Unga fólkið er að skoða heiminn en skilar sér vonandi heim...

Sigmundur
Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom eins og stormsveipur inn á hið pólitíska svið þegar hann varð formaður Framsóknarflokksins, í janúar 2009. Hann lét finna vel fyrir sér í opinberri umræðu og gagnrýndi stjórnvöld harðlega við mörg tilefni.

Í nóvember 2009, í umræðum um skatta og breytingar sem þá var verið að gera, sagði hann meðal annars að verið væri að ýta undir landflótta. „Skattar eru þess eðlis að þeir ýta frekar undir landflótta sem er mikið vandamál nú þegar. Þeir leggjast á þá sem hafa meðaltekjur og rúmlega það, fólk sem hefur möguleika á að fá vinnu hvar sem er, ekki síst á Norðurlöndunum. Þetta er fólkið sem er nauðsynlegt til að búa til verðmæti og mynda skattstofnana. Því er verið að eyðileggja skattstofnana,“ sagði Sigmundur Davíð meðal annars í viðtali við Morgunblaðið.

Um þessar mundir er umræða um landflótta aftur komin á flug, eftir að tölur komu fram sem sýndu að 3.120 íslenskir ríkisborgarar hefðu flust úr landi á fyrstu níu mánuðum ársins, og hafa hagfræðingar, meðal annars Katrín Ólafsdóttir og Ásgeir Jónsson, sagt að þetta sé óvenjulegt í þeirri uppsveiflu sem hagtölur sýni núna.

Sigmundur Davíð hefur engar áhyggjur, og segir að ungt fólk vilji skoða heiminn og að fólk sé nú í betri stöðu en fyrir nokkrum árum til að rífa sig upp, selja íbúðina og flytja úr landi. Það sé ekki verkefni stjórnvalda að koma í veg fyrir að fólk vilji skoða heiminn. 

Við skulum vona að það skili sér þá heim að lokum og fari að „búa til verðmæti og mynda skattstofnana“ eins og Sigmundur Davíð sagði fyrir sex árum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None