Ár óttans

Brynhildur Pétursdóttir
Auglýsing

Eftir eitt og hálft ár fara fram kosn­ingar til Alþing­is. Fólk fer í auknum mæli að  velta fyrir sér hvaða flokkar munu bjóða fram í næstu kosn­ing­um, hvaða flokkar séu sig­ur­strang­legir og hvernig næsta ­rík­is­stjórn mun líta út. Á næstu mán­uðum fara flokkar að skerpa á mál­efna­starf­i og móta stefnur í hinum ýmsu mála­flokkum sem lögð verður áhersla á í kosn­inga­bar­átt­unni. Síðan munu flokk­arnir skipt­ast á skoð­unum um aðild Íslands­ að Evr­ópu­sam­band­inu, stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, leið­ir til að draga úr áhrifum lofts­lags­breyt­inga og stöðu heil­brigð­is­mála svo dæmi ­séu nefnd. Flestallt mál­efni vel­kunnug Íslend­ingum enda búið að þræta um þessi ­sömu mál ár eftir ár án nokk­urrar nið­ur­stöðu. Það er þó einn mála­flokkur sem verð­ur­ pott­þétt á dag­skrá og við megum alls ekki klúðra.

Árið 2015 var ár hræðsl­unn­ar. Ótti getur verið not­aður til sundr­ungar eða sam­ein­ing­ar. Ótt­inn við mögu­leik­ann á þriðju heim­styrj­öld­inni ýtti undir stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna og ótt­inn við átök á milli Þjóð­verja og Frakka leiddi til stofn­un­ar ­Evr­ópu­sam­bands­ins. Und­an­farið hafa valda­miklir ein­stak­lingar aðal­lega not­að ótta til sundr­ung­ar, sem hætta er á að leiði til útskúf­un­ar, mis­mun­unar og á­taka. Árið 2015 var nefni­lega líka árið þar sem einn valda­mesti mað­ur­ ­Banda­ríkj­anna -ef litið er til umræðu­valds í fjöl­miðlum - sagð­ist vilja banna múslimum að koma til Banda­ríkj­anna. Don­ald Trump fer ítrekað yfir strik­ið, hann elur á ótta og hann veit nákvæm­lega hvað hann er að gera.

Hrætt fólk eru hrædd­ir kjós­end­ur. Hræddir kjós­endur taka ákvarð­anir byggðar á til­finn­ingum en ekki rök­hyggju. Hræddir kjós­endur kjósa flokka sem ala á hræðslu og tala inní orð­ræð­u ­sem skiptir okkur í „við og hin­ir.“ Slíkir flokkar hafa átt vel­gengni að fagna í nágranna­löndum okk­ar. Látum hræðsl­una ekki sigra heldur tökum skref til þess að opna landið okkar fyrir alls konar fólki sem auðgar íslenskt sam­fé­lag. Mörg rök eru fyrir því. Við þurfum t.d. fleiri vinn­andi hendur og við höfum líka í meira lagi gott af því að auka fjöl­breytn­ina í sam­fé­lags­flór­unni.

Auglýsing

Rann­sóknir sýna að inn­flytj­end­ur og flótta­menn hafa góð áhrif á sam­fé­lag­ið. Í leið­ara The Economist voru nýlega ­færð rök fyrir því að „fólk sem ferð­ast yfir eyði­merkur og úthöf til að kom­ast til Evr­ópu er ólík­legt til að vera slugs­arar þegar það kem­ur.“ Inn­flytj­end­ur greiða almennt skatta umfram það sem þeir fá frá hinu opin­bera auk þess að kom­a ­með nýja þekk­ingu og færni inn í land­ið. Þeir eru lík­legri en heima­menn til að ­stofna fyr­ir­tæki og ólík­legri til að fremja alvar­lega glæpi. Eftir því sem fólk teng­ist minna, eru minni líkur á spill­ingu eins og þrífst á Íslandi m.a. í formi frænd­hygli.

Stjórn­mála­menn hafa vald, þeirra orð hafa vægi en völdum fylgir ábyrgð. Mik­il­vægt er að tala út frá stað­reynd­um. Of­an­greindar stað­reyndir eru byggðar á nið­ur­stöðum rann­sókna. Látum þess­ar ­stað­reyndir heyr­ast hátt og vel árið 2016 og kosn­inga­áriðið 2017. Segjum frá­ því hvernig við viljum sjá fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagið Ísland þró­ast og mótum sam­an­ fram­tíð­ar­stefnu í mál­efnum inn­flytj­enda og flótta­manna. Það munum við í Bjartri fram­tíð gera. Við erum líka vel með­vituð um að það er áskorun að taka vel á móti fólki af erlendum upp­runa. Það kostar tíma, fé og fyr­ir­höfn. Það krefst ­sam­ráðs við ein­stak­ling­ana sjálfa en það skilar sér marg­falt til baka í bet­ur nýttum mannauði og vald­efl­ingu ein­stak­linga sem verða oft fyrir mis­mun­un.

Það fel­ast sókn­ar­færi í fjölgun inn­flytj­enda auk þess ­sem okkur ber sið­ferði­leg skylda til að veita fleiri flótta­mönnum hæli. En ég ótt­ast að orð­ræða í anda Don­ald Trump gæti skotið föstum rótum hér á landi og að hrædda fólkið verði sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna 2017. Fyrir alla muni - lát­u­m það ekki ger­ast.

Höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None