Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í gær fyrsta íslenska sundkonan til þess að komast á verðlaunapall á stórmóti, þegar hún varð í þriðja sæti í 100 metra baksundi á Evrópumótinu í 25 metra laug. Hún sló dagsgamalt Íslandsmet sitt um tæpa sekúndu með því að synda á 57,42 sekúndum.
Árangur Eyglóar er sérlega glæsilegur, og tímamótaárangur í þeim skilningi, að þarna er sundkona að ryðja nýjar brautir þegar kemur að árangri kvenna á stórmóti í sundi.
Að baki miklum árangri í einstaklingsíþróttum eins og sundi eru þrotlausar æfingar þar sem aginn er þarfur þjónn í átt að sífellt bættum markmiðum. Árangur Eyglóar sýnir að allt er hægt, ef agi og hæfileikar fara saman.
Til hamingju Eygló!
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar