Ár óttans

Brynhildur Pétursdóttir
Auglýsing

Eftir eitt og hálft ár fara fram kosn­ingar til Alþing­is. Fólk fer í auknum mæli að  velta fyrir sér hvaða flokkar munu bjóða fram í næstu kosn­ing­um, hvaða flokkar séu sig­ur­strang­legir og hvernig næsta ­rík­is­stjórn mun líta út. Á næstu mán­uðum fara flokkar að skerpa á mál­efna­starf­i og móta stefnur í hinum ýmsu mála­flokkum sem lögð verður áhersla á í kosn­inga­bar­átt­unni. Síðan munu flokk­arnir skipt­ast á skoð­unum um aðild Íslands­ að Evr­ópu­sam­band­inu, stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, leið­ir til að draga úr áhrifum lofts­lags­breyt­inga og stöðu heil­brigð­is­mála svo dæmi ­séu nefnd. Flestallt mál­efni vel­kunnug Íslend­ingum enda búið að þræta um þessi ­sömu mál ár eftir ár án nokk­urrar nið­ur­stöðu. Það er þó einn mála­flokkur sem verð­ur­ pott­þétt á dag­skrá og við megum alls ekki klúðra.

Árið 2015 var ár hræðsl­unn­ar. Ótti getur verið not­aður til sundr­ungar eða sam­ein­ing­ar. Ótt­inn við mögu­leik­ann á þriðju heim­styrj­öld­inni ýtti undir stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna og ótt­inn við átök á milli Þjóð­verja og Frakka leiddi til stofn­un­ar ­Evr­ópu­sam­bands­ins. Und­an­farið hafa valda­miklir ein­stak­lingar aðal­lega not­að ótta til sundr­ung­ar, sem hætta er á að leiði til útskúf­un­ar, mis­mun­unar og á­taka. Árið 2015 var nefni­lega líka árið þar sem einn valda­mesti mað­ur­ ­Banda­ríkj­anna -ef litið er til umræðu­valds í fjöl­miðlum - sagð­ist vilja banna múslimum að koma til Banda­ríkj­anna. Don­ald Trump fer ítrekað yfir strik­ið, hann elur á ótta og hann veit nákvæm­lega hvað hann er að gera.

Hrætt fólk eru hrædd­ir kjós­end­ur. Hræddir kjós­endur taka ákvarð­anir byggðar á til­finn­ingum en ekki rök­hyggju. Hræddir kjós­endur kjósa flokka sem ala á hræðslu og tala inní orð­ræð­u ­sem skiptir okkur í „við og hin­ir.“ Slíkir flokkar hafa átt vel­gengni að fagna í nágranna­löndum okk­ar. Látum hræðsl­una ekki sigra heldur tökum skref til þess að opna landið okkar fyrir alls konar fólki sem auðgar íslenskt sam­fé­lag. Mörg rök eru fyrir því. Við þurfum t.d. fleiri vinn­andi hendur og við höfum líka í meira lagi gott af því að auka fjöl­breytn­ina í sam­fé­lags­flór­unni.

Auglýsing

Rann­sóknir sýna að inn­flytj­end­ur og flótta­menn hafa góð áhrif á sam­fé­lag­ið. Í leið­ara The Economist voru nýlega ­færð rök fyrir því að „fólk sem ferð­ast yfir eyði­merkur og úthöf til að kom­ast til Evr­ópu er ólík­legt til að vera slugs­arar þegar það kem­ur.“ Inn­flytj­end­ur greiða almennt skatta umfram það sem þeir fá frá hinu opin­bera auk þess að kom­a ­með nýja þekk­ingu og færni inn í land­ið. Þeir eru lík­legri en heima­menn til að ­stofna fyr­ir­tæki og ólík­legri til að fremja alvar­lega glæpi. Eftir því sem fólk teng­ist minna, eru minni líkur á spill­ingu eins og þrífst á Íslandi m.a. í formi frænd­hygli.

Stjórn­mála­menn hafa vald, þeirra orð hafa vægi en völdum fylgir ábyrgð. Mik­il­vægt er að tala út frá stað­reynd­um. Of­an­greindar stað­reyndir eru byggðar á nið­ur­stöðum rann­sókna. Látum þess­ar ­stað­reyndir heyr­ast hátt og vel árið 2016 og kosn­inga­áriðið 2017. Segjum frá­ því hvernig við viljum sjá fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagið Ísland þró­ast og mótum sam­an­ fram­tíð­ar­stefnu í mál­efnum inn­flytj­enda og flótta­manna. Það munum við í Bjartri fram­tíð gera. Við erum líka vel með­vituð um að það er áskorun að taka vel á móti fólki af erlendum upp­runa. Það kostar tíma, fé og fyr­ir­höfn. Það krefst ­sam­ráðs við ein­stak­ling­ana sjálfa en það skilar sér marg­falt til baka í bet­ur nýttum mannauði og vald­efl­ingu ein­stak­linga sem verða oft fyrir mis­mun­un.

Það fel­ast sókn­ar­færi í fjölgun inn­flytj­enda auk þess ­sem okkur ber sið­ferði­leg skylda til að veita fleiri flótta­mönnum hæli. En ég ótt­ast að orð­ræða í anda Don­ald Trump gæti skotið föstum rótum hér á landi og að hrædda fólkið verði sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna 2017. Fyrir alla muni - lát­u­m það ekki ger­ast.

Höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None