Að endurspegla raunveruleikann í fjölmiðlum

Auglýsing

Í byrjun vik­unnar birt­ist ný rann­sókn sem sýnir að konur eru ennþá í miklum minni­hluta þeirra sem fjöl­miðlar lands­ins ræða við eða fjalla um. Í einu af hverjum fimm til­vikum er kona umfjöll­un­ar­efni eða við­mæl­andi, en í hinum fjórum eru það karl­ar. Þetta eru ömur­legar töl­ur, það fer ekki á milli mála. 

Rann­sókn eins og þessi er góð brýn­ing og áminn­ing fyrir fjöl­miðla lands­ins um að þeir þurfi að standa sig betur í því að jafna kynja­hlut­föll sinna við­mæl­enda. Ég held að á flestum frétta­stofum og rit­stjórnum lands­ins viti fólk þetta, þótt það sé hvorki algilt yfir allar rit­stjórnir né innan þeirra. 

Betri kynja­hlut­föll í fréttum hald­ast í hendur við betri kynja­hlut­föll inni á fjöl­miðl­un­um, enda sýndi rann­sóknin að fjöl­miðla­konur voru dug­legri að tala við aðrar konur heldur en karl­ar, sem í 92 pró­sentum til­vika töl­uðu við aðra karla á meðan kon­urnar töl­uðu við eða fjöll­uðu um konur í þriðj­ungi frétta sinna. Og svo það sé tekið strax fram hef ég aldrei upp­lifað að konur vilji síður koma í fram í fjöl­miðlum en karl­ar.

Auglýsing

Staða kvenna í fjöl­miðlum á Íslandi hefur iðu­lega verið verri en hún er núna. Frétta­stjóri RÚV er kona, aðal­rit­stjóri 365 er kona auk þess sem kona stýrir Frétta­blað­inu og kona stýrir frétta­stofu Stöðvar 2. Annar stjórn­enda Kjarn­ans er kona. Annar rit­stjóra Stund­ar­innar er kona og sama sagan er á DV auk þess sem mbl.is, stærsta frétta­vef lands­ins er stýrt af konu. Þetta hlýtur að skipta máli. 

Að vilja reglur um við­mæl­end­ur 

Eygló Harð­ar­dótt­ir, sem er meðal ann­ars ráð­herra jafn­rétt­is­mála, sagði í hádeg­is­fréttum RÚV í dag að framundan séu ærin verk­efni í jafn­rétt­is­bar­átt­unni. Þar getum við Eygló verið sam­mála. Landið sem á að vera jafn­réttispara­dís á nefni­lega mjög langt í land með að eiga slíkan tit­ill skil­inn. 

Hún lagði til að fjöl­miðlar birtu lista yfir fjölda og kynja­skipt­ingu við­mæl­enda sinna. Það er í sjálfu sér ekk­ert vit­laus hug­mynd. Reyndar eru lög í land­inu sem krefj­ast þess af öllum fjöl­miðlum að þeir skili slíkum upp­lýs­ingum inn til fjöl­miðla­nefndar á hverju ári, og töl­urnar ættu því að vera til alls stað­ar, þótt þær séu ekki endi­lega teknar saman viku­lega eða mán­að­ar­lega. Það væri lík­lega fínt aðhald og áminn­ing fyrir fjöl­miðla að slíkar upp­lýs­ingar væru aðgengi­leg­ar. Á mörgum sviðum geta fjöl­miðlar stýrt því við hverja er talað og um hverja er fjall­að. 

Þarna skilja hins vegar leiðir okkar Eyglóar í mál­inu, því svo sagði hún þetta:

„Fjöl­miðl­ar eru ekki að end­ur­spegla fjöl­breyti­leik­ann í sam­fé­lag­inu, þeir eru ekki að end­ur­spegla stöðu kvenna í sam­fé­lag­inu, stöð­u kvenna í stjórn­mál­un­um, stöðu kvenna í atvinnu­líf­inu né hátt ­mennt­un­ar­stig kvenna,“ sagði Eygló meðal ann­ars í dag. Hún­ vill þess vegna að jafn­rétt­is­þing ræði hvort ástæða sé til að regl­ur verði settar um fjölda við­mæl­enda. 

Þessi ummæli lýsa miklu skiln­ings­leysi á því hvernig fjöl­miðlar virka. Ef settar yrðu reglur um við­mæl­endur í fjöl­miðlum væri alveg eins hægt að setja reglur um umfjöll­un­ar­efni þeirra, og engum dettur slík vit­leysa og rit­skoðun í hug, eða hvað? 

Ég er lík­lega ein fyrsta mann­eskjan til að við­ur­kenna að á mörgum víg­stöðum geta fjöl­miðlar gert betur í að jafna kynja­hlut­föll, og er lík­lega meðal mestu stuðn­ings­manna þess að það verði gert. Það er samt svo að fréttir virka ein­fald­lega þannig að ákveðnir mála­flokkar eru og verða fyr­ir­ferða­miklir, þótt við getum aukið vægi ann­arra líka. Stjórn­mál, efna­hags­mál og við­skipti eru þarna á með­al. Í þessum mála­flokkum er oft ekki úr mörgum við­mæl­endum eða umfjöll­un­ar­efnum að velja. Og það vill svo til að í þessum geirum eru karlar ennþá víð­ast hvar í meiri­hluta. Skoðum það bara nán­ar. 

Karlar alls staðar  

Byrjum á rík­is­stjórn­inni, sem er stýrt af tveimur körlum, sem eðli máls­ins sam­kvæmt eru mjög áber­andi. Rík­is­stjórnin þeirra er að meiri­hluta til skipuð körl­um. Það er þingið líka þótt staðan þar hafi skán­að. 25 ­konur náðu kjöri á Alþingi í síð­ustu kosn­ing­um, eða 39,7 ­pró­sent þing­manna, og síðan þá hafa þrjár konur tekið sæt­i ­sem aðal­menn í stað þriggja karla, svo hlut­fall kvenna er orð­ið hærra en nokkru sinni fyrr, 44,4 pró­sent. Konur hafa aldrei verið í meiri­hluta þar. 

For­seti Alþingis er karl og það er líka for­seti Íslands. 

Þegar við færum okkur yfir í fjár­mála­geir­ann er staðan miklu verri. Í úttekt sem Kjarn­inn gerði í vor kom í ljós að af 87 æðstu stjórn­endum fyr­ir­tækja í íslensku fjár­fest­inga- og fjár­mála­kerfi eru sjö kon­ur. Sjö kon­ur, á móti 80 körl­um. Í hlut­föllum eru það 9 pró­sent konur og 91 pró­sent karl­ar.

Ein ­kona stýrir banka á Íslandi og ein spari­sjóði. Ein kona stýr­ir lána­fyr­ir­tæki, tvær líf­eyr­is­sjóð­um, ein Fram­taks­sjóð­i Ís­lands, og einu skráðu félagi á mark­aði er stýrt af kon­u. Þetta þýðir meðal ann­ars að engu verð­bréfa­fyr­ir­tæki er stýrt af konu og engu orku­fyr­ir­tæki eða óskráðu trygg­inga­fé­lagi. Sex ­konur eru stjórn­ar­for­menn í skráðum fyr­ir­tækjum og tíu karl­ar.

Svo er for­stjóri Kaup­hall­ar­innar karl, það eru líka seðla­banka­stjóri, að­stoð­ar­seðla­banka­stjóri og aðal­hag­fræð­ingur Seðla­bank­ans. Og þrátt fyrir að lög séu í gildi um að hlut­föll hvors kyns í stjórnum fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­menn væri að minnsta kosti 40 pró­sent er það langt frá því að vera til­fellið. Í annarri nýlegri sam­an­tekt Kjarn­ans kemur fram að af 982 stjórn­ar­mönnum í 270 stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins eru 665 karlar og 317 kon­ur. Það þýðir 32 pró­sent konur og 68 pró­sent karl­ar. Dæmi­gerður stjórn­ar­maður í íslensku atvinnu­lífi er karl­maður á sex­tugs­aldri. 

Þetta er staðan í stjórn­mál­unum og í atvinnu­líf­inu. Þarna er ekki verið að end­ur­spegla fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins eða hátt mennt­un­ar­stig kvenna, þarna er helj­ar­innar skekkja sem er ærið jafn­rétt­is­verk­efni að breyta. Ábyrgðin á hlut­falli kvenna og stöðu þeirra í stjórn­málum og atvinnu­lífi á alls ekki heima á herðum fjöl­miðla. Að gefa slíkt í skyn er ekki bara van­þekk­ing á fjöl­miðl­um, heldur á sam­fé­lag­inu öllu. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None