Annus Condor

Björn Valur Gíslason
Auglýsing

Þeg­ar við gerum upp árið horfum gjarnan nær okkur við slíkt og til þeirra sem standa okkur næst. Það er skilj­an­legt. Við verðum samt í leið­inni að gæta þess líta til sam­fé­lags­ins alls og reyna að leggja mat á hvort okkur hafi miðað eitt­hvað úr stað. Skoð­anir okkar á því hvort árið var gott eða ekki eru því skiptar og ráð­ast af eigin hag­munum í bland við líf­sýn okk­ar. Það má þess vegna búast við því að það sem einum þótti vera gott ár þyki öðrum vera mið­ur. Til að leggja ­mat á árið og reyna að átta mig á því hvernig árið 2015 þá ákvað ég að setj­ast og rifja upp það sem ég man eftir að mark­verð­ast hafi gerst á árinu, án þess að ­leita á net­inu. Minnið er ekki óskeik­ult og án vafa margt sem hefur gleymst. En ­sam­kvæmt þess­ari óvís­inda­legu aðferð var árið 2015 svona:

Auglýsing
 • Þetta var árið sem rit­stjóri DV neit­aði því að vera fram­sókn­ar­maður

 • Þetta var árið sem fyrrum rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins við­ur­kenndi að hafa njósnað um sam­landa sína og fram­selt öðru ríki upp­lýs­ingar um þá

 • Þetta var árið sem for­sæt­is­ráð­herra greiddi 8 millj­ónum lægri skatta en áður vegna afnáms auð­legð­ar­skatts

 • Þetta var árið sem for­maður sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði ell­efu sinnum orð­ið „­fjöl­skylda“ í setn­ing­ar­ræðu sinni á lands­fundi flokks­ins

 • Þetta var árið sem for­maður sjálf­stæð­is­flokks­ins við­ur­kenndi að hafa árum ­saman verið skráður á erlenda vef­síðu sem hvetur til fram­hjá­halds

 • Þetta var árið sem stöð­ug­leika­skatt­ur­inn var kynntur um leið og hætt var við hann

 • Þetta var árið sem fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lúff­aði með stöð­ug­leika­skatt­inn og ­samið var við kröfu­hafa

 • Þetta er árið sem hægri­flokk­arnir sömdu um stór­kost­legan afslátt til­ ­kröfu­hafa í gömlu bank­anna

 • Þetta var árið sem kröfu­haf­arnir afhentu íslenska rík­inu illselj­an­lega ­banka og góss upp á gríð­ar­legar upp­hæðir til ráð­stöf­unar gegn því að fá að fara úr landi með verð­mæt­ustu eigur sínar

 • Þetta var árið sem Alþingi var kallað saman í kyndi til að setja lög til­ að stöðva leka úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu um samn­inga við kröfu­hafa

 • Þetta var árið sem ráð­herrar og þing­menn réð­ust með offorsi gegn al­menn­ingi sem gagn­rýndu stjórn­völd

 • Þetta var árið sem iðn­að­ar­ráð­herra gaf fisk­eld­is­fyr­ir­tæki í heimabæ sín­um ­mörg hund­ruð millj­ónir úr rík­is­sjóði

 • Þetta var árið sem þing­menn fengu launa­hækkun jafnt fram í tím­ann sem aftur í tím­ann

 • Þatta var árið sem öryrkjar og eldri­borg­arar voru sviknir um launa­bæt­ur til sam­ræmis við aðra laun­þega

 • Þetta var árið sem þekktir ein­stak­lingar í sam­fé­lag­inu boð­uðu þjóð­ar­átak til að koma rík­is­stjórn­inni frá völdum

 • Þetta var árið sem rík­is­stjórn hægri­flokk­anna sló Ísands­met í sum­ar­fríi

 • Þetta var árið sem fjár­mála­r­á­herra boð­aði aðra einka­væð­ingu á banka­kerf­inu

 • Þetta var árið sem fólki var vísað frá námi vegna aðgerða ­rík­is­stjórn­ar­innar

 • Þetta var árið sem fang­els­is­mála­stjóri til­kynnti að loka þyrfti fang­elsum­ ­sökum fjár­skorts

 • Þetta var árið sem veiði­gjöld voru lækkuð þriðja árið í röð

 • Þetta var árið sem æ fleiri Íslend­ingar ákváðu að flytja frá land­inu

 • Þetta var árið sem Alþingi ákvað að beiðni for­sæt­is­ráð­herra að byggja við ­þing­húsið fyrir nokkra millj­arða eftir nærri 100 ára gam­alli teikn­ingu af heima­vist

 • Þetta var árið sem for­sæt­is­ráð­herra nennti ekki að taka þátt í sam­eig­in­legum mót­mælum þjóð­að­ar­leið­toga gegn hryðju­verkum í París

 • Þetta var árið sem upp komst að mennta­mála­ráð­herra er fjár­hags­lega háð­ur­ að­ilum sem hann hefur sinnt sér­stak­lega sem ráð­herra

 • Þetta er árið sem almenn­ingur tók völdin í sínar hendur og rak stjórn­völd til baka með ákvörðun sína um að reka Albanska fjöl­skyldu úr landi

 • Þetta var árið sem þing­kona sagði að opin­bert nið­ur­greitt leigu­hús­næð­i væri hennar helg­asta vé á sama tíma og hún leigði eigið hús­næði út til­ ­ferða­manna

 • Þetta var árið sem landið log­aði í verk­föllum jafnt á almennum sem op­in­bera vinnu­mark­að­inum

 • Þetta var árið sem for­maður sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði að skerða þyrft­i verk­falls­rétt launa­fólks

 • Þetta var árið sem for­sæt­is­ráð­herra sendi launa­fólki í verk­föllum skila­boð um að verð­trygg­ing yrði ekki afnumin nema fólk léti af verk­föllum

 • Þetta var árið sem verð­trygg­ingin var ekki afnumin

 • Þetta var árið sem fjöl­mið­ill skildi fram­sókn­ar­flokk­inn

 • Þetta var árið sem for­sæt­is­ráð­herra lagði fram svo vonda til­lögur um hvernig minn­ast mætti upp á 100 ára full­veldis Íslands að þær fegn­ust ekki af­greiddar úr rík­is­stjórn

 • Þetta var fjórða árið í röð sem lagt var fram fjár­laga­frum­varp sem á að skila rík­is­sjóði á núlli á næsta ár

 • Þetta var árið sem ölv­aður þing­maður stjórn­ar­liðs­ins ældi yfir far­þega í milli­landa­flugi

 • Þetta var enn eitt metárið í Íslenskum sjáv­ar­út­vegi

 • Þetta var árið sem fjár­mála­ráð­herra gat ekki svarað fyr­ir­spurnum úr ­þing­inu um 80 millj­arða milli­færsl­una

 • Þetta var árið sem for­stjóri Land­spít­al­ans sagði spít­al­ann hafa fall­ið ­niður um deild

 • Þetta var árið sem for­stjóra Land­spít­al­ans ofbauð fram­koma og við­horf ­for­ystu­fólks stjórn­ar­flokk­ana gagn­vart Land­spít­al­anum

 • Þetta var árið sem mennta­mála­ráð­herra viðr­aði hug­mynd um ­rík­is­tón­list­ar­skóla

 • Þetta var árið sem aðeins 5% lands­manna töldu for­sæt­is­ráð­herra ver­a heið­ar­legan stjórn­mála­mann

 • Þetta var árið sem iðn­að­ar­ráð­herra fór Gullna hring­inn án þess að þurfa að bíða í röð eftir að kom­ast á kló­settið

 • Þetta var árið sem fjár­mála­ráð­herra sagði að jöfn­uður væri lík­lega orð­in of mik­ill

 • Þetta var árið sem reynt var að múta for­sæt­is­ráð­herr­anum

 • Þetta var árið sem vel­ferð­ar­ráð­herra hædd­ist að starfs­fólki fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins fyrir leti og dug­leysi og sendi þeim orkust­angir

 • Þetta var árið sem banka­stjóri Lands­bank­ans lýsta yfir blússandi góð­æri

 • Þetta var árið sem fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra sagði sjálf­stæð­is­flokk­inn vera fjölda­hreyf­ingu vand­aðs fólks

 • Þetta var árið sem vara­for­mað­ur­ ut­an­rík­is­mála­nefndar tal­aði aðeins í 20 mín­útur á Alþingi vegna þess að ­þing­málin voru utan við áhuga­svið hennar

 • Þetta var árið sem Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun var lögð niður að til­lögu utan­rík­is­mála­nefndar

 • Þetta var árið sem ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar greidd­u nærri einn millj­arð í ráð­gjöf sem þeir sóttu að mestu til val­inna flokks­fé­laga

 • Þetta var árið sem rík­is­sjóður borg­aði 500 millj­ónir fyrir að flytja gamlan grjót­garð stein fyrir stein frá einum stað til­ ann­ars að kröfu for­sæt­is­ráð­herra

 • Þetta var árið sem for­maður fjár­laga­nefnd­ar ­sagði starfs­fólk Rík­is­kaupa vera spillt og hugs­aði aðeins um eigin hags­muni

 • Þetta var árið sem fjár­mála­ráð­herra bað um heim­ild Alþingis til að einka­væða bank­ana en fékk ekki

 • Þetta var árið sem flokks­þing fram­sókn­ar­flokks­ins sam­þykkti að Lands­bank­inn yrði áfram í eigu þjóð­ar­innar sem ­sam­fé­lags­banki

 • Þetta er árið sem það opin­ber­að­ist að svo köll­uð ­leið­rétt­ing gagn­að­ist tekju­hæsta hópi lands­manna mun betur en öðrum

 • Þetta var árið sem Þjóð­kirkjan fékk að fullu bættar fjár­hags­legar afleið­ingar Hruns­ins

 • Þetta var árið sem biskup sagði að betur þyrft­i að huga að öryrkjum og öldruðum

 • Þetta var árið sem Rússar settu við­skipta­bann á Ís­land

 • Þetta var árið sem for­seti Íslands neit­aði 53.571 kjós­endum um þjóð­ar­at­kvæða um fisk­veiði­auð­lind­ina og veiði­gjöld

 • Þetta var árið sem Við­skipta­ráð krafð­ist þess að skatta­hækk­unum yrði skilað til baka rétt eins og um þýfi væri að ræða

 • Þetta var árið sem Píratar gerð­u ­sjáv­ar­út­vegs­stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar að sinni

 • Þetta var árið sem for­maður verka­lýðs­fé­lags­ Akra­ness vildi afmá banka­stjóra Seðla­banka Íslands

 • Þetta var árið sem mat­ar­skattur hækk­aði um 63,6%

 • Þetta var árið sem dýrar vörur lækk­uðu í verð­i ­vegna skatta­lækk­ana

 • Þetta var árið sem þing­maður sjálf­stæð­is­flokks­ins baðst vægðar undan rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins

 • Þetta var árið sem for­sæt­is­ráð­herra hélt ræðu á þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál sem eng­inn skildi nema hann

 • Þetta var árið sem borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur­ ­setti við­skipta­bann á Ísr­ael

 • Þetta var árið sem borg­ar­stjórn Reykja­víkur dró við­skipta­bann á Ísr­ael til baka

 • Þetta var árið sem Ices­ave mál­inu lauk með sama hætti og stóð til í upp­hafi

 • Þetta var árið sem fjár­mála­ráð­herra sagð­i ­launa­fólk hafa fengið of miklar launa­hækk­anir

 • Þetta var árið sem Arion banki gerði vild­ar­vin­i sína ógeðs­lega ríka með sölu á hlutum í Sím­anum

 • Þetta var árið sem vel­ferð­ar­ráð­herra sagði að hægt væri að lækka bygg­ing­ar­kostnað um 10-15% með því að lækka hann um 1%

 • Þetta var árið sem Slysa­varn­ar­fé­lag sjó­manna fagn­aði þrí­tugusta starfs­ári sínu

 • Þetta var árið sem 99,9% kröfu­hafa í fölln­u ­bank­anna fögn­uðu sam­komu­lagi við stjórn­völd

 • Þetta var árið sem rit­ari sjálf­stæð­is­flokks­ins pant­aði vín með póst­inum

 • Þetta var árið sem for­set­inn ásamt þing­mönn­um ­stjórn­ar­flokk­ana ólu sem aldrei fyrr á kyn­þátta­for­dóma og for­dómum gagn­vart ­trú­ar­brögðum

 • Þetta var árið sem þing­menn og ráð­herr­ar ­stjórn­ar­flokk­anna urðu að fórn­ar­lömbum

Árið 2015 var án nokk­urs vafa ár hrægamms­ins, Annus Cond­or, ­sem græddi tá og fingri á sam­komu­lagi sínu við rík­is­stjórn hægri­flokk­anna og flaug úr landi með meira fé í klónum en rúm­ast höfðu í villt­ustu draumum hans. Heilt ­yfir var 2015 slæmt póli­tískt ár fyrir þjóð­ina. Árið 2015 er nær örugg­lega ­síð­asta ár rík­is­stjórnar hægri­flokk­anna. Hún mun tæp­lega lifa til sum­ars. Til­ þess er and­staðan við hana í sam­fé­lag­inu of mik­il.

Fyr­ir­ mig per­sónu­lega var þetta að mörgu leyti gott ár. Það gengu á skyn og skúr­ir líkt og venju­lega en heilt yfir er ég bara nokkuð sátt­ur. Ég fékk fjórða ­barna­barnið mitt í árs­byrj­un, dreng sem hefur fært mér mikla ham­ingju rétt eins og hin þrjú hafa gert á hverjum degi. Móðir mín lést á fyrri hluta árs­ins sem varð mér sár­ara en ég hafði trú­að. Á árinu fylgd­ist ég með kærum vinum taka á miklum erf­ið­leikum með ærðu­leysið að vopni og sigra. Ég fylgd­ist líka með­ ­börn­unum mínum ná hverjum áfang­anum af öðrum að settum mark­mið­um. Ég kvadd­i af­bragðs­góða vinnu­fé­laga sem ég hafði starfað með síð­ustu tvö árin og kynnt­ist öðr­um. Félagar mínir í Vinstri grænum kusu mig sem vara­for­mann hreyf­ing­ar­inn­ar annað tíma­bilið í röð. Mér finnst svo­lítið til þess koma. Við Þur­íður mín luk­um ­þrí­tug­asta og sjötta sam­búð­ar­ár­inu okkar í góðu og lang­þráðu sum­ar­fríi og hóf­um það þrí­tugusta og sjö­unda með bros á vör.

Ég óska les­endum gleði­legra jóla og far­sældar á kom­andi ári.

Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None