Ólík sýn forsvarsmanna stéttarfélaga á kjaradeiluna í Straumsvík

Ál
Auglýsing

Spennan magn­ast nú vegna mögu­legrar lok­unar álvers­ins í Straums­vík, ef til verk­falls hjá starfs­mönnum kem­ur, 2. des­em­ber. Svo virð­ist sem það sé raun­hæfur mögu­leiki að álver Rio Tinto Alcan loki var­an­lega, ef til verk­falls kem­ur, en ekk­ert hefur miðað í samn­inga­við­ræðum und­an­farna daga.

Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gerir þessa deilu að umtals­efni á Face­book síðu sinni og kennir Lands­virkjun um deil­urn­ar. Ástæðan sem Vil­hjálmur til­tekur sér­stak­lega, er að Lands­virkjun vilji fá hærra verð en Rio Tinto getur fengið ann­ars stað­ar, einkum í Kanada. Vil­hjálmur segir að þarna muni um 30 pró­sent­um.

„Lands­virkjun er að slátra mjólk­ur­kúnni sinni með því að bjóða ekki sam­keppn­is­hæft verð“ segir Vil­hjálmur og á þarna við raf­orku­verð­ið. Hann segir starfs­menn í Straums­vík vera fórn­ar­lömb verð­stefnu Lands­virkj­un­ar.

Auglýsing

Vil­hjálmur tekur þarna harða afstöðu með Rio Tin­to, einu stærsta fyr­ir­tæki heims­ins á sviði hrá­vöru­fram­leiðslu, og heimtar að Lands­virkjun selji raf­ork­una á enn lægra verði en það gerir nú til Rio Tinto. 

Þetta verða að telj­ast frekar óvænt sjón­ar­mið hjá Vil­hjálmi, í ljósi þess að til þessa hefur það verið kapps­mál hjá Lands­virkj­un, sem fyr­ir­tækis í almanna­eigu, að vilja fá sem hæst verð fyrir raf­ork­una sem seld er til erlendra stór­fyr­ir­tækja. 

For­maður VM, félags vél­stjóra- og málm­tækni­manna, sagði heldur ekki alveg þessa sögu af kjara­deil­unni, og gagn­rýndi Rio Tinto harð­lega fyrir fram­göngu sína. Hann sagði fyr­ir­tækið þekkt fyrir að vija „sjúga“ það sem það gæti út úr hag­kerf­um, og helst ekki greiða skatta eða annað sem teld­ist gæti sam­fé­lags­lega ábyrgt. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None