Að endurspegla raunveruleikann í fjölmiðlum

Auglýsing

Í byrjun vik­unnar birt­ist ný rann­sókn sem sýnir að konur eru ennþá í miklum minni­hluta þeirra sem fjöl­miðlar lands­ins ræða við eða fjalla um. Í einu af hverjum fimm til­vikum er kona umfjöll­un­ar­efni eða við­mæl­andi, en í hinum fjórum eru það karl­ar. Þetta eru ömur­legar töl­ur, það fer ekki á milli mála. 

Rann­sókn eins og þessi er góð brýn­ing og áminn­ing fyrir fjöl­miðla lands­ins um að þeir þurfi að standa sig betur í því að jafna kynja­hlut­föll sinna við­mæl­enda. Ég held að á flestum frétta­stofum og rit­stjórnum lands­ins viti fólk þetta, þótt það sé hvorki algilt yfir allar rit­stjórnir né innan þeirra. 

Betri kynja­hlut­föll í fréttum hald­ast í hendur við betri kynja­hlut­föll inni á fjöl­miðl­un­um, enda sýndi rann­sóknin að fjöl­miðla­konur voru dug­legri að tala við aðrar konur heldur en karl­ar, sem í 92 pró­sentum til­vika töl­uðu við aðra karla á meðan kon­urnar töl­uðu við eða fjöll­uðu um konur í þriðj­ungi frétta sinna. Og svo það sé tekið strax fram hef ég aldrei upp­lifað að konur vilji síður koma í fram í fjöl­miðlum en karl­ar.

Auglýsing

Staða kvenna í fjöl­miðlum á Íslandi hefur iðu­lega verið verri en hún er núna. Frétta­stjóri RÚV er kona, aðal­rit­stjóri 365 er kona auk þess sem kona stýrir Frétta­blað­inu og kona stýrir frétta­stofu Stöðvar 2. Annar stjórn­enda Kjarn­ans er kona. Annar rit­stjóra Stund­ar­innar er kona og sama sagan er á DV auk þess sem mbl.is, stærsta frétta­vef lands­ins er stýrt af konu. Þetta hlýtur að skipta máli. 

Að vilja reglur um við­mæl­end­ur 

Eygló Harð­ar­dótt­ir, sem er meðal ann­ars ráð­herra jafn­rétt­is­mála, sagði í hádeg­is­fréttum RÚV í dag að framundan séu ærin verk­efni í jafn­rétt­is­bar­átt­unni. Þar getum við Eygló verið sam­mála. Landið sem á að vera jafn­réttispara­dís á nefni­lega mjög langt í land með að eiga slíkan tit­ill skil­inn. 

Hún lagði til að fjöl­miðlar birtu lista yfir fjölda og kynja­skipt­ingu við­mæl­enda sinna. Það er í sjálfu sér ekk­ert vit­laus hug­mynd. Reyndar eru lög í land­inu sem krefj­ast þess af öllum fjöl­miðlum að þeir skili slíkum upp­lýs­ingum inn til fjöl­miðla­nefndar á hverju ári, og töl­urnar ættu því að vera til alls stað­ar, þótt þær séu ekki endi­lega teknar saman viku­lega eða mán­að­ar­lega. Það væri lík­lega fínt aðhald og áminn­ing fyrir fjöl­miðla að slíkar upp­lýs­ingar væru aðgengi­leg­ar. Á mörgum sviðum geta fjöl­miðlar stýrt því við hverja er talað og um hverja er fjall­að. 

Þarna skilja hins vegar leiðir okkar Eyglóar í mál­inu, því svo sagði hún þetta:

„Fjöl­miðl­ar eru ekki að end­ur­spegla fjöl­breyti­leik­ann í sam­fé­lag­inu, þeir eru ekki að end­ur­spegla stöðu kvenna í sam­fé­lag­inu, stöð­u kvenna í stjórn­mál­un­um, stöðu kvenna í atvinnu­líf­inu né hátt ­mennt­un­ar­stig kvenna,“ sagði Eygló meðal ann­ars í dag. Hún­ vill þess vegna að jafn­rétt­is­þing ræði hvort ástæða sé til að regl­ur verði settar um fjölda við­mæl­enda. 

Þessi ummæli lýsa miklu skiln­ings­leysi á því hvernig fjöl­miðlar virka. Ef settar yrðu reglur um við­mæl­endur í fjöl­miðlum væri alveg eins hægt að setja reglur um umfjöll­un­ar­efni þeirra, og engum dettur slík vit­leysa og rit­skoðun í hug, eða hvað? 

Ég er lík­lega ein fyrsta mann­eskjan til að við­ur­kenna að á mörgum víg­stöðum geta fjöl­miðlar gert betur í að jafna kynja­hlut­föll, og er lík­lega meðal mestu stuðn­ings­manna þess að það verði gert. Það er samt svo að fréttir virka ein­fald­lega þannig að ákveðnir mála­flokkar eru og verða fyr­ir­ferða­miklir, þótt við getum aukið vægi ann­arra líka. Stjórn­mál, efna­hags­mál og við­skipti eru þarna á með­al. Í þessum mála­flokkum er oft ekki úr mörgum við­mæl­endum eða umfjöll­un­ar­efnum að velja. Og það vill svo til að í þessum geirum eru karlar ennþá víð­ast hvar í meiri­hluta. Skoðum það bara nán­ar. 

Karlar alls staðar  

Byrjum á rík­is­stjórn­inni, sem er stýrt af tveimur körlum, sem eðli máls­ins sam­kvæmt eru mjög áber­andi. Rík­is­stjórnin þeirra er að meiri­hluta til skipuð körl­um. Það er þingið líka þótt staðan þar hafi skán­að. 25 ­konur náðu kjöri á Alþingi í síð­ustu kosn­ing­um, eða 39,7 ­pró­sent þing­manna, og síðan þá hafa þrjár konur tekið sæt­i ­sem aðal­menn í stað þriggja karla, svo hlut­fall kvenna er orð­ið hærra en nokkru sinni fyrr, 44,4 pró­sent. Konur hafa aldrei verið í meiri­hluta þar. 

For­seti Alþingis er karl og það er líka for­seti Íslands. 

Þegar við færum okkur yfir í fjár­mála­geir­ann er staðan miklu verri. Í úttekt sem Kjarn­inn gerði í vor kom í ljós að af 87 æðstu stjórn­endum fyr­ir­tækja í íslensku fjár­fest­inga- og fjár­mála­kerfi eru sjö kon­ur. Sjö kon­ur, á móti 80 körl­um. Í hlut­föllum eru það 9 pró­sent konur og 91 pró­sent karl­ar.

Ein ­kona stýrir banka á Íslandi og ein spari­sjóði. Ein kona stýr­ir lána­fyr­ir­tæki, tvær líf­eyr­is­sjóð­um, ein Fram­taks­sjóð­i Ís­lands, og einu skráðu félagi á mark­aði er stýrt af kon­u. Þetta þýðir meðal ann­ars að engu verð­bréfa­fyr­ir­tæki er stýrt af konu og engu orku­fyr­ir­tæki eða óskráðu trygg­inga­fé­lagi. Sex ­konur eru stjórn­ar­for­menn í skráðum fyr­ir­tækjum og tíu karl­ar.

Svo er for­stjóri Kaup­hall­ar­innar karl, það eru líka seðla­banka­stjóri, að­stoð­ar­seðla­banka­stjóri og aðal­hag­fræð­ingur Seðla­bank­ans. Og þrátt fyrir að lög séu í gildi um að hlut­föll hvors kyns í stjórnum fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­menn væri að minnsta kosti 40 pró­sent er það langt frá því að vera til­fellið. Í annarri nýlegri sam­an­tekt Kjarn­ans kemur fram að af 982 stjórn­ar­mönnum í 270 stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins eru 665 karlar og 317 kon­ur. Það þýðir 32 pró­sent konur og 68 pró­sent karl­ar. Dæmi­gerður stjórn­ar­maður í íslensku atvinnu­lífi er karl­maður á sex­tugs­aldri. 

Þetta er staðan í stjórn­mál­unum og í atvinnu­líf­inu. Þarna er ekki verið að end­ur­spegla fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins eða hátt mennt­un­ar­stig kvenna, þarna er helj­ar­innar skekkja sem er ærið jafn­rétt­is­verk­efni að breyta. Ábyrgðin á hlut­falli kvenna og stöðu þeirra í stjórn­málum og atvinnu­lífi á alls ekki heima á herðum fjöl­miðla. Að gefa slíkt í skyn er ekki bara van­þekk­ing á fjöl­miðl­um, heldur á sam­fé­lag­inu öllu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None