Að hneykslast á hneykslun yfir bröndurum Dóra DNA

Auglýsing

Ég fann hvernig mín eigin hneykslun magnaðist þegar ég las Face­book færslu þar sem var hneyksl­ast á bröndurum Dóra DNA á Snapchat - aðgang­i Nova. Bara einum degi áður hafði sama mann­eskja hneyksl­ast á dekkja­auglýsing­u Dekk­verks. Ég var hneykslaður á hneyksl­un­inn­i og svo hefði bara ein­hver þurft að vera hneykslaður á minni hneykslun og þar með hefði verið sett fram gott hneykslcept­ion.

Að mínu mati stormaði óvenju margt um í vatns­glas­inu í síðustu viku en þó fór afsökun­ar­beiðni Nova á bröndur­um Dóra DNA mest fyrir brjóstið á mér. Það er vegna þess að löngum hefur mér þótt fyr­irtækið frekar töff. Nova byggði upp vinsældir sínar á því að nálgast ungt fólk, bjóða því að hringja í raun frítt sín á milli­ og gefa skít í það hvort hægt væri að hringja í for­eld­rana undir slagorðinu stærsti skemmtistaður í heimi. Þetta var ferskt, nýtt fyr­irtæki sem var framsækið á margan hátt, bauð upp á góða og umfram allt skemmti­lega þjónustu ásamt því að fara óhefðbundn­ar ­leiðir í markaðssetn­ing­u með trúbadorum á þjóðhátíð og þar fram eftir götum.

Ælir ekki alltaf ein­hver á stærsta skemmtistað í heimi?

Und­an­farið ár hefur mér þó fund­ist ákveðinn­ ­stofn­ana­bragur færast ­yfir Nova í takt við það sem maður ­finnur helst fyrir hjá Síman­um, Voda­fone og rótgrónum ­fyr­irtækjum á öðrum mörkuðum. Ég hef ekki náð að festa fingur á hvers vegna þessi til­finn­ing leitar á mig þar til núna.

Auglýsing

Ein­hvern ­veg­inn hefði maður haldið að þegar maður rekur stærsta skemmtistað í heim­i ­geri maður sér grein fyrir því að ein­hverjum muni ekki líka tónlist­in. En einnig að í fyll­ing­u tímans muni ein­hver fara yfir strikið, gera eitt­hvað óviðeig­andi í partýinu. Það er ein­fald­lega hluti af prógramm­in­u. Cost of doing business, eins og maður segir á góðri íslensku.

Án þess að leggja neitt gild­is­mat á það hvort að brand­arar Dóra hafi farið yfir strikið finnst mér ótrúlega sorg­legt þegar fyr­irtæki eins framsækið og Nova biðst afsökunar um leið og rétttrúnaðarkórinn hefur söng sinn. Að fyr­irtæki ­sem byggir sérstöðu sína á því að taka sig ekki of hátíðlega láti jafn auðveld­lega undan örfáum hræðum sem hneyksl­ast á einu máli fyrir hádeg­i og öðru eftir hádegi.

Hlut­i af stærra ­vandamáli

Það er hins vegar ekki svo að skilja að Nova sé eitt um slíkt heldur er þetta öllu stærra vandamál því á und­anförnum árum hefur mér þótt íslensk fyr­irtæki vera ein­stak­lega viðkvæm fyrir pólitískum rétttrúnaði og hrædd við að standa í lapp­irn­ar. Þó að ein­hver hneyks­list á sá hinn sami ekk­ert til­kall til afsökun­ar­beiðni. ­Fyr­irtæki ættu að hug­leiða það vel hvort hneyksl­anin eigi rétt á sér eða skipti máli fyrir grunnkúnnahópinn áður en beðist er afsökun­ar. Þau ættu að velta því fyrir sér hvort vörumerkið bíði hnekki af því að láta und­an.

Sjálfur er ég senni­lega einn traustasti viðskipta­vin­ur Dom­inos og Vífil­fells á Ísland­i auk þess sem seint verður ofsögum ­sagt af ást minni á App­le-vörum. Þá fer ég yfir­leitt á sama skemmtistað, drekk sömu ­teg­und­ina af bjór og hef aldrei skipt um banka. Nova hefur síðan verið eitt af þeim fyr­irtækjum sem hafa höfðað sérstak­lega til mín. Núna er hins vegar lítið eftir sem heldur í mig og ég vona Nova vegna að ég sé einn um þessa skoðun, en mig grunar reyndar að svo sé ekki. Ég held að það væri ­miklu farsælla ­fyrir íslensk fyritæki að hafa hug­rekki til þess að standa með sjálfum sér, því fyrir mér þá missa þau sérstöðu sína um leið og þau ­reyna að geðjast öllum. Þess ­vegna skora ég á Nova og önnur íslensk ­fyr­irtæki að láta ekki jafn auðveld­lega undan hinum pólitíska rétttrúnaði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None