Ár óttans

Brynhildur Pétursdóttir
Auglýsing

Eftir eitt og hálft ár fara fram kosn­ingar til Alþing­is. Fólk fer í auknum mæli að  velta fyrir sér hvaða flokkar munu bjóða fram í næstu kosn­ing­um, hvaða flokkar séu sig­ur­strang­legir og hvernig næsta ­rík­is­stjórn mun líta út. Á næstu mán­uðum fara flokkar að skerpa á mál­efna­starf­i og móta stefnur í hinum ýmsu mála­flokkum sem lögð verður áhersla á í kosn­inga­bar­átt­unni. Síðan munu flokk­arnir skipt­ast á skoð­unum um aðild Íslands­ að Evr­ópu­sam­band­inu, stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, leið­ir til að draga úr áhrifum lofts­lags­breyt­inga og stöðu heil­brigð­is­mála svo dæmi ­séu nefnd. Flestallt mál­efni vel­kunnug Íslend­ingum enda búið að þræta um þessi ­sömu mál ár eftir ár án nokk­urrar nið­ur­stöðu. Það er þó einn mála­flokkur sem verð­ur­ pott­þétt á dag­skrá og við megum alls ekki klúðra.

Árið 2015 var ár hræðsl­unn­ar. Ótti getur verið not­aður til sundr­ungar eða sam­ein­ing­ar. Ótt­inn við mögu­leik­ann á þriðju heim­styrj­öld­inni ýtti undir stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna og ótt­inn við átök á milli Þjóð­verja og Frakka leiddi til stofn­un­ar ­Evr­ópu­sam­bands­ins. Und­an­farið hafa valda­miklir ein­stak­lingar aðal­lega not­að ótta til sundr­ung­ar, sem hætta er á að leiði til útskúf­un­ar, mis­mun­unar og á­taka. Árið 2015 var nefni­lega líka árið þar sem einn valda­mesti mað­ur­ ­Banda­ríkj­anna -ef litið er til umræðu­valds í fjöl­miðlum - sagð­ist vilja banna múslimum að koma til Banda­ríkj­anna. Don­ald Trump fer ítrekað yfir strik­ið, hann elur á ótta og hann veit nákvæm­lega hvað hann er að gera.

Hrætt fólk eru hrædd­ir kjós­end­ur. Hræddir kjós­endur taka ákvarð­anir byggðar á til­finn­ingum en ekki rök­hyggju. Hræddir kjós­endur kjósa flokka sem ala á hræðslu og tala inní orð­ræð­u ­sem skiptir okkur í „við og hin­ir.“ Slíkir flokkar hafa átt vel­gengni að fagna í nágranna­löndum okk­ar. Látum hræðsl­una ekki sigra heldur tökum skref til þess að opna landið okkar fyrir alls konar fólki sem auðgar íslenskt sam­fé­lag. Mörg rök eru fyrir því. Við þurfum t.d. fleiri vinn­andi hendur og við höfum líka í meira lagi gott af því að auka fjöl­breytn­ina í sam­fé­lags­flór­unni.

Auglýsing

Rann­sóknir sýna að inn­flytj­end­ur og flótta­menn hafa góð áhrif á sam­fé­lag­ið. Í leið­ara The Economist voru nýlega ­færð rök fyrir því að „fólk sem ferð­ast yfir eyði­merkur og úthöf til að kom­ast til Evr­ópu er ólík­legt til að vera slugs­arar þegar það kem­ur.“ Inn­flytj­end­ur greiða almennt skatta umfram það sem þeir fá frá hinu opin­bera auk þess að kom­a ­með nýja þekk­ingu og færni inn í land­ið. Þeir eru lík­legri en heima­menn til að ­stofna fyr­ir­tæki og ólík­legri til að fremja alvar­lega glæpi. Eftir því sem fólk teng­ist minna, eru minni líkur á spill­ingu eins og þrífst á Íslandi m.a. í formi frænd­hygli.

Stjórn­mála­menn hafa vald, þeirra orð hafa vægi en völdum fylgir ábyrgð. Mik­il­vægt er að tala út frá stað­reynd­um. Of­an­greindar stað­reyndir eru byggðar á nið­ur­stöðum rann­sókna. Látum þess­ar ­stað­reyndir heyr­ast hátt og vel árið 2016 og kosn­inga­áriðið 2017. Segjum frá­ því hvernig við viljum sjá fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagið Ísland þró­ast og mótum sam­an­ fram­tíð­ar­stefnu í mál­efnum inn­flytj­enda og flótta­manna. Það munum við í Bjartri fram­tíð gera. Við erum líka vel með­vituð um að það er áskorun að taka vel á móti fólki af erlendum upp­runa. Það kostar tíma, fé og fyr­ir­höfn. Það krefst ­sam­ráðs við ein­stak­ling­ana sjálfa en það skilar sér marg­falt til baka í bet­ur nýttum mannauði og vald­efl­ingu ein­stak­linga sem verða oft fyrir mis­mun­un.

Það fel­ast sókn­ar­færi í fjölgun inn­flytj­enda auk þess ­sem okkur ber sið­ferði­leg skylda til að veita fleiri flótta­mönnum hæli. En ég ótt­ast að orð­ræða í anda Don­ald Trump gæti skotið föstum rótum hér á landi og að hrædda fólkið verði sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna 2017. Fyrir alla muni - lát­u­m það ekki ger­ast.

Höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None