Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, lét hafa eftir sér þau ummæli á dögunum, að nauðsynlegt væri að kafa ofan í það, hvers vegna hér á landi væru muni fleiri öryrkjar en á hinum Norðurlöndunum.
Vigdís sagði að öryrkjar hér á landi væru um 9 prósent af vinnubæru fólki en á hinum Norðurlöndunum væru hlutföllin 2,2 til 2,3 prósent.
Engin gögn styðja fullyrðingu Vigdísar, heldur þvert á móti sýna þær samantektir, sem Vinnumálastofnun lagði fyrir fjárlaganefnd, og sýnd voru í frétt RÚV, að tölurnar sem Vigdís talaði um áttu sér enga stoð í raunveruleikanum.
Vigdís ætti að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á þessum rangindum sem hún hélt fram, og venja sig við það framvegis.