Þó Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hafi fagnað því að fá 1.250 milljóna króna viðbótarframlag á fjárlögum fyrir næsta ár, þá er margt ennþá ekki eins og það á að vera á spítalanum, samkvæmt hans eigin orðum. Það vantar fjármagn og líka fleiri starfsmenn.
Það er sár vöntun á hjúkrunarfræðingum, en vilji er til þess að ráða um 100 hjúkrunarfræðinga á spítalann, en þeir eru einfaldlega ekki boði, að því er hann sagði í viðtali við RÚV.
Páll segir að það sé því miður þannig, að stundum þurfi að vera með mjög þreyttan starfsmann á vakt, sem er að taka viðbótarvaktir, vegna þess að það sé enginn annar í boði.
Ekki er hægt að segja annað en að þetta sé óásættanleg með öllu. Vonandi tekst að leysa úr þessum vanda spítalans, sem allra fyrst. Landsmenn eiga það skilið, að þetta mál sé tekið alvarlega.