Broddflugan Björk - Vindhögg Jóns skilur ekkert eftir sig

Björk Guðmundsdóttir
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fór mik­inn þegar hann gagn­rýndi Björk Guð­munds­dótt­ur. Gagn­rýni Jóns á Björk kom í kjöl­far þess að hún kall­aði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, sveitalubba í við­tali við Sky-­sjón­varps­stöð­ina. Sagði Jón meðal ann­ars að Björk væri „frekar dauf til augn­anna á bak við grímuna“.

Hann spurði enn fremur hvort Björk borg­aði skatta á Íslandi.

Guð­mundur Gunn­ars­son, faðir Bjark­ar, hefur upp­lýst um að hún borgi skatta á Íslandi, og benti rétti­lega á það í stöðu­færslu á Face­book, að Björk hefði með ýmsum hætti unnið að hags­munum Íslands. Það er erfitt að mæla hennar fram­lag til fulls, en lík­lega er óhætt að segja eng­inn einn ein­stak­lingur hafi gert meira fyrir orð­spor Íslands erlendis en Björk. 

Auglýsing

Áhrifin eru auk þess öll jákvæð og djúp­stæð, og það er mik­ill mis­lestur hjá Jóni ef hann heldur að brodduflugu­gagn­rýni lista­manns­ins Bjarkar á stjórn­mála­menn á Íslandi, sé ekki hluti af þeim jákvæðu áhrif­um. 

Annað sem setur gagn­rýni Jóns á Björk í merki­legt sam­hengi, er að skoða það út frá póli­tískum veru­leika Jóns sjálfs. Hann telur sig til­heyra flokki sem stendur vörð um frelsi ein­stak­lings og upp­hefur ein­stak­lings­fram­tak­ið, og það með réttu. Fátt er holl­ara sam­fé­lögum en athafna­skáld, sem með jákvæðri fram­tak­semi auðga mann­líf­ið. 

Björk - í allri sinni dýrð - er lík­lega áhrifa­mesta einka­fram­tak Íslands­sög­unn­ar, og þó víðar væri leit­að. Það þarf ekk­ert að efast um inni­stæð­una hjá henni. Nær­tækt er að nefna að hún var í fjórt­ánda sinn til­efnd til Grammy verð­launa á dög­un­um, og áhrif hennar í lista­heim­inum aukast sífellt. Engin Íslend­ingur kemst með tærnar þar sem hún hefur hæl­ana.

Jón má alveg gagn­rýna Björk eins og aðr­ir, en það verður að telj­ast und­ar­legt að hann skuli ekki hafa neitt mál­efna­legra fram að færa en að segj­ast ekk­ert skilja í henni, og að hún sé „dauf­leg til augn­anna“. Hvað er Jón að fara með þessu? Það felst ekki mikil virð­ing fyrir einka­fram­taki hennar í þessum orð­um.

Lík­lega er algjör óþarfi að velta því fyrir sér hvað Jóni gekk til, og líta á þetta frekar sem hvert annað vind­högg sem ekk­ert skilur eftir sig. Annað en hið aug­ljósa, að broddur í gagn­rýni Bjarkar er beittur og hittir beint í mark.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None