja almenn­ings í land­inu til að við­halda þjón­ust­unni, og helst efla hana. Þó þær eigi ekki að ­stjórna gjörðum stjórn­mála­manna, þá gefa þær mik­il­væga vís­bend­ingu um að auð­mjúk­lega megi nálg­ast þennan mála­flokk.

Nýsköp­un­arfé og aug­lýs­ingar

Eins og mál standa nú, koma ríf­lega tveir millj­arðar króna árlega frá íslensku atvinnu­lífi til RÚV, í gegnum aug­lýs­ing­ar. Þetta fé kemur að mest­u úr þeim ranni fyr­ir­tækja sem telst til mark­aðs­mála og við­skipta­þró­un­ar, geri ég ráð fyr­ir.

Algengt er að fé sem kemur úr þessum ranni sé stór hluti þess fjár­magns, sem fer í nýsköp­un­ar­starf í hag­kerf­um. Í ljósi þess að þessi atriði hafa ekki mikið verið rann­sökuð hér á landi, einkum þessar háu fjár­hæðir af heild­inni sem fara til RÚV (Um tíu millj­arðar fara í aug­lýs­ingar á ári á Ísland­i), þá er erfitt að full­yrða um hvort æski­legt væri að fá þetta fjár­magn meira út á einka­markað til þess að efla nýsköpun og frum­kvöðla­starf af ýmsu tagi. Auka marg­feldni fjár­magns­ins, ef svo má að orð­i kom­ast.

En það er ekki úti­lokað að ýmis nýsköpun á svið­i ­fjöl­miðl­unar gæti gert meira fyrir þetta fé, heldur en RÚV gerir nú, ekki síst í ljósi íþyngj­andi líf­eyr­is­skuld­bind­inga sem til­heyra rekstr­inum og mik­illa skulda sem á honum hvíla.

Óþarfi að breyta hratt og örugg­lega

Auk þess fer það ekki endi­lega saman við menn­ing­ar­leg­t hlut­verk RÚV, að þurfa að haga seglum sínum við efn­is­fram­leiðslu eftir þörf­um aug­lýs­inga­mark­að­ar­ins. Eins og mál standa nú eru 40 pró­sent tekna RÚV bundn­ar við aug­lýs­inga­mark­að­inn. Það verður að telj­ast tölu­vert mik­ill hluti af heild­inni.

Þrátt fyrir að ég skrifi þetta sem einn eig­enda fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is, ­sem reiðir sig að hluta á fé frá aug­lýs­inga­mark­aði – og ætti því að tala skil­yrð­is­laust fyrir því að RÚV fari hratt af aug­lýs­inga­mark­aði –  þá efast ég um að það yrði til góðs fyr­ir­ okkar fyr­ir­tæki og önnur sem minni eru ef RÚV yrði tekið af aug­lýs­inga­mark­aði hratt og örugg­lega. Það ­þyrfti frekar að ger­ast á lengri tíma, og þá undir vök­ulu auga ­sam­keppn­is­yf­ir­valda, til að tryggja að ein­ok­un­ar­staða verði ekki til. Það yrð­i mun óæski­legri staða en sú sem nú er fyrir hendi. Algjör óþarfi er að ana að ­neinu hvað þessi mál varð­ar, þó laga­legur grund­völlur RÚV til þátt­töku á aug­lýs­inga­mark­aði, í ljósi opin­bers fram­lags, þurfi vita­skuld að vera skýr.

Ekki einka­mál stjórn­mála­manna

Von­andi ber Ill­uga Gunn­ars­syni, mennta- og ­menn­ing­ar­mála­ráð­herra, gæfa til þess að standa vörð um RÚV og menn­ing­ar­leg­t hlut­verk þess. Á sama tíma ætti hann að vera ófeim­inn við að marka stefnu til­ fram­tíð­ar, sem byggði ekki síst á sam­starfi við þau sem koma að menn­ing­ar­starf­in­u og fólkið í land­inu. Það má ekki upp­lifa sig útundan í þeirri vinnu, vegna þess að þegar öllu er á botn­inn hvolft þá er RÚV vett­vangur fyrir ólíkar raddir og ó­lík sjón­ar­mið úr sam­fé­lag­inu. Skipu­lag þess er ekki einka­mál stjórn­mála­manna á hverjum tíma, og alls ekki ein­stakra stjórn­mála­flokka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiLeiðari
None