Andleg br***stíflugremja

Auglýsing

Und­an­farin miss­eri hef ég klór­að mér í koll­in­um. Ég er ekki með lús og ég er ekki með áber­andi flösu­vanda­mál. Ég hef klórað mér í koll­inum yfir ótrú­legri yfir­borðs­gremju í opin­berri umræðu í garð trú­ar, trú­ar­bragða og sér í lagi Þjóð­kirkj­unn­ar.  Ég opna ekki blað­ið, og alls ekki Frétta­blað­ið, án þess að þar sé ein­hver að fá útrás fyr­ir, að því er virð­is­t, gíf­ur­legan upp­safn­aðan pirr­ing gagn­vart trú, krist­in­dómi og kirkju. Ég klór­a mér í koll­inum sum­part vegna þess að ég tengi ekki við þennan pirr­ing. Ég hef ­lengi verið við­loð­andi kirkju­starf í Þjóð­kirkj­unni og sé ekk­ert nema frem­ur sak­laust starf sem þar fer fram. Kannski ekki alltaf nógu spenn­andi. En sak­laust. 

Ég sé heldur ekki allt órétt­lætið sem fólk sér í því að ríkið skuli hafa milli­göngu um inn­heimtu á félags­gjöldum í trúar og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Það er, þrátt fyrir allt, mik­ill félag­s­auður í frjálsum félaga­sam­tökum og ­mann­rækt­ar­starfi lífs­skoð­un­ar­fé­laga. Ég við­ur­kenni að það er ekki sann­gjarnt að þau sem standa utan allra trúar og líf­skoð­un­ar­fé­laga þurfi samt að greiða 10 ­þús­und krónur á ári í rík­is­sjóð. Það má laga. En það er til stærra órétt­læti, í al­vöru, og ég held að sú mikla gremja sem sé í loft­inu hljóti að snú­ast um eitt­hvað annað heldur en tíu þús­und krónur á ári. Gott og vel. En hvað skyld­i það þá vera?

Mann­kyns­sagan sýnir að mað­ur­inn er and­leg og trú­ar­lega vera sem reisir sér til­beiðslu­staði sem víð­ast hann ­get­ur. Það er eitt­hvað innra með mann­inum sem virð­ast leiða hann í sífellu að and­legum iðk­unum og trú­ar­legum athöfn­um. Við höfum flest þennan and­lega streng í brjósti, kannski í mis­miklum mæli, á sama hátt og við höfum öll þörf fyrir að vera skap­andi, en bara í mis­miklum mæli.

Auglýsing

Breyt­ingar

Og hér kemur mín kenn­ing. Fólk þráir að því sé klórað í and­lega kláð­ann sinn, vill ekk­ert meira en að óslökkvandi and­legum þorsta þess sé sval­að. En ­trú­ar­brögð­in, þar með talið kirkj­an, urðu til á öðrum tímum en okk­ar. Eitt sinn voru túlk­anir þeirra á and­legri reynslu, athafnir þeirra og aðferðir virkir árfar­veg­ir ­sem báru áfram lif­andi vatn. En í dag þá fjölgar í hópi þeirra sem geta ekki tengt lengur við tákn­myndir trú­ar­bragð­anna. Þau vita kannski ekki einu sinni að um tákn er að ræða, heldur taka þeim bók­staf­lega og draga þess vegna ekki úr þeim nær­ingu. Nið­ur­staðan verður æ oftar sú að fólki finnst því ekki klórað í trú­ar­lega kláð­ann og upp­lifir að and­legum þorsta þess sé ekki sval­að. Á sama ­tíma er Þjóð­kirkjan vissu­lega til staðar og fólk rífst við hana í von um að fá svör og lemur á henni til að hefna sín fyrir að hún skuli gefa sig út fyrir að vera bak-klóra lífs­ins kláða og brunnur fyrir þyrsta til að drekka af.  

Mann­eskjan hef­ur, eins og ég áður sagði, djúpa löngun og ­mikla þrá í and­legu til­liti. En eins og hjá elsk­huga sem hefur verið hafnað eða ­mætt af sinnu­leysi þá getur þráin umbreyst í gremju, óþol, jafn­vel hatur ef henni er ekki rétt mætt.

Nýtt orð

Fyrir mörgum árum síðan var tengda­mamma mín að horfa á sjón­varpið og heyrði þar í fyrsta sinn orð sem lét hana hlæja óstjórn­lega. Orðið var „brundstíflugremja“. Ég vil taka það fram að ég veit að það er mjög dóna­legt og óheflað að nota þetta orð í grein. Mér til afsök­unar þá lærði ég það hjá tengda­mömmu minni og hún lærði það af íslensku sjón­varps­leik­rit­i. Brundstíflugremja er frekar gegn­sætt orð en það vísar sem sagt til karl­manns ­sem hefur í langan tíma þráð kyn­líf en fær hvergi þeirri þörf sval­að. Gredd­an um­breyt­ist í gremju, brundstíflugremju.

Og það sem ég er að segja er þetta: Sæmi­legur hluti fólks á Íslandi, lík­lega í heim­in­um, þjá­ist af and­legri brundstíflugremju. Það langar í and­lega fró en það fær hana ekki. Og nú fer það um, sót­brjálað að tína til ein­hverjar sann­anir fyrir því að Þjóð­kirkjan sé ein­hver hræði­leg­asta stofnun sem algeim­ur­inn hefur fætt af sér. En Þjóð­kirkj­an er ekki hræði­leg og hún er ekki tákn­gerv­ingur órétt­læt­is. Hún er tákn­gerv­ing­ur ósval­aðrar þarf­ar. Og í hvert sinn sem brundstíflugramur maður sér kirkju, og af þeim er nóg á íslandi, þá er hann minntur á það sem hann hefur svo leng­i ­þráð en ekki enn feng­ið: And­lega svöl­un. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None