Margt bendir nú til þess að stjórnendur í álveri Rio Tinto Alcan á Íslandi, hafi haldið uppi innihaldslausum hótunum um að vinnustaðurinn myndi loka varanlega, ef það kæmi til verkfalls starfsmanna og framleiðslustöðvunar. Kjaradeilan er enn óleyst, en verkfalli var frestað.
Ekki er útilokað að hægt sé að grípa til annarra aðgerða til þess að knýja á um betri kjör, til dæmis með útflutningsbanni og yfirvinnutakmörkunum, að því er segir í Morgunblaðinu. Því fer fjarri að kjaradeilan sé leyst.
Vonandi leggja stjórnendur Rio Tinto Alcan alfarið niður öll hræðsluáróðursvopnin fyrir seinni umferðina í þessum hörðu deilum. Þau vopn munu koma í bakið á stjórendum, ef þeim er beitt. Álverið er algjörlega háð starfsfólki sínu og það er ekkert athugavert við það, að fólkið vilji fá kjarabætur í takt við það sem gerist á almennum vinnumarkaði.