Dómar heimsins dóttir góð

Auglýsing

Þegar ég sem ung kona bar víurnar í Rauð­sokka­hreyf­ing­una og síðar Kvenna­list­ann voru kven­frels­is­konur alltaf syngj­andi. Ég er viss um að það styrkti bar­áttu­and­ann og sam­taka­mátt­inn auk þess að vera almennt ­upp­lífg­andi. Von­andi hljóma ég ekki eins og upp­vakn­ingur frá fyrri öldum þeg­ar ég sting upp á að við tökum aftur upp fjölda­söng sem bar­áttu­tæki. Fjór­radd­að­an ­femíniskan fjölda­söng. Nú væri til dæmis við hæfi að safn­ast saman framan við dóm­sali lands­ins og syngja hið gam­alk­una kven­frels­islag Dómar heims­ins dóttir góð en þar yrkir Jóhannes úr Kötl­um:

Dómar heims­ins dóttir góð

munu reynast marg­vís­leg­ir.

Glímdu sjálf við sann­leik­ann

hvað sem hver ­seg­ir.

Íslenskar konur glíma við sann­leik­ann sem aldrei fyrr á bylt­ing­ar­ár­inu 2015. Kannski upp­lifum við um þessar mundir mestu bylt­ingu sem gerð hefur verið síðan stóra kyn­lífs­bylt­ing­in hófst upp úr miðri síð­ustu öld. Kyn­líf og kyn­heilsa eru eitt það mik­il­væg­asta í lífi fólks og litar út frá sér á önnur svið mann­lífs­ins þannig að ég vil halda því fram að bylt­ingar á sviði kyn­hegð­unar séu með stærstu bylt­ingum í mann­heim­um.  

Auglýsing

Fyrir fimm­tíu árum vildi fólk ­sleppa úr helsi sið­prýð­inn­ar. Með til­komu öruggra getn­að­ar­varna breytt­ist allt varð­andi kyn­líf, kyn­hegðun en ekki síst kyn­hugsun og umræða. Bylt­ing­arnar nú og þá kall­ast sann­ar­lega á og sumir gætu sagt að kyn­lífs­bylt­ingin sé að éta börn­in sín. Blóma­börn sem börð­ust fyrir auknu kyn­frelsi von­uð­ust örugg­lega ekki eft­ir auknu kyn­ferð­is­of­beldi í kjöl­far frels­is­ins en  hvort ofbeldið er afleið­ing frelsis er erfitt að segja. Við vitum ekki hvort kyn­ferð­is­of­beldi er meira nú en áður eða hvort umræðan hefur dregið ævagamlan sann­leik­ann fram í dags­ljós­ið. Alla vega er ég ósam­mála lög­fræð­ingum sem telja að of mikið sé fjallað um kyn­ferð­is­of­beldi og dóma um það. Hér legg ég hjarta mitt á vog­ar­skál­arnar til að auka umræð­una enn frek­ar.

Dóm­stóll göt­unnar

Við erum heppin hér­lendis að ­búa við kerfi þar sem vit­urt og rétt­sýnt fólk setur lög og sér til þess að þeim sé fram­fylgt. Við eigum kerfi sem reynir að tryggja að þeir sem telja sig órétti beitta geti leitað réttar síns en einnig að eng­inn sé dæmdur sak­laus. Þetta er mik­il­vægt og ég treysti dóm­stólum lands­ins tölu­vert vel til að sinna því hlut­verki sínu og ég verð að segja að mér finnst Hér­aðs­dómur og Hæsti­rétt­ur ­fal­leg orð. En mér finnst hug­takið Dóm­stóll göt­unnar líka fal­legt. Þar mæti ég iðu­lega í rétt­ar­sal og tek mér jafn­vel stundum sæti í kvið­dómi, sjálf­skip­uð. Vissu­lega verður almenn­ingur að hafa skoð­anir á dómum hinna dóm­stig­anna jafn­vel þó að við höfum ekki alltaf aðgang að öllum þeim gögnum sem opin­berir dóm­ar ­byggja á. Dómar Dóm­stóls göt­unnar eru mik­il­vægir vegna þess að við hér úti erum oft á undan kerf­inu að skynja að lög eru orðin úrelt og dómar hættir að vera í samræmi við sið­ferð­is­skynjun almenn­ings. Dóm­stóll göt­unnar er aðhald og ör­ugg­is­vent­ill.  

Þegar dóms­vald úrskurðar að það sé full­kom­lega eðli­legt kyn­líf að fimm strákar full­nægi allir í einu hvöt­u­m sínum með korn­ungri stúlku hlýtur þeim dómi að vera áfrýjað til Dóm­stóls ­göt­unnar enda er nauð­syn­legt að skapa um hann umræðu. Annað væri óeðli­leg­t. ­Þrátt fyrir að hug­myndauðgin í svefn­her­bergj­unum sé orðin miklu meiri en nokk­urt blóma­barn gat órað fyrir held ég að fáum Íslend­ingum finn­ist hér um eðli­legt kyn­líf að ræða. Ég þori að full­yrða að engin stúlka - sem er sext­án ára eða hefur verið það - óski sér þess­ar­ar  ­með­ferðar og ég tel einnig ólík­legt að nokkur sá  sem er eða hefur verið ungur maður geti geng­ið frá slíku kyn­lífi með hreinan skjöld. Ég held líka að við gerum okkur öll grein ­fyrir því að stúlkunni var ekki í sjálfs­vald sett að segja á ein­hverj­u­m ­tíma­punkti ,,hei strák­ar, er þetta ekki komið út í öfgar?” og yfir­gefa sel­skap­ið. Og við hjá Dóm­stóli götunnar vitum að það er óvinn­andi vegur fyrir stúlku sem hef­ur ­upp­lifað tráma að gefa grein­ar­góðar lýs­ingar á því kyn­lífi sem fram fór, síst af öllu frammi fyrir strák­unum fimm,  verj­endum þeirra og hér­aðs­dóm­urum sem lang­flestir eru karl­kyns. Hjá ­Dóm­stóli göt­unnar sjáum við að það er þörf fyrir nýjan dóm­stól í kyn­ferð­is­af­brota­málum sem byggir á meiri þekk­ingu á við­brögðum fólks við kyn­bundnu ofbeldi.

Vit­laust gefið

Umræðan um kyn­ferð­is­af­brot er bless­un­ar­lega rétt að byrja og von­andi fáum við bráð­lega með rann­sóknum og ­sam­tölum enn skýr­ari mynd af mein­semd­inni. Mér dettur ekki í hug að kenna karl­mönnum alfarið um kyn­ferð­is­of­beldi þó að ég telji feðra­veldið bera þar all­þunga sök. Ég veit að flestir karl­menn styðja konur í bar­átt­unni gegn nauðg­unum en það hlýtur þó að telj­ast áhyggju­efni hve ólík upp­lifun kynj­anna af kyn­lífi er og vænt­ingar þeirra til þess. Í nýlegum breskum heim­ilda­þætti um ­net­vændi sögðu margir ungir og mynd­ar­legir menn frá reynslu sinni af vændis­kaupum á net­inu. Þeir telja bæði ódýr­ara og praktískara að panta kven­mann heim heldur en að elt­ast við stelpur á djamm­inu og þeim finnst líka heið­ar­legra að eiga opin­ská pen­inga­við­skipti við blá­ó­kunn­uga mann­eskju sem þeir ætla að eiga mök við heldur en að gang­ast undir sið­leysi næt­ur­lífs­ins. Þetta eru gild rök í nútíma­sam­fé­lagi en það sem ég  hnaut um var að allir sögð­ust þeir geta treyst því að hjá vænd­is­kon­um (­sex wor­kers) fái þeir það kyn­líf sem þeir vilja án þess að eiga á hættu að verða kærðir dag­inn eft­ir. Af þessu má draga þá ályktun að margir karl­menn verði að leita til fag­fólks til að fá kyn­líf að hætti karla. Hvað veldur og hvað er til ráða? Vin­sam­leg­ast tekið upp þráð­inn og tjáið ykkur um þetta ­at­riði.

Í sama streng tók ungur mað­ur­ ­sem hringdi nýlega inn í íslenskan útvarps­þátt og lýsti því yfir að ekki sé ­lengur hægt að fara heim með bæj­ar­rottum vegna þess að ekk­ert megi lengur enda sé íslenskt sam­fé­lag undir alræð­is­stjórn öfga­fem­inista. Það virð­ist sem þetta við­horf til fem­inista verði æ sýni­legra hjá karl­mönnum nú þegar kyn­bræð­ur­ þeirra koma unn­vörpum út úr fem­inista­skápn­um. Það er eins og margir karl­menn, og reyndar konur líka, upp­lifi það svo að um leið og konur fá ein­hverju fram­gengt í bar­áttu sinni hafi öfga­fem­in­ismi tekið völd­in.

Fem­in­ismi er erfitt orð. Sem ung kona bar ég of mikla virð­ingu fyrir því til að nota það um skoð­anir mín­ar. Nú þori ég, get og vil vegna þess að þá var þörf en nú er nauð­syn. Þrátt fyr­ir­ að bar­átta fem­in­isma hafi borið mik­inn árangur hefur hún líka gert kven­hat­ur allra alda sýni­legra. Hér áður fyrr sungum við saman og trúðum að jafn­rétt­ið væri handan horns­ins, hvernig gat annað ver­ið? Ungar konur í dag þurfa að taka erf­ið­ari umræðu þegar þær afhjúpa kyn­ferð­is­of­beldi sem hefur verið við­loð­and­i ­mann­kyn frá örófi alda . Þær eru rétt að byrja að opna orma­gryfj­una og þurfa ­stuðn­ing okkar all­an.

Í frétta­flutn­ingi af mein­t­u nauðg­un­ar­máli í Hlíð­unum birt­ist alltaf á vef­miðlum mynd af Vil­hjálmi H. Vil­hjálms­syni, verj­anda í mál­inu, þar sem inn­römmuð mynd af Steini Stein­ari gýtur lög­mann­inn horn­auga. Hvað er skáldið að gera þarna, hugs­aði ég þar til ég kom auga á hið aug­ljósa. Steinn Stein­arr blandar sér í umræð­una vegna að ,,það er nefni­lega vit­laust gef­ið.”

Fem­in­ismi fjallar um að stokka ­spilin og gefa upp á nýtt. Nú bein­ist athyglin aðal­lega að kyn­ferð­is­of­beld­i. Þung bar­átta er framund­an. Væri þá ekki gott fyrir okkur að syngja meira? Ég er viss um að Val­geir Guð­jóns­son mætir með gít­ar­inn og spilar undir þeg­ar ­mann­fjöld­inn syngur lag hans Dómar heims­ins dóttir góð. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None