Vonandi tekst að lágmarka pirring á Keflavíkurflugvelli

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Hraður vöxtur ferða­þjón­ustu hefur sýnt fram á ýmsa bresti í innviðum ferða­þjón­ust­unn­ar, ekki síst í sam­göngu­málum víða um land­ið. Þá hefur það vart farið fram­hjá nein­um, að Kefla­vík­ur­flug­völlur hefur varla ráðið við mesta anna­tím­ann á vell­in­um.

Á næsta ári er því spáð að tælega 30 pró­sent fleiri muni fara um Kefla­vík­ur­flug­völl heldur en á þessu ári, en það þýðir um 6,25 millj­ón­ir. Fjölga þarf starfs­fólki um 1.500 vegna þessa.

Það verður að telj­ast gríð­ar­legur fjöldi starfa, á íslenskan mæli­kvarða. Von­andi verður starfið á flug­vell­inum styrkt veru­lega svo að það tak­ist að þjón­usta þennan aukna fjölda sem mun fara um völl­inn. Ísland á mikið undir góðu orð­spori og fátt pirrar ferða­menn meira en leið­in­legar stundir á flug­völl­um.

Auglýsing

Íslensku flug­fé­lögin Icelandair og WOW Air áforma bæði að ráða sam­tals hátt í 700 starfs­menn vegna auk­inna umsvifa á næsta ári. Óhætt er að segja að mik­ill kraftur sé í ferða­þjón­ust­unni, vöxt­ur­inn lík­lega án for­dæma í íslenskri atvinnu­sögu, þegar miðað er við fjölda starfa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None