Hugleiðingar um umhverfi, skipulag og Hafnarfjörð

Auglýsing

Á meðan þjóð­ar­leið­togar heims­ins sitja (von­and­i sveitt­ir) í París og ræða saman um aðgerðir til handa jörð­inni okk­ar, skellur á okkur hér á Fróni snjóstorm­ur, kuldi og hríð og hlýnun jarðar hljómar eins og hver önnur útópía. Við vitum samt öll að hart þarf að stíga á brems­ur, finna nýjar leiðir og sætta fjöl­mörg sjón­ar­mið svo hægt sé að hverfa frá þeirri þró­un ­sem blasir við okk­ur. Hlýnun jarð­ar, frek­ari veð­ur­ham­far­ir, hækkun yfir­borðs ­sjávar og bráðnun jökla svo fátt eitt sé nefnt. En hvað getum við gert hér á landi til draga úr þessum nei­kvæðu áhrifum á landið og jörð­ina? Það er ­nefni­lega ekk­ert plan B, eng­inn önnur jörð.

Að mínu mati er rót­tæk­asta leiðin sú að skoða ­ferða­venjur okk­ar, land­nýt­ingu og hvernig við getum almennt stuðlað að betra ­jafn­vægi.

Svæð­is­skipu­lag höfðu­borg­ar­svæð­is­ins

Nýlega var sam­þykkt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nýtt ­svæð­is­skipu­lag sem er ætlað að taka U-beygju í þessum þátt­um. Svæð­is­skipu­lag­ið er sátt­máli þeirra sveita­fé­laga sem deila með sér þétt­býlasta svæði Íslands og ­geymir skýr mark­mið um ferða­venjur og land­nýt­ingu. Það er t.d. slá­and­i ­sam­an­burður að hugsa til þess að árið 1985 voru 54 íbúar um hvern hekt­ara á höfðu­borg­ar­svæð­inu en árið 2012 voru þeir orðnir 35. Og þetta kostar - auk­ið ­vega­kerfi, vax­andi fjar­lægð á milli staða, meiri tími í ferðir og svo mætt­i ­lengi telja.  Umhverf­is­fórnin er einnig slá­andi en meiri dreifð þýðir meiri mengun og flest þekkjum við nauð­syn þess að eiga einn, helst tvo bíla svo að dag­ur­inn gangi upp.

Auglýsing

Um nauð­syn þess að þétta byggð

Í aðal­skipu­lagi fyrir Hafn­ar­fjörð er að finna nokk­uð ó­sam­ræmi í stefnu skipu­lags­ins. Fjallað er um að draga úr nei­kvæðum áhrif­um bíla­um­ferðar – að við hönnun og skipu­lag umferð­ar­kerfis þurfi sér­stak­lega að huga að fjöl­breytt­ari sam­göngu­kostum sem stuðla að minni loft­mengun í bænum (og ­geta sparað hverju heim­ili fullt af pen­ing). Jafn­framt að almenn­ings­sam­göng­ur verði efldar með for­gangi vagna og að með skipu­lagi og upp­bygg­ingu vand­aðs ­göngu- og hjól­reiða­stíga­kerfis skuli unnið að því að draga úr bíla­um­ferð.

Þetta eru sann­ar­lega góð og gild mark­mið og lítið hægt annað en að vera sam­mála. Mót­sögnin felst hins­vegar í því að á meðan við hönn­um og skipu­leggjum byggð áfram í suður og suð­aust­ur, en eflum og styrkjum versl­un og þjón­ustu í norð­ur­hluta bæj­ar­ins, þá aukast fjar­lægðir og umferð inn­an­ bæj­ar­ins. Umferð­ar­teppur eins og við þekkjum þær vel við Reykja­nes­braut og víðar eru í raun heima­til­bú­inn vandi. Strætó­leiðir okkar hér innan bæjar eru heldur ekki nógu vel hann­að­ar, fara í hringi með óreglu­legum tíma og illa hægt að muna hvenær strætó kemur eða fer.

Til sam­an­burðar má nefna að í nýju aðal­skipu­lagi fyr­ir­ Reykja­vík er tekin ákvörðun um að 90% af upp­bygg­ingu fari fram inn­an­ ­borg­ar­markanna, nýtt land­nám fyrir ný hverfi heyrir nán­ast sög­unni til. Þetta er gert svo hægt sé að nýta betur skóla­hverfi og umferða­mann­virki og búa til­ raun­hæfar lausnir í almenn­ings­sam­gögn­um.

Borg­ar­línan og leið 1 – Strætó

Í dag er leið 1 úr Hafn­ar­firði og í Reykja­vík vel nýtt ­leið, en til að gera hana enn betri og raun­hæfan kost fyrir fleiri sem sækja vinnu, skóla eða frí­stundir í næstu sveit­ar­fé­lög þá þurfum við að fá fleiri ­ferðir og meiri for­gang fyrir strætó. Best væri að leið 1 gengi á 10 mín­útna fresti, að við upp­lifðum vagn­inn fara hratt fram­hjá bíla­röðum á anna­tíma – þannig að eig­in­legur sparn­aður í tíma og pen­ingum væri aug­ljós. Um leið værum við að draga úr mengun og stuðla að betra jafn­vægi í umhverfi okkar – til­ fram­tíð­ar.

Hvað skipu­lag byggðar varð­ar, þá þurfum við að tengja betur saman íbúa­byggð og þjón­ustu og snúa af þeirri braut að auka umferð í bænum Leiðin til þess er að þétta bæinn inn á við, nýta betur inn­viði og draga úr þörf fyrir bíla­um­ferð inn­an­bæj­ar. Almenn­ings­sam­göngur þarf jafn­framt að efla, ekki síst hvað varðar frí­stunda­starf barn­anna í bæn­um.

Þetta er ekki fjar­lægður draumur – þessi fram­tíð­ar­mynd ­getur með sam­stilltu átaki og skýrri sýn í skipu­lagi okkar Hafn­firð­inga orð­ið að veru­leika fyrr en síð­ar.

Höf­undur er vara­bæj­ar­full­trúi Bjartrar fram­tíðar í Hafn­ar­firði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None