Til sjávar og sveita

Sigur.ur_.Ingi_.4.jpg
Auglýsing

Sem fyrr, þegar hallar að jólum og ára­mót­um, er litið til baka yfir árið sem er að líða. Spurn­ingin sem leitar á mann; hef­ur ­maður gengið göt­una til góðs; hefur eitt­hvað mjakast fram á við frá því í fyrra? Þegar stjórn­málin eru ann­ars veg­ar, sér hver málin út frá sín­u ­sjón­ar­horni, sem von­legt er. Nið­ur­staðan er yfir­leitt sú sama, sumt hefur geng­ið fram, annað ekki; eng­inn fær allt, en von­andi allir eitt­hvað. Það væri hægt að tína til ýmsar töl­fræði­legar stað­reyndir úr hag­fræð­inni sem stað­festa að ár­ang­ur­inn á ýmsum sviðum er æði góð­ur. En við­gangs­efni stjórn­mála­manna ganga aldrei til þurð­ar. Stjórn­mál ein­kenn­ast á köflum af við­brögðum við hinu óvænta. Þótt ýmsum verk­efnum sé nú lok­ið, taka alltaf ný við. Sum eru kannski ­fyr­ir­sjá­an­leg, sum alls ekki. Tveir mála­flokkar heyra undir mig og því rétt að fara í stuttu máli yfir þá.

Sjáv­ar­út­vegur

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn á Íslandi er sá eini innan OECD ­sem ekki þiggur stuðn­ing frá rík­inu. Það sem meira er; hann skilar þjóð­ar­bú­in­u gríð­ar­legum tekj­um. Útflutn­ings­tekjur af sjáv­ar­út­vegi eru um 40% af heild­ar­ vöru­út­flutn­ings­tekjum þjóð­ar­inn­ar. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn á í óvæg­inni erlendri ­sam­keppni og því mik­il­vægt að hann hafi tæki­færi til að stand­ast hana. Við ­leggjum mikla áherslu á sjálf­bærar veiðar og upp­bygg­ingu fiski­stofna í okk­ar lög­sögu. Um það hefur ríkt mikil sam­staða milli stjórn­valda og at­vinnu­grein­ar­innar sjálfr­ar. Fyrir þá stefnu og hvernig við höfum staðið að okkar mál­um, tengdum sjáv­ar­út­vegi, höfum við hlotið virð­ingu og við­ur­kenn­ingu á al­þjóða­vett­vangi. Þar er mik­il­vægt að sjáv­ar­út­veg­ur­inn rísi undir þeim vænt­ingum sem til hans eru gerð­ar. Frá mínum bæj­ar­dyrum séð, gerir hann það.

Á dög­unum komu þær upp­lýs­ingar frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un að vísi­tala þorsks í stofn­mæl­ingu að hausti í ár, sé sú hæsta síðan mæl­ing­ar hófust fyrir tæpum tveimur ára­tug­um. Það sama gildir um nokkrar aðrar teg­und­ir­. Í mínum huga er þetta afar skýr vís­bend­ing um að vel hefur verið haldið á mál­u­m og nýt­ing verið skyn­sam­leg á und­an­förnum árum. Með sama áfram­haldi er þess von­and­i ­skammt að bíða að þorsk­veiði verði komin yfir 300 þús­und tonn á ári. Það er ­mikil breyt­ing frá því að hún var ein­göngu um 130 þús­und tonn. Við þetta bæt­ist að mun meira er nú nýtt af hverjum fiski en áður. Ekki síst á vett­vang­i líf­tækni. Fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið á sinn þátt í þessu, en ekki síst vís­ind­in. Á þau hefur verið hlustað og ég hef í störfum mínum farið eftir veiði­ráð­gjöf Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar og hyggst gera það áfram.  

Auglýsing

Íslenskur sjáv­ar­út­vegur berst á alþjóð­leg­um ­mark­aði; oft á tíðum við rík­is­styrktan sjáv­ar­út­veg. Þeim mun merki­legri er ­góður árangur íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. En hann er ekki sjálf­gef­inn. ­Mik­il­vægt er að hlúa að sjáv­ar­út­veg­inum svo hann geti áfram verið sú stoð í ís­lensku efna­hags­lífi sem hann hefur verið um langt skeið.

Land­bún­aður

Nú standa yfir við­ræður við bændur um svo kall­að­an ­bú­vöru­samn­ing. Í þeim er tek­ist á um hver aðkoma rík­is­ins á að vera að mat­væla­fram­leiðslu sem er í þeirra hönd­um. Rætt hefur verið um að gera nokkrar breyt­ingar á ríkj­andi fyr­ir­komu­lagi á starfs­um­hverfi bænda. Það hefur löng­um verið þyrnir í augum margra, að bændur hafa þurft að kaupa stuðn­ings­greiðsl­ur frá rík­inu; svo kallað greiðslu­mark. Í nýjum samn­ingum verður reynt að vinda ofan af þessu fyr­ir­komu­lagi í stuttum skref­um. Í núver­andi kerfi fer all­nokk­ur ­stór hluti af tekjum margra bænda í að greiða fyrir kaup á greiðslu­marki. ­Stuðn­ings­greiðsl­urnar koma þeim bændum ekki að fullu til góða; þær enda í höndum þeirra sem fjár­magna kaup­in, það er bönkum og fjár­mála­stofn­un­um.  

Mér hefur lengi fund­ist að brjót­ast þurfi út úr þessu kerfi, þó án þess að þeir sem fjár­fest hafa í greiðslu­marki verð­i ­fyrir áföll­um. Stefnt er að því að stuðn­ing­ur­inn greið­ist út aðra þætti en greiðslu­mark, eins og til dæmis gripi. Með því móti eykst einnig frelsi bænda til að fram­leiða það sem þeir telja arð­bært og þar með yrðu þeir ekki leng­ur bundnir við að fram­leiða það sem þeir hefðu greiðslu­mark fyr­ir. Nýtt ­fyr­ir­komu­lag ætti einnig að gera nýjum bændum auð­veld­ara að hefja búskap, því þeir þyrftu ekki að byrja á því að kaupa sér rík­is­stuðn­ing. Þótt ein­staka mann­i kunni að finn­ast best að sitja sem fast­ast á núver­andi kerfi, þá tel ég litla fram­tíð í því fyrir bænd­ur. Mat­væla­fram­leiðsla sem mið­ast ein­göngu við inn­an­lands­markað mun  aldrei verða til­ þess að hleypa auknu lífi í sveitir lands­ins og mat­væla­fram­leiðslu. Að ­sjálf­sögðu tel ég mögu­leika fyrir hendi á erlendum mörk­uð­um. Krafa fólks um heil­næm og hrein mat­væli verður sífellt hávær­ari og það væri glapræði fyr­ir­ Ís­lend­inga að reyna ekki að nýta þau tæki­færi sem kunna að fel­ast í því. Og ég heyri ekki betur en fram­varða­sveit bænda sé að mestu sam­mála mér um að stefna beri á útflutn­ing, ekki síst á grund­velli ímynd­ar.

Að lokum óska ég les­endum Kjarn­ans og lands­mönnum öll­u­m ­góðra jóla og far­sældar á nýju ári.   

Höf­undur er vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None