Andleg br***stíflugremja

Auglýsing

Undanfarin misseri hef ég klórað mér í kollinum. Ég er ekki með lús og ég er ekki með áberandi flösuvandamál. Ég hef klórað mér í kollinum yfir ótrúlegri yfirborðsgremju í opinberri umræðu í garð trúar, trúarbragða og sér í lagi Þjóðkirkjunnar.  Ég opna ekki blaðið, og alls ekki Fréttablaðið, án þess að þar sé einhver að fá útrás fyrir, að því er virðist, gífurlegan uppsafnaðan pirring gagnvart trú, kristindómi og kirkju. Ég klóra mér í kollinum sumpart vegna þess að ég tengi ekki við þennan pirring. Ég hef lengi verið viðloðandi kirkjustarf í Þjóðkirkjunni og sé ekkert nema fremur saklaust starf sem þar fer fram. Kannski ekki alltaf nógu spennandi. En saklaust. 

Ég sé heldur ekki allt óréttlætið sem fólk sér í því að ríkið skuli hafa milligöngu um innheimtu á félagsgjöldum í trúar og lífsskoðunarfélög. Það er, þrátt fyrir allt, mikill félagsauður í frjálsum félagasamtökum og mannræktarstarfi lífsskoðunarfélaga. Ég viðurkenni að það er ekki sanngjarnt að þau sem standa utan allra trúar og lífskoðunarfélaga þurfi samt að greiða 10 þúsund krónur á ári í ríkissjóð. Það má laga. En það er til stærra óréttlæti, í alvöru, og ég held að sú mikla gremja sem sé í loftinu hljóti að snúast um eitthvað annað heldur en tíu þúsund krónur á ári. Gott og vel. En hvað skyldi það þá vera?

Mannkynssagan sýnir að maðurinn er andleg og trúarlega vera sem reisir sér tilbeiðslustaði sem víðast hann getur. Það er eitthvað innra með manninum sem virðast leiða hann í sífellu að andlegum iðkunum og trúarlegum athöfnum. Við höfum flest þennan andlega streng í brjósti, kannski í mismiklum mæli, á sama hátt og við höfum öll þörf fyrir að vera skapandi, en bara í mismiklum mæli.

Auglýsing

Breytingar

Og hér kemur mín kenning. Fólk þráir að því sé klórað í andlega kláðann sinn, vill ekkert meira en að óslökkvandi andlegum þorsta þess sé svalað. En trúarbrögðin, þar með talið kirkjan, urðu til á öðrum tímum en okkar. Eitt sinn voru túlkanir þeirra á andlegri reynslu, athafnir þeirra og aðferðir virkir árfarvegir sem báru áfram lifandi vatn. En í dag þá fjölgar í hópi þeirra sem geta ekki tengt lengur við táknmyndir trúarbragðanna. Þau vita kannski ekki einu sinni að um tákn er að ræða, heldur taka þeim bókstaflega og draga þess vegna ekki úr þeim næringu. Niðurstaðan verður æ oftar sú að fólki finnst því ekki klórað í trúarlega kláðann og upplifir að andlegum þorsta þess sé ekki svalað. Á sama tíma er Þjóðkirkjan vissulega til staðar og fólk rífst við hana í von um að fá svör og lemur á henni til að hefna sín fyrir að hún skuli gefa sig út fyrir að vera bak-klóra lífsins kláða og brunnur fyrir þyrsta til að drekka af.  

Manneskjan hefur, eins og ég áður sagði, djúpa löngun og mikla þrá í andlegu tilliti. En eins og hjá elskhuga sem hefur verið hafnað eða mætt af sinnuleysi þá getur þráin umbreyst í gremju, óþol, jafnvel hatur ef henni er ekki rétt mætt.

Nýtt orð

Fyrir mörgum árum síðan var tengdamamma mín að horfa á sjónvarpið og heyrði þar í fyrsta sinn orð sem lét hana hlæja óstjórnlega. Orðið var „brundstíflugremja“. Ég vil taka það fram að ég veit að það er mjög dónalegt og óheflað að nota þetta orð í grein. Mér til afsökunar þá lærði ég það hjá tengdamömmu minni og hún lærði það af íslensku sjónvarpsleikriti. Brundstíflugremja er frekar gegnsætt orð en það vísar sem sagt til karlmanns sem hefur í langan tíma þráð kynlíf en fær hvergi þeirri þörf svalað. Greddan umbreytist í gremju, brundstíflugremju.

Og það sem ég er að segja er þetta: Sæmilegur hluti fólks á Íslandi, líklega í heiminum, þjáist af andlegri brundstíflugremju. Það langar í andlega fró en það fær hana ekki. Og nú fer það um, sótbrjálað að tína til einhverjar sannanir fyrir því að Þjóðkirkjan sé einhver hræðilegasta stofnun sem algeimurinn hefur fætt af sér. En Þjóðkirkjan er ekki hræðileg og hún er ekki tákngervingur óréttlætis. Hún er tákngervingur ósvalaðrar þarfar. Og í hvert sinn sem brundstíflugramur maður sér kirkju, og af þeim er nóg á íslandi, þá er hann minntur á það sem hann hefur svo lengi þráð en ekki enn fengið: Andlega svölun. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None