Auglýsing

Með reglulegu millibili hefur stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrás Bandaríkjamanna og bandalagsþjóða inn í Írak, í mars 2003, borist í tal á Alþingi. 

Nú síðast í dag svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrirspurnum Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um þessi mál, og sagði að líklega væri mesta tilefnið til þess að biðjast afsökunar á þátttöku stjórnvalda í hernaðaraðgerðum í Líbýu árið 2011, ef það ætti að gera það á annað borð. 

Fær vængi

Eins og í flestum, ef ekki öllum öðrum málum, bæði á Íslandi og í alþjóðastjórnmálum, þá er samhljómur á milli málflutnings Sigmundar Davíðs og síðan ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar. Þeir eru málefnalegir samherjar, að nær öllu leyti, og kannski fær hugmynd Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors, um að sameina Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, helst vængi þegar á þetta er litið.

Auglýsing

Í sjálfu sér þjónar litlum tilgangi að velta því upp, hvort íslensk stjórnvöld ætli sér að biðjast afsökunar á sínum þætti í þessum hildarleik sem innrásin í Írak reyndist vera. Þó mér sjálfum finnist það sjálfsagt, í ljósi veruleikans, þá liggur fyrir Ísland er lítið peð á taflborði alþjóðastjórnmála og hreyfir lítið við ákvörðunum stórþjóða þegar þær telja, með réttu eða röngu, að sér vegið.

Fullkomið klúður

Í magnaðri bók Thomas E. Ricks, blaðamannas Washington Post í málefnum varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, er atburðarásin í Íraksstríðinu rakin út frá hernaðarlegum ákvörðunum, og pólitískri stefnu Bandaríkjamanna. Helstu gögnin sem bókin byggir á eru tugþúsundir skjala sem geyma samskipti og upplýsingar um hernaðarstefnu sem hann komst yfir. 

Bókin er hófstillt í framsetningu, en í henni er mikill þungi, og nákvæmlega lýst hvers vegna innrásin í Írak, var klúður, eða Fiasco upp á enska tungu, sem jafnframt er titill bókarinnar

Helsærð þjóð bregst við

Það sem nú liggur fyrir, er að árásarstríðið í Írak og Afganistan var illa undirbúið viðbragð þjóðar, sem var helsærð eftir hryðjuverkaárásina 11. september 2001. Bókin sýnir þetta glöggt. 

Í afar áhugaverðu og persónulegu viðtali við George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við sjónvarpsstöð National Geographic í tilefni af því að tíu ár voru frá árásinni á Tvíburaturnanna í New York, þá segir hann frá því með sínum hætti, að árásin 11. september 2001, hafi breytt honum á einni nóttu í mann sem hafi fyrst og síðast einblínt á málefni innan Bandaríkjanna, í „stríðstíma“ forseta. „Þetta var eitthvað sem ætlaði mér aldrei,“ sagði Bush. Hann sagði í viðtalinu, að þessi atburður hefði „alveg um leið“, sett alla stjórnsýslu í stellingar átaka og stríðs. Allt var breytt, og hann segist hafa reynt fyrst og fremst að halda ró sinni, en það hafi ekki verið auðvelt. 


Enn verið að glíma við afleiðingarnar

Það er ekki hægt að greina í stuttu máli, hvernig stríðsátök magnast upp á mörgum árum, með tilheyrandi lýðræðisuppbroti, efnahagslegum þrengingum, spillingu og ofbeldi, en það ætti þó að halda því til haga, að allar yfirlýsingar ráðamanna í Bandaríkjunum, og Bretlandi líka, um að Íraksstríðið hefði unnist, voru ekki aðeins orðin tóm, heldur til vitnis um að þarna var fólk á ferðinni sem vissi ekki hvernig það átti að marka stefnuna úr erfiðum aðstæðum. 

Þetta var aðeins byrjunin á þróun sem nú, meira en áratug síðar, er enn alveg óleyst, og flestir eru sammála um að hafa haft skelfilegar hliðarverkanir, sem nú birtast í stríðinu í Sýrlandi og nágrannaríkjum, veikum innviðum og flótta milljóna manna. 

Það er ekki hægt að segja til um hvernig málin munu þróast með neinni vissu, en hið virta rit Foreign Policy greindi frá því í gær, að Bandaríkjaher væri nú að fjölga hermönnum í Írak vegna vaxandi spennu og átaka. 

Ekki sér enn fyrir endann á þessari skelfingu, þó vonin um frið sé enn á lífi.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None