Auglýsing

Und­an­farin ár hefur menn­ing­ar­legur ras­ismi og þjóð­ern­is­leg­ur popúl­ismi, sem sann­ar­lega er grass­er­andi hér­lend­is, verið að ryðja sér leið í op­in­bera umræðu. Í honum felst að draga upp tví­skipta mynd af sinni þjóð og sínum menn­ing­ar­heimi ann­ars vegar og útlend­ingum og öllum utan­að­kom­andi hins­veg­ar. Að skipta heim­inum upp í „við“ og „hin­ir“ og teikna upp svart­hvíta mynd sem að­greinir hið „góða“ frá hinu „illa“.

Það sást ákaf­lega vel í kringum síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar vorið 2014 og í kjöl­far árása hryðju­verka­manna á rit­stjórn­ar­skrif­stofur Charlie Hebdo í upp­hafi árs 2015, líkt og hefur verið margrætt. Hægt er að lesa um fræði­lega nálgun á þá orð­ræðu í frétta­skýr­ingu sem birt­ist á Kjarn­anum 6. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. 

Hinir óhreinu

En þessi mátun stjórn­mála við auk­inn þjóð­ern­ispopúl­isma á sér­ ­lengri sögu og dýpri ræt­ur. Hann hefur til að mynda verið nokkuð áber­andi í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins og hjá trygg­ustu fylgi­hnöttum þess sem þar heldur oft­ast á penna. Í sept­em­ber í fyrra birt­ist þar leið­ari sem hét „Hin­ir ó­hrein­u“. Þar var gagn­rýnt harð­lega að Sví­þjóð­ar­demókrat­ar, sem þá höfðu unn­ið ­kosn­inga­sigur í sænsku þing­s­kosn­ing­un­um, væru kall­aðir öfga­flokkur vegna stefnu sinnar í mál­efnum inn­flytj­enda, en ­flokk­ur­inn vill þrengja aðgengi þeirra að land­inu mjög.

Auglýsing

Hér má sjá nýleg­t ­mynd­band af vef The Guar­dian um Sví­þjóð­ar­demókrata.Í Reykja­vík­ur­bréfi sem skrifað var í des­em­ber 2014 sagði að það væri rétt og skylt að ræða heið­ar­lega og öfga­laust um hversu hratt ríki eigi að taka á móti erlendum rík­is­borg­ur­unum og hvaða skil­yrði þeir eigi að þurfa að upp­fylla. Þar sagði orð­rétt: „Öfgarnar fel­ast í því að reyna að úti­loka slíka umræð­u“.

Hannes Hólm­steinn Giss­ur­arsson, ­pró­fessor við Háskóla Íslands sem tal­inn var einn helsti hug­mynda­fræð­ingur Sjálf­stæð­is­flokks­ins á valda­tíma Dav­íðs Odds­sonar, hefur einnig verið mjög iðinn við að koma sömu skoð­unum á fram­færi. Í sept­em­ber 2014 ­skrif­aði hann pistil þar sem sagði orð­rétt: „Út­lend­ingar eru mis­jafn­ir, og við höfum í okkar frið­sæla landi ekk­ert að gera við þrjá hópa. Einn er sá, sem ekki nennir að vinna. Félags­leg aðstoð við full­hraust fólk er ætíð óskyn­sam­leg, en ­fé­lags­leg aðstoð við full­hrausta útlend­inga, sem við höfum engar skyldur við aðrar en að láta þá í friði, er óaf­sak­an­leg. Annar hópur er sá, sem frem­ur ­glæpi, og þarf vit­an­lega ekki að hafa fleiri orð um það. Þriðji hóp­ur­inn er sá, ­sem reynir að troða siðum sínum upp á okk­ur.“ Þann 6. jan­úar síð­ast­lið­inn sagði Hannes Hólm­steinn á Face­book: „Og hver er ekki ­sam­mála mér um, að þrír erlendir hópar eiga ekk­ert erindi til Íslands­: sí­brota­menn, fólk í leit að fram­færslu og menn, sem vilja neyða öfga­skoð­un­um sínum upp á aðra?“

Tveim­ur ­dögum síðar sagði hann: „Samuel Hunt­ington benti á eðl­is­mun á íslam og kristn­i: Mú­hameð var í senn spá­maður og her­for­ingi, sem reiddi sverð sitt og vann lönd. Kristur var spá­mað­ur, fal­leg­ur, hávax­inn, skeggj­aður maður í hvítri skikkju, ­sem boð­aði náunga­kær­leik og bað menn að fyr­ir­gefa óvinum sín­um.“

Morg­un­blaðið seg­ir: ­Evr­ópu­sam­bandið veldur hættu

Þetta er rifjað upp vegna for­síðu­frétt­ar, leið­ara og skop­myndar Morg­un­blaðs­ins í morg­un. Fyrst ber að nefna að á Morg­un­blað­in­u ­starfa margir af bestu blaða­mönnum lands­ins. Rit­stjórn blaðs­ins og vefs hans er gríð­ar­lega öflug og fag­leg. Hún ber í raun höfuð og herðar yfir aðrar stór­ar frétta­stofur á land­inu þegar kemur að gæðum í umfjöll­un.

En Morg­un­blaðið er líka hlaðið póli­tískum far­angri sem birt­ist bæði í rit­stjórn­ar­skrifum og, því mið­ur, einnig í fréttum þeg­ar ­stjórn­endur blaðs­ins vilja. Þetta hefur verið ber­sýni­legt í umfjöllun um ­fisk­veiðis­stjórn­un­ar­kerfi, Evr­ópu­mál og síð­ustu rík­is­stjórn. Raunar má segja að ­rit­stjórar Morg­un­blaðs­ins, og hags­muna­öflin sem standa að baki þeim, hafi unn­ið allar þessar þrjár orustur og því kannski ekki skrýtið að þeir séu með blóð á tönn­un­um.

Í dag er for­síðu­fyr­ir­sögn Morg­un­blaðs­ins „Schengen veld­ur hætt­u“. Inn­takið í frétt­inni er sú skoðun Ron­ald K. Noble, sem hann setti fram í að­sendri grein í New York Times í síð­ustu viku, að leggja ætti til hliðar opin landa­mæri Evr­ópu og taka taf­ar­laust upp vega­bréfa­skoðun við öll landa­mæri, sem ­kerf­is­bundið ætti að bera saman við gagna­grunn Inter­pol um stolin og glötuð ­vega­bréf. Noble þessi var for­stjóri Inter­pol á árunum 2000 til 2014 og bar á­byrgð á því að umræddur gagna­grunnur var settur á lagg­irn­ar. Þessi skoðun er ­síðan sett í sam­hengi við eft­ir­mála hryðju­verka­árásanna á París fyrr í mán­uð­in­um.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Noble setur fram skoðun sína um að evr­ópsk ríki ættu að not­ast við gagna­grunn Inter­pol. Þvert á mót­i hefur Noble verið að reyna að selja Evr­ópu þennan gagna­grunn Inter­pol árum ­sam­an.

Erum við að ­bjóða hryðju­verka­menn vel­komna?

Í leið­ara Morg­un­blaðs­ins, sem ber heitið „Hryðju­verka­menn ­boðnir vel­komn­ir“ er síðan lagt út frá for­síðu­frétt­inni. Þar seg­ir: „Áköf­ustu áhuga­menn um sífellt auk­inn sam­runa inn­an­ ­Evr­ópu­sam­bands­ins mega ekki heyra á það minnst að fallið sé frá mislukk­uð­u Schen­gen-­sam­starf­inu, enda telja þeir sam­starfið mikilvægt skref í átt að mark­mið­inu um evr­ópskt stór­ríki sem er öllu öðru heil­agra.[...]Engan þarf að undra að þeir sem taka engum rökum þegar kemur að þró­un­inni inn­an­ ­Evr­ópu­sam­bands­ins eða aðild­ar­um­sókn Íslands að sam­band­inu skuli einnig þrá­ast við í tengslum við Schen­gen-um­ræð­una nú. Erf­ið­ara er að sjá hvers vegna þeir ­sem ekki sjá Evr­ópu­sam­bandið sem upp­haf og endi alls vilja verja þetta mis­heppn­aða og hættu­lega landamæra­sam­starf“. Þar er einnig fjallað um að ­Banda­ríkin hafi for­ystu um landamæra­vörslu í heim­in­um, m.a. vegna þess að þau nota gagna­grunn Inter­pol.

Við þessi dæma­lausu skrif er ýmis­legt að athuga. Í fyrsta lagi rek­ur Schen­gen-­sam­starfið mun öfl­ugri gagna­grunn sem geymir mun meiri upp­lýs­ingar um ­fólk en gagna­grunnur Inter­pol. Ein­hliða úrsögn úr Shengen til að taka upp eig­ið landamæra­eft­ir­lit og notkun á Inter­pol gagna­grunn­inum myndi því þýða að Íslend­ing­ar væru með aðgang að mun minna magni af upp­lýs­ingum en þeir eru með núna. Úrsögn úr Schengen myndi því vænt­an­lega skapa meiri hættu en vera í sam­starf­in­u ­skap­ar, ólíkt því sem haldið er fram í for­síðu­frétt Morg­un­blaðs­ins.

Í öðru lagi má alveg gagn­rýna ytri landamæra­gæslu Schen­gen-­sam­starfs­ins. Hún mætti aug­ljós­lega vera betri. En að hún kalli á að hvert og eitt Schen­gen-land (þau eru 30 og íbúar innan þeirra rúm­lega 400 millj­ón­ir) taki upp­ eigin landamæra­gæslu vegna árásanna í París er fjar­stæðu­kennt. Það væri eins og að segja að hvert ríki Banda­ríkj­anna (þar sem ríkin eru 50 og íbú­arnir 322 millj­ón­ir) ætti að taka upp slíka gæslu í kjöl­far árásanna á New York 2001. Kost­irnir við frjálsa för íbúa Banda­ríkj­anna þvert á ríki eða íbúa Evr­ópu þvert á landa­mæri hefur miklu fleiri kosti en galla og hert landamæra­eft­ir­lit mun aldrei útrýma hætt­unni á hryðju­verk­um.

Í þriðja lagi er ekk­ert sem bendir til þess að það sé sam­hengi á milli veru Ís­lands í Schengen og aukn­ingar á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi eða hryðju­verk­um. Þetta kemur til að mynda fram í skýrslu inn­an­rík­is­ráð­herra til Alþingis árið 2012.

Schen­gen-­svæð­ið eitt það örugg­asta í heim­inum

Þegar farið er yfir lista um mann­skæð­ustu hryðju­verk sem framin hafa verið þá er ekki mikið um atburði sem áttu sér stað í löndum sem eru aðilar að Schen­gen-­sam­starf­inu. Ef frá eru dregin spreng­ing Pan Am flugs 103 (sem var ­sprengt fyrir ofan Locker­bie í Skotlandi í des­em­ber 1988) og spreng­ing á Air India flugi 182 (sem sprakk í írskri loft­helgi) þá er mann­skæð­asta hryðju­verka­árás á Evr­ópu­land sem til­heyrir Schengen sprengju­árás­irnar á lestir í Madríd á Spán­i árið 2004 þegar 191 lét líf­ið. Sú árás er í 24. sæti yfir mann­skæðust­u hryðju­verka­árásir sög­unn­ar. Árásin á París er í 41. sæti.

Sú hryðju­verka­árás sem dró lang­flesta til dauða var árásin á Banda­ríkin 11. sept­em­ber 2001. Sam­kvæmt list­anum má í raun færa rök fyrir því að Schen­gen-­svæð­ið hafi verið einn örugg­asti staður í heimi fyrir hryðju­verk­um. Sjá má list­ann hér.

Í höf­uð­vígi hræðslu­á­róð­urs­ins, Banda­ríkj­un­um, er lögð mikil áhersla á að borg­ar­arnir lifi í ótta við hið óþekkta. Sá ótti er meðal ann­ars not­aður til að rétt­læta að þjóðin þurfi að eiga ca. 310 millj­ónir byssur til að verja sig. Þessi byssu­eign hefur reyndar valdið því að frá árinu 1968 hafa rúm­lega 1,5 millj­ónir manna látið lífið vegna skot­vopna í Banda­ríkj­un­um, sem eru fleiri Banda­ríkja­menn en hafa látið lífið í öllum stríðum sem landið hefur tekið þátt í frá upp­hafi. Því má segja að örygg­is­leysi Banda­ríkj­anna, drifið áfram af hræðslu­á­róðri gagn­vart hinu óþekkta, hafi leitt til þess að landið er í stríði við sig sjálft.

Alið á hræðslu

Fyrir rúmri viku sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra að hann, og aðrir for­sæt­is­ráð­herra Vest­ur­landa, gætu ekki sagt hug sinn um t.d. flótta­manna­mál opin­ber­lega af ótta við póli­tískan rét­trúnað og það að snú­ið yrði út úr orðum hans. For­sæt­is­ráð­herra sagði að hinn póli­tíski rét­trún­að­ur­ ­geti „verið mjög vara­sam­ur“.

Um liðna helgi sagði Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, að full á­stæða væri til þess að Íslend­ingar myndu vakna til vit­undar um vand­ann sem ­fylgdi öfga­fullri íslamstrú, sem væri mesti vandi sem heim­ur­inn stæði frammi ­fyrir frá tímum nas­ista. Sá vandi yrði ekki leystur með „barna­legri ein­feldn­i“ né „ein­hverjum aðgerðum á sviði umburð­ar­lyndis og félags­legra umbóta“. „Þetta er ­ger­sam­lega ný staða sem allir þurfa að ræða á rólegan og yfir­veg­aðan hátt og átta sig á því að þetta eru þátta­skil og við megum ekki fara að úthrópa hvert annað í þess­ari umræðu heldur sýna hvert öðru skiln­ing og hlusta á þau ­sjón­ar­mið sem hver og einn kann að hafa. Þó okkur finn­ist kannski sumt af því vera frekar öfga­kennt,“ sagði for­set­inn.

Og í dag birti Morg­un­blaðið for­síðu­fyr­ir­sögn­ina „Schengen veld­ur hættu“ og leið­ar­a­fyr­ir­sögn­ina „Hryðju­verka­menn boðnir vel­komn­ir“. Blað­ið klykkir út með því að birta þessa skop­mynd:

.

Öll ofan­greind orð­ræða hefur það mark­mið að normalisera umræðu sem ýtir um­burð­ar­lyndi, skyn­semi og frelsi til hlið­ar. Hún miðar að því að gera öfgar og hræðslu að hluta af við­ur­kenndri orð­ræðu og að nauð­syn­legum mark­mið­um, þrátt ­fyrir að ekk­ert í veru­leika okkar bendi til þess að þörf sé á. Hún miðar að því að láta voða­verk hryðju­verka­manna ná því mark­miði sínu að setja hömlur á það frelsi sem vest­ræn sam­fé­lög standa fyrir og að ræna okk­ur ­ör­ygg­is­til­finn­ing­unn­i. 

Ég er mun hrædd­ari við þessa orð­ræðu en nokkurn tím­ann Schen­gen-­sam­starf­ið. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiLeiðari
None