Oft eru það hörm­ungar og nei­kvæðar fréttir sem eru mest áber­andi í fjöl­miðla­um­ræðu og á sam­fé­lags­miðl­um. En margar frétt­ir, sem telj­ast vera jákvæðar og sýna að um margt er þróun mála í heim­inum á réttri leið, fá ekki mikla athygl­i. 

Rík­asti maður heims, Bill Gatesvakti athygli á sex málum sem ólík­legt er að fólk hafi kynnt sér vel í pistli á dög­un­um, sem hann sagði sýna að margt jákvætt og áhrifa­mikið hafi gerst á árinu sem lýkur senn. Á list­anum eru meðal ann­ars miklar fram­farir í heil­brigð­is­málum og stór­efld banka­starf­semi með snjall­sím­um, sem hjálpar ekki síst fátækum ríkjum að koma upp skil­virkri lána­starf­semi á svæðum þar sem brýn þörf er á því. Heimur batn­andi fer, þrátt fyrir allt.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None