RÚV, auðmýkt og ólíkar raddir

Auglýsing

Ég er hlynntur rík­is­út­varpi og almennt styrkjum úr opin­berum ­sjóðum við menn­ing­ar­starf. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í að rök­styðja þá ­skoðun að þessu sinni, en almennu sjón­ar­miðin eru þau að menn­ing­ar­starf sé hluti af sjálfs­mynd hverrar þjóðar og því sé nauð­syn­legt að reka metn­að­ar­full­t ­starf, af hálfu hins opin­bera, sem hjálpar til við að tengja for­tíð, nútíð og fram­tíð í lífi þjóð­ar­inn­ar, í gegnum menn­ing­ar­starf­ið. Þetta er alþekkt í hin­um vest­ræna heimi. Ísland, í ljósi merki­legra og djúpra menn­ing­ar­sögu­legra róta ­sinna, ætti að leggja sér­staka áherslu á þessi mál­efni. Vafa­lítið mætti ger­a enn betur en nú er gert, til dæmis með sam­starfi milli ólík­lega ­menn­ing­ar­stofn­anna og heild­rænni nálgun á hin ýmsu mál­efni, allt frá­ safna­starfi til kvik­mynda­fram­leiðslu.

Varð­staðan um grunn­inn

En varð­staðan ætti þó að snú­ast um að verja þann grunn sem þegar er fyrir hendi, og reyna að efla menn­ing­ar­starfið með lang­tíma­á­ætl­unum og ­sýn á metn­að­ar­full lang­tíma­verk­efni.

RÚV er í mínum huga einna mik­il­væg­asta stofn­unin þegar kem­ur að þessu hlut­verki. Þess vegna kom það mér á óvart að sjá á dög­unum þegar lands­fund­ur ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins - sem alltaf hefur verið hlynntur starfi RÚV og raun­ar ­staðið vörð um það þegar litið er til langrar sögu þess – skuli hafa sam­þykkt að leggja RÚV niður eða selja það.

Auglýsing

Þetta er hugs­an­lega túlkað sem létt­vægt atriði, í ljósi þess að ýmis­legt hefur áður verið sam­þykkt á lands­fundi sem ekki hefur orðið að veru­leika, en það má samt ekki taka því þannig. Lands­fundir stjórn­mála­flokka ­marka stefn­una, og eftir henni eiga stjórna­mála­menn­irnir að fara, ef allt er eðli­legt. Þess vegna eru þetta ákveðin tíma­mót, og greini­legt að spjót­in bein­ast nú að RÚV, ein­hverra hluta vegna.

Kúvend­ingar kunna ekki góðri lukku að stýra

Von­andi tekst stjórn­mála­mönnum að hefja sig upp úr póli­tískum skot­gröfum sem þeir hafa sjálfir búið til, og leysa vanda RÚV.

Kúvend­ingar á stofn­unum sem búa að langri reynslu eru ekki lík­legar til árang­urs, þegar kemur að innra starf­inu. Og rekst­ur­inn ætti einnig að mið­ast við það að skil­greina betur verk­efni og þarf­ir. Auk þess er ekki hægt að segja ann­að, en að stjórn­mála­menn skynji illa hversu við­kvæmt það er að kom­a fram með inni­stæðu­lausar ásak­anir á hendur RÚV í ljós þess að það rekur umfangs­mikla og metn­að­ar­fulla frétta­þjón­ustu fyrir landið þar sem sjálf­stæði í vinnu og efn­is­tökum er grund­vall­ar­at­riði. Kann­anir hafa marg­stað­fest vilja almenn­ings í land­inu til að við­halda þjón­ust­unni, og helst efla hana. Þó þær eigi ekki að ­stjórna gjörðum stjórn­mála­manna, þá gefa þær mik­il­væga vís­bend­ingu um að auð­mjúk­lega megi nálg­ast þennan mála­flokk.

Nýsköp­un­arfé og aug­lýs­ingar

Eins og mál standa nú, koma ríf­lega tveir millj­arðar króna árlega frá íslensku atvinnu­lífi til RÚV, í gegnum aug­lýs­ing­ar. Þetta fé kemur að mest­u úr þeim ranni fyr­ir­tækja sem telst til mark­aðs­mála og við­skipta­þró­un­ar, geri ég ráð fyr­ir.

Algengt er að fé sem kemur úr þessum ranni sé stór hluti þess fjár­magns, sem fer í nýsköp­un­ar­starf í hag­kerf­um. Í ljósi þess að þessi atriði hafa ekki mikið verið rann­sökuð hér á landi, einkum þessar háu fjár­hæðir af heild­inni sem fara til RÚV (Um tíu millj­arðar fara í aug­lýs­ingar á ári á Ísland­i), þá er erfitt að full­yrða um hvort æski­legt væri að fá þetta fjár­magn meira út á einka­markað til þess að efla nýsköpun og frum­kvöðla­starf af ýmsu tagi. Auka marg­feldni fjár­magns­ins, ef svo má að orð­i kom­ast.

En það er ekki úti­lokað að ýmis nýsköpun á svið­i ­fjöl­miðl­unar gæti gert meira fyrir þetta fé, heldur en RÚV gerir nú, ekki síst í ljósi íþyngj­andi líf­eyr­is­skuld­bind­inga sem til­heyra rekstr­inum og mik­illa skulda sem á honum hvíla.

Óþarfi að breyta hratt og örugg­lega

Auk þess fer það ekki endi­lega saman við menn­ing­ar­leg­t hlut­verk RÚV, að þurfa að haga seglum sínum við efn­is­fram­leiðslu eftir þörf­um aug­lýs­inga­mark­að­ar­ins. Eins og mál standa nú eru 40 pró­sent tekna RÚV bundn­ar við aug­lýs­inga­mark­að­inn. Það verður að telj­ast tölu­vert mik­ill hluti af heild­inni.

Þrátt fyrir að ég skrifi þetta sem einn eig­enda fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is, ­sem reiðir sig að hluta á fé frá aug­lýs­inga­mark­aði – og ætti því að tala skil­yrð­is­laust fyrir því að RÚV fari hratt af aug­lýs­inga­mark­aði –  þá efast ég um að það yrði til góðs fyr­ir­ okkar fyr­ir­tæki og önnur sem minni eru ef RÚV yrði tekið af aug­lýs­inga­mark­aði hratt og örugg­lega. Það ­þyrfti frekar að ger­ast á lengri tíma, og þá undir vök­ulu auga ­sam­keppn­is­yf­ir­valda, til að tryggja að ein­ok­un­ar­staða verði ekki til. Það yrð­i mun óæski­legri staða en sú sem nú er fyrir hendi. Algjör óþarfi er að ana að ­neinu hvað þessi mál varð­ar, þó laga­legur grund­völlur RÚV til þátt­töku á aug­lýs­inga­mark­aði, í ljósi opin­bers fram­lags, þurfi vita­skuld að vera skýr.

Ekki einka­mál stjórn­mála­manna

Von­andi ber Ill­uga Gunn­ars­syni, mennta- og ­menn­ing­ar­mála­ráð­herra, gæfa til þess að standa vörð um RÚV og menn­ing­ar­leg­t hlut­verk þess. Á sama tíma ætti hann að vera ófeim­inn við að marka stefnu til­ fram­tíð­ar, sem byggði ekki síst á sam­starfi við þau sem koma að menn­ing­ar­starf­in­u og fólkið í land­inu. Það má ekki upp­lifa sig útundan í þeirri vinnu, vegna þess að þegar öllu er á botn­inn hvolft þá er RÚV vett­vangur fyrir ólíkar raddir og ó­lík sjón­ar­mið úr sam­fé­lag­inu. Skipu­lag þess er ekki einka­mál stjórn­mála­manna á hverjum tíma, og alls ekki ein­stakra stjórn­mála­flokka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None