Fyrir liggur að næsta ár verður krefjandi í rekstri sveitarfélaga á Íslandi. Hækkun launa mun þyngja grunnreksturinn verulega, hjá bæði litlum og stórum sveitarfélögum. Til að setja hækkanirnar í samhengi, þá áætlar Samband íslenskra sveitarfélaga að launakostnaður muni hækka um 21 milljarð króna milli ára.
Aftur á móti er gert ráð fyrir að aukinn hagvöxtur og umsvif í atvinnulífi muni auka skattekjur sveitarfélaga um 28 milljarða króna, samkvæmt því sem fram kom í Morgunblaðinu í gær.
Vonandi mun það ganga eftir, að tekjur aukist þetta mikið. Ekkert er þó sjálfgefið í þeim efnum. Kostnaðurinn mun hins vegar hækka, alveg sama hvað, og sveitarfélögin verða að kafa ofan í reksturinn til að sjá hvernig megi ná endum saman.
Vonandi verða hagsmunir íbúa hafðir að leiðarljósi í þeim efnum, og þjónustu haldið eins og góðri og kostur er.