Nokkur orð um búferlaflutninga

flug
Auglýsing

Í rit­stjórn­ar­grein Kjarn­ans 1. des­em­ber sl. er þeirri ­spurn­ingu beint til hag­stofu­stjóra hvort Hag­stofan sé að bregð­ast við póli­tískum þrýst­ingi með útgáfu grein­ar­gerðar um búferla­flutn­inga íslenskra ­rík­is­borg­ara sem birt var 27. nóv­em­ber sl.

Hag­stofan var ekki að bregð­ast við póli­tískum þrýst­ing­i. Hag­stofa Íslands gaf út frétt um mann­fjölda á 3. árs­fjórð­ungi þann 3. nóv­em­ber sl. Í kjöl­far þess­arar fréttar varð mikil umræða í fjöl­miðlum og fékk Hag­stof­an ­fyr­ir­spurnir um búferla­flutn­inga og þróun þeirra. Ef tölur á vef Hag­stof­unn­ar eru skoð­aðar sést að búferla­flutn­ingar aukast á fyrstu árs­fjórð­ungum þessa árs og um það er ekki deilt. Ákveðið var að skoða betur hvort búferla­flutn­ing­ar ­ís­lenskra rík­is­borg­ara á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum 2015 væri frá­brugð­inn því ­sem áður hefði sést og hvaða þættir hafi áhrif á búferla­flutn­inga íslenskra ­rík­is­borg­ara. Nið­ur­staða Hag­stof­unnar var að það væri ekki mark­tækur munur á hlut­falli íslenskra rík­is­borg­ara sem flytja til og frá land­inu það sem af er árin­u 2015 í sam­an­burði við sam­bæri­legt hlut­fall 1986 til 2014. Hag­stofan tald­i ­grein­ing­una eiga erindi til not­enda og birti sem grein­ar­gerð föstudag­inn 27. nóv­em­ber.

Haustið 2013 var gert gæða­mat á Hag­stofu Íslands, sem var birt í júlí 2014. Sam­bæri­legt gæða­mat var get á öllum hag­stofum sem starfa í Evr­ópska hag­skýrslu­sam­starf­inu, en þar er um að ræða aðild­ar­ríki ESB og EFTA. ­Nið­ur­stöður fyrir hvert ríki má sjá á heima­síðu Eurostat auk þess að ­nið­ur­stöður um Ísland eru á vef Hag­stof­unn­ar. Gæða­matið fór þannig fram að farið var yfir meg­in­reglur í evr­ópskri hag­skýrslu­gerð (European Statist­ical Code of Pract­ice) og lagt mat á það í hve miklum mæli hag­stof­urnar mæta þeim ­kröfum sem þar eru settar fram. Mark­miðið er að hag­stof­urnar upp­fylli regl­urn­ar að fullu. Eitt af því sem mat­steymið lagði áherslu á og benti á til úrbóta hjá Hag­stofu Íslands var að Hag­stofan yrði að sýna meira frum­kvæði og bregð­ast við um­ræðum um hag­skýrsl­ur. Eft­ir­far­andi kemur fram í skýrsl­unni:

Auglýsing

„Meiri op­in­ber umfjöllun og hag­skýrslur sem byggj­ast á dýpri grein­ingu (nú­ver­andi Hag­skýrsl­ur eru heldur dauf­ar) myndi verða til þess að auka áhrif Hag­stof­unn­ar.“ „Gæða­út­tekt­ar­að­il­arn­ir voru upp­lýstir um að Hag­stofan hafi í gegnum tíð­ina hikað við að koma fram í fjöl­miðlum í tengslum við stjórn­mála­um­ræðu um hag­skýrsl­ur, og eng­in form­leg ­stefna sé til staðar um að bregð­ast skjótt við gagn­rýni og mögu­legri rangri notk­un á hag­tölum frá Hag­stof­unn­i.“

Til að bregð­ast við þessu var lagt til:

„Hag­stof­a Ís­lands taki meira frum­kvæði í sam­skiptum við fjöl­miðla, t.d. með því að halda blaða­manna­fundi og mál­stof­ur, bæði til að auka þekk­ingu á starfi Hag­stof­unn­ar og styrkja almanna­tengsl henn­ar.“

Hag­stofan hefur brugð­ist við fram­an­greindu með því að bæta fram­setn­ingu hag­skýrslna, aukið skýr­ingar og sett töl­urnar í sam­hengi þar sem það á við. Auk þess hafa sér­fræð­ingar Hag­stof­unnar verið dug­legir við að skýra hag­tölur út fyrir fjöl­miðlum og not­end­um. Loks hefur Hag­stofan aukið grein­ing­ar sínar og birt í sér­stakri rit­röð sem hóf göngu sína á síð­asta ári undir heit­in­u ­grein­ar­gerð­ir. Í fram­tíð­inni er stefnan að auka þessar grein­ingar og bregðast oftar við almennri umfjöllun í fjöl­miðl­um, en ekki er mögu­legt að bregð­ast við ein­stökum grein­um, hvað þá bloggi eða face­book færsl­um. Nýjasta grein­ingin sem Hag­stofan hefur birt er hér til umræðu.

Hverjar eru nið­ur­stöður Hag­stof­unnar

Í grein­ingu Hag­stof­unnar er ekki verið að end­ur­skoða áður­ birtar nið­ur­stöð­ur. Ef tölur á vef Hag­stof­unnar um búferla­flutn­inga eru ­skoð­aðar sést að fjöld­inn vex ár frá ári og er hluti skýr­ing­ar­innar að lands­mönnum hefur fjölgað og einnig að hlut­falls­lega fleiri flytja til og frá­ land­inu en áður. Ef skoð­aður er fjöldi brott­fluttra ár hvert á hverja 1.000 í­búa eða sem hlut­fall af mann­fjölda sést svipuð þró­un. Sam­bæri­leg þróun sést við skoðun á fjölda aðfluttra.

Nið­ur­stöður grein­ing­ar­innar eru þær að ekki eru töl­fræði­lega martækar breyt­ingar á búferla­flutn­ingum á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum árið 2015. Einu mark­tæku breyt­ing­arnar eru að ald­urs­hóp­ur­inn 40-44 ára er hreyf­an­legri en und­an­farin ár, það er meiri brott­flutn­ingur og inn­flutn­ingur í þeim hópi en áð­ur. Þá má sjá meiri hreyf­an­leika fólks til og frá land­inu eftir hrun ­bank­anna, einkum frá árinu 2010. Miðað var við árið 1986 þar sem árs­fjórð­ungs­gögn ná ein­ungis aftur til þess tíma. Beitt er stöðl­uðum þekkt­u­m að­ferðum við grein­ing­una sem nýta sér breyt­ingar milli ára þar sem þær hafa ­stöðugri dreif­ingu en hlut­fall hvers árs. Nákvæma lýs­ingu á aðferð­unum má sjá á vef Hag­stof­unnar í grein­ar­gerð og stuttri frétt um nið­ur­stöður hennar 27. nóv­em­ber. Hag­stofan fagnar umræðum um aðferð­ar­fræði og grein­ingar og eru ­sér­fræð­ingar hennar til­búnir til að ræða þær. Hag­stofan mun birta nið­ur­stöð­ur­ um  fjórða árs­fjórð­ung í árbyrjun 2016.

Nið­ur­staða

Hag­stofan hafnar alfarið þeim get­gátum sem settar eru fram í Kjarn­anum um að stofn­unin hafi verið að bregð­ast við póli­tískum þrýst­ing­i.  Svo virð­ist sem menn skipt­ist í tvo flokka, ann­ar­s ­vegar þá sem telja að um stór­kost­lega fólks­flutn­inga sé að ræða frá land­inu og hins­vegar þá sem túlka grein­ingu Hag­stof­unnar sem svo að engin breyt­ing hafi orð­ið. Hag­stofan tekur ekki þátt í umræðum um hvað er hugs­an­lega gott eða slæmt við búferla­flutn­inga, en telur að fram­an­greindar álykt­anir sé ekki hægt að ­draga af gögn­unum og grein­ing­unni á þeim. Hag­stofan hvetur les­endur til að kynna sér vef Hag­stof­unnar og tölu­legar upp­lýs­ingar sem þar er að finna um hina ýmsu þætti efna­hags- og félags­mála.

Höf­undur er hag­stofu­stjóri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None