John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með ráðherrum nokkurra ríkja í París í gær, til að ræða hvernig mætti stilla til friðar í Sýrlandi, þar sem nú er stríðsástand.
Fundinn sátu meðal annars ráðherrar og ráðgjafar frá Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Sádí Arabíu, Jórdanínu og Tyrkandi.
Á vef New York Times var bent á þá leiðu staðreynd, að engin kona var við borðið þar sem þessi alvarlegu mál voru rædd. Hvorki í framvarðasveit ráðherra, né ráðgjafa þeirra.
Auglýsing
Það er margt sem við mannfólkið eigum ólært ennþá, svo mikið er víst...