Vonandi verða hræðsluáróðursvopnin lögð niður

Ál
Auglýsing

Margt bendir nú til þess að stjórn­endur í álveri Rio Tinto Alcan á Íslandi, hafi haldið uppi inni­halds­lausum hót­unum um að vinnu­stað­ur­inn myndi loka var­an­lega, ef það kæmi til verk­falls starfs­manna og fram­leiðslu­stöðv­unar. Kjara­deilan er enn óleyst, en verk­falli var frestað. 

Ekki er úti­lokað að hægt sé að grípa til ann­arra aðgerða til þess að knýja á um betri kjör, til dæmis með útflutn­ings­banni og yfir­vinnu­tak­mörk­un­um, að því er segir í Morg­un­blað­inu. Því fer fjarri að kjara­deilan sé leyst. 

Von­andi leggja stjórn­endur Rio Tinto Alcan alfarið niður öll hræðslu­á­róð­ursvopnin fyrir seinni umferð­ina í þessum hörðu deil­um. Þau vopn munu koma í bakið á stjórend­um, ef þeim er beitt. Álverið er algjör­lega háð starfs­fólki sínu og það er ekk­ert athuga­vert við það, að fólkið vilji fá kjara­bætur í takt við það sem ger­ist á almennum vinnu­mark­aði.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None