Broddflugan Björk - Vindhögg Jóns skilur ekkert eftir sig

Björk Guðmundsdóttir
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fór mik­inn þegar hann gagn­rýndi Björk Guð­munds­dótt­ur. Gagn­rýni Jóns á Björk kom í kjöl­far þess að hún kall­aði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, sveitalubba í við­tali við Sky-­sjón­varps­stöð­ina. Sagði Jón meðal ann­ars að Björk væri „frekar dauf til augn­anna á bak við grímuna“.

Hann spurði enn fremur hvort Björk borg­aði skatta á Íslandi.

Guð­mundur Gunn­ars­son, faðir Bjark­ar, hefur upp­lýst um að hún borgi skatta á Íslandi, og benti rétti­lega á það í stöðu­færslu á Face­book, að Björk hefði með ýmsum hætti unnið að hags­munum Íslands. Það er erfitt að mæla hennar fram­lag til fulls, en lík­lega er óhætt að segja eng­inn einn ein­stak­lingur hafi gert meira fyrir orð­spor Íslands erlendis en Björk. 

Auglýsing

Áhrifin eru auk þess öll jákvæð og djúp­stæð, og það er mik­ill mis­lestur hjá Jóni ef hann heldur að brodduflugu­gagn­rýni lista­manns­ins Bjarkar á stjórn­mála­menn á Íslandi, sé ekki hluti af þeim jákvæðu áhrif­um. 

Annað sem setur gagn­rýni Jóns á Björk í merki­legt sam­hengi, er að skoða það út frá póli­tískum veru­leika Jóns sjálfs. Hann telur sig til­heyra flokki sem stendur vörð um frelsi ein­stak­lings og upp­hefur ein­stak­lings­fram­tak­ið, og það með réttu. Fátt er holl­ara sam­fé­lögum en athafna­skáld, sem með jákvæðri fram­tak­semi auðga mann­líf­ið. 

Björk - í allri sinni dýrð - er lík­lega áhrifa­mesta einka­fram­tak Íslands­sög­unn­ar, og þó víðar væri leit­að. Það þarf ekk­ert að efast um inni­stæð­una hjá henni. Nær­tækt er að nefna að hún var í fjórt­ánda sinn til­efnd til Grammy verð­launa á dög­un­um, og áhrif hennar í lista­heim­inum aukast sífellt. Engin Íslend­ingur kemst með tærnar þar sem hún hefur hæl­ana.

Jón má alveg gagn­rýna Björk eins og aðr­ir, en það verður að telj­ast und­ar­legt að hann skuli ekki hafa neitt mál­efna­legra fram að færa en að segj­ast ekk­ert skilja í henni, og að hún sé „dauf­leg til augn­anna“. Hvað er Jón að fara með þessu? Það felst ekki mikil virð­ing fyrir einka­fram­taki hennar í þessum orð­um.

Lík­lega er algjör óþarfi að velta því fyrir sér hvað Jóni gekk til, og líta á þetta frekar sem hvert annað vind­högg sem ekk­ert skilur eftir sig. Annað en hið aug­ljósa, að broddur í gagn­rýni Bjarkar er beittur og hittir beint í mark.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None