Þær fregnir sem bárust í gærkvöldi af kosningum í Frakklandi voru sumpart hughreystandi. Í fyrri umferð kosninganna fyrir viku stefndi í stórsigur Þjóðfylkingar Marine Le Pen og félaga hennar, hægri öfgaflokks sem virtist ætla að fagna sigri í þessum fyrstu kosningum eftir hryðjuverkaárásirnar í París fyrir rétt rúmum mánuði síðan.
En í gær virðist sem kjósendur hafi flykkst á kjörstaði víða um land í þeim tilgangi að tryggja að Le Pen og félagar næðu ekki meirihluta í héröðunum. Kjörsóknin var miklu meiri en í fyrri umferðinni fyrir viku. Stjórnmálaleiðtogar annarra flokka hafa fagnað þessari niðurstöðu og því að tekist hafi að halda Le Pen frá þessum völdum. Fögnuðurinn er þó óttablandinn, enda lítur út fyrir að Þjóðfylkingin hafi þrátt fyrir ósigur fengið metfjölda atkvæða, um sex milljónir allt í allt. Það þurfti líka samstöðu allra hinna flokkanna til að halda þeim frá völdum.
En í gær virðist sem kjósendur hafi flykkst á kjörstaði víða um land í þeim tilgangi að tryggja að Le Pen og félagar næðu ekki meirihluta í héröðunum. Kjörsóknin var miklu meiri en í fyrri umferðinni fyrir viku. Stjórnmálaleiðtogar annarra flokka hafa fagnað þessari niðurstöðu og því að tekist hafi að halda Le Pen frá þessum völdum. Fögnuðurinn er þó óttablandinn, enda lítur út fyrir að Þjóðfylkingin hafi þrátt fyrir ósigur fengið metfjölda atkvæða, um sex milljónir allt í allt. Það þurfti líka samstöðu allra hinna flokkanna til að halda þeim frá völdum.
Baráttan gegn hægri öfgunum er því langt frá því að vera búin í Frakklandi frekar en svo víða annars staðar í Evrópu. Því miður virðist hún heldur rétt að byrja. Samstaðan gegn öfgunum gefur þó góða von á tímum þar sem vonar er þörf.