Sæstrengsmöguleikinn gæti opnast upp á gátt

landsvirkjun
Auglýsing

Eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga, þá gæti komið til þess að álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík lokaði, ef ekki tekst að semja í kjaradeilu við starfsmenn sem hefst 2. desember. Óhjákvæmilegt væri þá að stöðva framleiðslu í álverunni. 

Það verður að segjast alveg eins og er, að það er ekki trúverðug skýring að álverunni verði lokað fyrir fullt og allt, ef kjaradeilan leiðir til verkfalls. Ákvörðunin hlýtur að vera stærri en svo, að kjaradeila ráði úrslitum.

Miklu frekar er það heildar endurskipulagning Rio Tinto á heimsvísu, á sinni álframleiðslu, sem skiptir þar sköpum. Á síðustu sex árum hefur fyrirtækið lokað tveimur álverum og selt eignarhluti í fjórum til viðbótar. Í ljósi erfiðleika sem nú eru í áliðnaði í heiminum, þar sem lágt verð og mikið offramboð er að gera álframleiðendum lífið leitt, þá ætti endurskoðun á framleiðslu í Straumsvík ekki að vera órökrétt, en álverið telst lítið í alþjóðlegum samanburði, en stærðarhagkvæmni er verulega ákjósanleg í áliðnaði. 

Ef allt færi á versta veg, og álverið lokaði, sem sannarlega er engin óskastaða og ljóst að margir myndu missa vinnuna vegna þessa, þá gæti Landsvirkjun hugsanlega átt leik á borði, og stjórnvöld þar með. 

Auglýsing

Það er að flýta undirbúningsvinnu vegna sæstrengs eins og kostur er, og nýta þá orku sem myndi losna um með þessu hætti, til að selja til Bretlands. Þá þyrfti ekki að fara út í nýjar umdeildar virkjanir, nema þá í minna mæli en rætt hefur verið um að undanförnu, og margfalt hærra verð fengist fyrir orkuna en nú, almenningi til hagsbóta. 

Síðan er vitað að Landsvirkjun og Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls í Grundartanga, hafa ekki náð saman um framlengingu á raforkusamningi sem rennur út 2019. 

Hugsanlega gæti þetta stutt enn frekar við þá aðgerð, að selja raforkuna frekar um sæstreng en til álveranna...


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None