Á undanförnum árum hafa áhrif upplýsingabyltingar, sem samfélagsmiðlar hafa leitt fram, orðið æ meiri og breytt samskiptum fólks. Áhrifin í litlu samfélagi eins og Íslandi eru jafnvel enn dýpri enn í stærri samfélögum.
Samfélagsmiðlarnir hafa leitt alla fram á sviðið sem vilja taka þátt í opinberum umræðum, og gert þær líflegri fyrir vikið.
Þó mörg dæmi séu um harðar umræður og oft dónalegar, þá fylgja þessum breytingum mikil tækifæri.
Meðal jákvæðra breytinga er að mörg þeirra, sem kannski tóku ekki virkan þátt í umræðum um mál fyrir tíma samfélagsmiðla, hafa lagt fram mikilvæg atriði, ekki síst þegar sérfræðingar á tilteknum sviðum erum annars vegar. Þetta hjálpar til við að beina umræðum í réttan farveg, og leiða fram mikilvæg atriði til þess að komast til botns í málum.
Við hjá ritstjórn Kjarnans höfum oft orðið vör við þetta, og fengið góðar greinar sendar frá fólki sem þekkir vel til mála á mörgum sviðum. Má þar nefna málefni innflytjenda, atriði er tengjast fasteignamarkaðnum, lánamál, viðskipti, stjórnmál og fleiri samfélagsleg mál sem skipta almenning miklu máli.
Við hvetjum fólk til þess að senda okkur greinar, og biðjum fólk um að láta þau vita, sem það telur að geti lagt gott til mála. Því fleiri málefnalega sjónarmið því betra.