Um áramót er gott að staldra við, horfa yfir farinn veg á árinu sem lýkur og síðan fram á veginn á nýju ári. Árið 2015 var tíðindamikið á Íslandi, og má með sanni segja að því hafi lokið með nokkrum krafti, ekki síst þegar náttúruöflin minntu á hversu varnarlaus við erum þegar þau koma fyrirvaralítið með sinn mikla kraft.
Gott væri ef Íslensk þjóð setti sér sameiginlegt markmið á nýju ári, um að bæla niður fordóma, hatur og þröngsýni. Líklega er það frekar háleitt markmið, en það má alltaf vona. Það hvernig grasrót íslensku þjóðarinnar tók málin í sínar hendur, þegar senda átti erlendar fjölskyldur úr landi með veikt barn, gefur þó vonir um að allt sé hægt ef vilji meginþorra fólks fær að ráða ferðinni.
Gleðilegt og hamingjuríkt nýtt ár!