Oft eru það hörmungar og neikvæðar fréttir sem eru mest áberandi í fjölmiðlaumræðu og á samfélagsmiðlum. En margar fréttir, sem teljast vera jákvæðar og sýna að um margt er þróun mála í heiminum á réttri leið, fá ekki mikla athygli.
Ríkasti maður heims, Bill Gates, vakti athygli á sex málum sem ólíklegt er að fólk hafi kynnt sér vel í pistli á dögunum, sem hann sagði sýna að margt jákvætt og áhrifamikið hafi gerst á árinu sem lýkur senn. 
Á listanum eru meðal annars miklar framfarir í heilbrigðismálum og stórefld bankastarfsemi með snjallsímum, sem hjálpar ekki síst fátækum ríkjum að koma upp skilvirkri lánastarfsemi á svæðum þar sem brýn þörf er á því. 
Heimur batnandi fer, þrátt fyrir allt.
				
              
          
              
          



