Hvort vantar nýtt fólk eða nýja stefnu í Samfylkinguna?

Árni Páll Árnason
Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fór mik­inn í við­tali við útvarps­þátt­inn Sprengisand í morg­un. Þar var hann meðal ann­ar­s ­spurður út í gagn­rýni sam­flokks­manna á for­mennsku­tíð hans og ummæli fyrrum ­for­manns flokks­ins, Mar­grétar Frí­mans­dótt­ur, um að Árni Páll hangi á roði sem hann ráði ekki við. Sú gagn­rýni er vit­an­lega sett fram vegna þess að fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem átti að verða breið­fylk­ing jafn­að­ar­manna og félags­hyggju­fólks, hefur um nokkuð langt skeið mælst um og undir tíu pró­sent. 

Sig­ur­jón M. Egils­son, stjórn­andi Sprengisands, spurði Árna Pál hvort hann efist aldrei um að hann sé rétti mað­ur­inn í for­mennsku­stól ­Sam­fylk­ing­ar­innar og hvort hann muni sækj­ast eftir end­ur­nýj­uðu umboði í lok árs 2016 þegar ný for­ysta flokks­ins verður kos­in.

Auglýsing

Árni Páll sagð­ist ekki vilja dingla áfram sem for­maður án þess að hafa svör við þeim spurn­ingum sem Sam­fylk­ingin og allir aðrir grón­ir ­stjórn­mála­flokkar standi fyrir í breyttum veru­leika. Það blasi við að fólk sé al­mennt að hrista af sér gamla strúkt­úra og gömul form og að því þurf­i ­stjórn­málin og stjórn­mála­flokk­arnir að laga sig. Árni Páll sagði það lík­a ­skipta sig máli þegar hann ákveði fram­haldið hvað Sam­fylk­ingin vildi vera. Hvort hún muni vilja opna sig „upp á gátt“ fyrir öllu fólki - líka þeim sem eru ekki ­virkir í flokknum í dag - bjóða það vel­komið á fundi og að taka þátt í að kjós­a nýja for­ystu. Það vanti vilja í Sam­fylk­ing­una til að fá fólk með nýjar hug­myndir inn í flokk­inn, en tók þó fram að þær hug­myndir þurfi að byggja á grunn­gildum jafn­að­ar­mennsku. „Ef það kemur allt öðru­vísi fólk inn, með allt öðru­vísi hug­mynd­ir, þá bara ræður það fólk[...]Ég hef engan áhuga á því að vera for­mað­ur í rétt­sýn­is­flokki. Í for­skrift­ar­flokki. Ég gafst upp á að vera í Alþýðu­banda­lag­inu á sínum tíma, mér fannst svo dap­ur­legt og þung­lynd­is­legt, þessi eilíf bess­erwiss­er­gang­ur, að vita alltaf betur en allir aðr­ir. Það sem heill­aði mig við Sam­fylk­ing­una var að fólk skyld­i vilja koma saman úr mjög ólíkum áttum og vera til­búið að rök­ræða og una lýð­ræð­is­legri nið­ur­stöðu án þess að útmála hvort annað sem ósanna jafn­að­ar­menn eða ósanna þetta eða hitt. Það er lyk­il­at­rið­i.“ 

Í bak­her­berg­inu hafa margir velt þessum orðum Árna Páls ­fyrir sér í dag, enda ekki á hverjum degi sem flokks­for­maður í stjórn­mála­flokki er jafn ber­orður í gagn­rýni á eigin flokk. Ljóst er að Árna Páli finnst Sam­fylk­ingin ekki lengur vera sá suðu­pottur rök­ræðu og lýð­ræðis sem hann heill­að­ist upp­haf­lega af heldur orð­in ­meira í átt við bess­erwiss­er­a-­sam­kom­una sem Alþýðu­banda­lagið end­aði sem. Hins ­vegar eru skiptar skoð­anir um hvað Árni Páll sjái fyrir sér sem leið­ina út úr þess­ari stöðu. Var hann að kalla eftir nýrri stefnu og nýjum hug­mynd­um eða var hann að kalla eftir algjör­lega nýju fólki í Sam­fylk­ing­una? Hann var að minnsta ­kosti að kalla eftir öðru hvoru.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None