Lítið álver á að fara rísa við Hafursstaði - Hvað eru Kínverjarnir að hugsa?

Kína
Auglýsing

Klappir Develop­ment ehf. í sam­starfi við Kín­verska fjár­festa - þar sem vafa­lítið er stutt í kín­verska ríkið - vilja reisa 120 þús­und tonna álver við Haf­urs­staði í Skaga­byggð. Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi sem nú er til með­ferðar á Alþingi, þá er gert ráð fyrir að rík­is­sjóður leggi und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins til 30 millj­ónir króna. For­svars­menn Klappa höfðu áður beðið um 70 millj­ón­ir, til að kanna ýmsa þætti verk­efn­is­ins. Óhætt er að segja að þeir séu bjart­sýnir á að álverið verði að veru­leika, því í við­tali við Morg­un­blaðið 23. nóv­em­ber lét Ingvar Unn­steinn Skúla­son, for­svars­maður Klappa, hafa eftir sér að ef ekk­ert óvænt gerð­ist þá yrði til­kynnt um bygg­ingu álvers­ins næsta vor, eða eftir innan við hálft ár. 

Þetta verður að telj­ast með nokkrum ólík­ind­um, í ljósi aðstæðna í áliðn­aði þessa dag­ana. Álverð hefur hríð­fallið að und­an­förnu, og stærstu álf­ram­leið­endur heims­ins hafa hag­rætt í rekstri. Þannig hefur Rio Tin­to, sem rekur álver í Straums­vík, lokað fjórum álverum á sex árum og selt eign­ar­hluti í fjórum öðr­um.

Stjórn­endur Rio Tinto hafa enn fremur upp­lýst um að álverið sé rekið með tapi þessa dag­ana. 

Auglýsing

Nú skal ekk­ert full­yrt um hvernig rekst­ur­inn muni ganga í álver­inu við Haf­urs­staði - ef það mun rísa - en margt vekur upp spurn­ing­ar. Til dæmis yrði þetta 120 þús­und tonna álver eitt það minnsta í heimi, í iðn­aði þar sem stærð­ar­hag­kvæmni hefur verið leið­ar­ljós í rekstr­ar­þróun und­an­farna ára­tugi. Álver hafa verið sífellt að stækka, og nýbygg­ingar á 120 þús­und tonna álverum þekkj­ast varla.

Ál.

Þegar for­sendur verk­efn­is­ins eru skoð­að­ar, hlýtur kast­ljósið að bein­ast að því á hvaða verði raf­orka verður keypt. Varla kemur til álita að nið­ur­greiða stór­kost­lega raf­orku í þetta litla álver, á hefð­bundna mæli­kvarða?Það hlýtur að skýr­ast innan tíðar hverjar eru for­sendur þessa verk­efn­is, og þá hvort það verður að veru­leika. Kín­verjar eru oft sagðir vera að hugsa marga leiki fram í tím­ann, þegar þeir taka við­skipta­á­kvarð­an­ir, og ekki síst þess vegna er aðkallandi að leggja öll spilin á borðið sem varða þetta verk­efni.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None