Að undanförnu hafa ítrekað komið fram greiningar og spár sem benda til þess að fasteignaverð muni hækka nokkuð skarpt, á næstu misserum. Á næstu þremur árum mun hækkunin verða um 30 prósent að nafnvirði, samkvæmt spá greiningardeildar Arion banka.
Nokkurt ójafnvægi virðist vera á markaðnum, þar sem íbúðafjárfesting hefur dregist saman að undanförnu, þrátt fyrir að eftirspurn sé vaxandi, einkum eftir litlum og meðalstórum íbúðum.
Þetta getur væntanlega haft þau áhrif, að framboð eykst ekki nægilega hratt í takt við vaxandi eftirspurn, sem getur þrýst verðinu enn meira upp á við en spárnar gera ráð fyrir.
Margt bendir til þess að húsnæðismálaflokkurinn sé stjórnmálaflokkunum afar erfiður, þó markaðsþróuninni á markaðnu sé ekki stýrt beint af yfirvöldum. Margar aðgerðir, til dæmis er varða byggingarkostnað og byggingaráform, geta hins vegar leitt til meira jafnvægis ef þær eru rétt útfærðar.
Líklegt má telja að húsnæðismálaflokkurinn verði stór kosningamál fyrir kosningarnar 2017, alveg eins og hann var árið 2013. Þá var það helst hópurinn sem fór illa úr úr hruninu sem var fremst í forgangsröðinni en nú er það hópurinn sem er að koma út á markaðinn í fyrsta sinn sem virðist kalla eftir aðgerðum.
Nokkurt ójafnvægi virðist vera á markaðnum, þar sem íbúðafjárfesting hefur dregist saman að undanförnu, þrátt fyrir að eftirspurn sé vaxandi, einkum eftir litlum og meðalstórum íbúðum.
Þetta getur væntanlega haft þau áhrif, að framboð eykst ekki nægilega hratt í takt við vaxandi eftirspurn, sem getur þrýst verðinu enn meira upp á við en spárnar gera ráð fyrir.
Margt bendir til þess að húsnæðismálaflokkurinn sé stjórnmálaflokkunum afar erfiður, þó markaðsþróuninni á markaðnu sé ekki stýrt beint af yfirvöldum. Margar aðgerðir, til dæmis er varða byggingarkostnað og byggingaráform, geta hins vegar leitt til meira jafnvægis ef þær eru rétt útfærðar.
Líklegt má telja að húsnæðismálaflokkurinn verði stór kosningamál fyrir kosningarnar 2017, alveg eins og hann var árið 2013. Þá var það helst hópurinn sem fór illa úr úr hruninu sem var fremst í forgangsröðinni en nú er það hópurinn sem er að koma út á markaðinn í fyrsta sinn sem virðist kalla eftir aðgerðum.
Fróðlegt verður að sjá hvernig framvindan verður í þessum málaflokki á komandi ári.