Vopnaburður
lögreglunnar hefur verið mikið hitamál í Íslensku samfélagi síðustu vikur og
mánuði. Spurningar um hvar lögreglan á að geyma skotvopn, hver á að hafa aðgang
að þeim, með hvaða hætti er best að nálgast þær og hvenær er réttlætanlegt að
nota þær eru spurningar sem nú brenna á mörgum. Reynum við sem samfélag eftir
bestu getu að svara þeim. Samt hefur ríkt ríkt þögn frá þeim aðilum sem í
lýðræðislegu samfélagi ættu að fagna allri umræðu um málið. En þeir aðilar eru
lögreglan og Innanríkisráðneytið,sem hefur yfirumsjón með lögreglunni.
Öll viljum við svör við spurningum sem brenna á okkur í þessu erfiða máli, því
þarna erum við að ræða grundvallar breytingar á því hvernig hin almenni borgari
sér lögregluna. Persónulega væri ég til í að fá svör við fjölda spurninga sem
brenna á mér um þetta mál og ég veit að ég er ekki sá eini sem langar að vita
svör við þessum spurningum um framtíð sambands hins almenna borgara við hin
almenna lögreglumann hér á landi. Sumsé svör við hvort við viljum sjá lögreglu
sem á auðvelt með að ná í vopn og þar með getur mögulega átt það í hættu á að
nota þau þegar ekki á við eða viljum við lögreglu sem þarf sérstaklega að kalla
eftir því að vopnum sé komið til þeirra sem lengir þá bið tímann þar til
lögrelgan getur brugðist við?
Hvernig virka þessir vopnakassar sem eru í bílunum? Hversu auðvelt er fyrir
lögreglumann að opna kassann án samþykkis yfirmanns síns? Hveru oft er breytt
um aðgangsorð á kassanum og hversu líklegt er það að yfirmaður sé að fara neita
almennum lögreglumanni að nota skotvopn eftir að beiðni hefur borist? Hvenær á
síðustu 10 árum hefur sú staða komið upp að lögreglan hafi ekki getað beðið
eftir skotvopnum frá sérsveitinni?
Þessar spurningar og fleiri brenna á mér og samfélaginu í heild en æpandi
þögnin sem heyrist frá lögreglu og ráðuneyti gerir það að verkum að við fáum
ekki svör. Milli lögreglu og borgara þarf að ríkja traust og lögreglan þarf að
vera í virku samtali við borgara til þess að tryggja það traust. Óska ég því
hér með eftir því að lögreglan og ráðuneytið svari þessum spurningum með öðru
en bara því að „þetta eigi sér langan aðdraganda og að ekki séu um að ræða
aukingu i vopnabúri lögreglunar“. Með samræðunni einni getur nauðsynlegt traust
ríkt á milli lögrelunnar og borgaranna sem hún á að vernda.
Höfundur er fyrrverandi formaður
Hallveigar - Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík. Grein þessi byggir á persónulegum skoðunum höfundar og endurspeglar ekki
samþykkta stefnu félagsins.