Mikilvægt að kafa ofan í æviskeið fyrirmynda í alþjóðageiranum

marel12.jpg
Auglýsing

Marel er annað tveggja íslenskra fyrirtækja sem hefur náð þeim áfanga að slíta alveg barnskóm frumkvöðlastarfseminnar, farið í gegnum unglingsár fyrirtækjaþróunar án vandkvæða og stigið þroskaskrefið til fulls á fullorðinsárunum og tileinkað sér alþjóðlega þekkingu og grundvöll. Hitt fyrirtækið er Össur. Saga þeirra teygir sig áratugi aftur í tímann, og er saga klókinda, dirfsku og alþjóðavæðingar, svo eitthvað sé nefnt.

Kaup Marel á MPS, hollensku fyrirtæki sem framleiðir búnað fyrir fyrsta stig kjötvinnslu, eru merkileg fyrir margra hluta sakir. Umfangið, 382 milljónir evra eða um 55 milljarðar króna, segir sitt um stórhuga vaxtaráform. Vöxturinn á þessum markaði, sem Marel og MPS starfa á, er um fjögur til sex prósent á ári, samkvæmt spám fyrir næstu árin, en Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að það væri ætlun fyrirtækisins að ná leiðandi markaðsstöðu með meiri vexti en sem nemur markaðsvexti. Spennandi verður að sjá hvort það gangi eftir. Hjá MPS starfa 670 starfsmenn, hvorki meira né minna.

Hlutabréfamarkaðurinn hefur í það minnsta tekið þessu stærstu fyrirtækjakaupum frá hruni vel, því markaðsvirði Marel hefur aukist um 15 prósent á tveimur dögum. Á rúmlega ári hefur markaðsvirði félagsins tvöfaldast. 

Auglýsing

Kjarninn hefur frá því hann var stofnaður fjallað mikið um málefni minni og meðalstórra fyrirtækja, og frumkvöðlastarfsemi ekki síst. Kastljósið er oft ekki á þessum hluta hagkerfisins, þó full þörf sé á því. 

Fyrirtæki eins og Marel, sem er orðið að alþjóðlegum hátæknirisa, er ein af ástæðum þess að nauðsynlegt er að fjalla um grunnstarfið í frumkvöðlastarfsemi með ítarlegri hætti en gert hefur verið hér á landi. Það þarf að velta við hverjum steini, til þess að komandi kynslóðir geti lært af ferlinu sem leiddi til þess að fyrirtækið náði alþjóðlegri stærð og stöðu. Það sama á við um önnur fyrirtæki sem hafa umbreyst í alþjóðleg þekkingarfyrirtæki.

Því miður er ekki hægt að reiða sig á auðlindadrifinn hluta hagkerfis um alla framtíð, þó mikilvægt sé að framþróa hann og efla í takt við tímann. Alþjóðageirinn svonefndi, sem er ágætt orð yfir þau fyrirtæki byggja á hugviti og sókn á erlenda markaði, þarf á langtímasýn fjárfesta, fræðimanna og stjórnmálamanna að halda. Í því verkefni er mikilvægt að kafa ofan í æviskeið fyrirmynda í þessum efnum, og þar er Marel ofarlega á lista. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None