Hæstiréttur
Auglýsing

Á vef mbl.is var á dög­unum greint frá því, að 28 hrun­mál væru enn til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, nú rúm­lega sjö árum eftir fall bank­anna. Tölu­vert er í að öll kurl verði komin til grafar í þessu upp­gjöri við hrunið fyrir dóm­stól­un­um, en allir for­stjórar föllnu bank­anna þriggja, Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaup­þings, hafa nú fengið fang­els­is­dóma fyrir lög­brot. Einn er reyndar und­an­skil­inn í þess­ari upp­taln­ingu, og það er Hall­dór J. Krist­jáns­son, sem var banka­stjóri Lands­bank­ans ásamt Sig­ur­jóni Þ. Árna­syni, en sá síð­ar­nefndi var dæmdur til fang­els­is­vistar í ÍMON-­mál­inu svo­kall­aða, en þar var Hall­dór ekki meðal ákærðu.

Þá hefur Hæsti­réttur ekki dæmt Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóra Glitn­is, sekan þar sem Stím-­málið svo­nefnda, þar sem Lárus var dæmdur til fimm ára fang­els­is­vistar í hér­aði, hefur ekki enn verið tekið fyrir í Hæsta­rétti. Lárus hafði áður verið sýkn­aður í Hæsta­rétti í Vafn­ings­-­mál­inu.Eins og áður seg­ir, þá eru mörg mál til með­ferðar fyrir dóm­stólum og fleiri á leið­inni þang­að, að öllum lík­ind­um. Svo erfitt er að segja til um hvernig staðan verður þegar upp er stað­ið.Það er ekki að heyra á þeim banka­mönnum og fjár­fest­um, sem hafa verið að tjá sig um glæpi sína sem Hæsti­réttur hefur stað­fest með dóm­um, að þeir sjái eftir neinu, eða hafi auð­mjúk­lega horfst í augu við gjörðir sín­ar.Jafn­vel þrátt fyrir að dóm­stólar hafi dæmt suma ít­rekað seka um stór­fellda og for­dæma­lausa efna­hags­brota­glæpi, þá hafa þeir séð ástæðu til að hafna alltaf öllum ásök­unum - þó dómar séu þegar fallnir - og jafn­vel fara með ávirð­ingar gagn­vart sak­sóknurum og dóms­vald­inuÓlafur Ólafs­son, eig­andi Sam­skipa til margra ára, hélt því fram í við­tali við Við­skipta­blaðið að það hefði verið áfall fyrir hann að „upp­lifa rangan dóm“. Það var eftir að átta dóm­arar í hér­aði og Hæsta­rétti höfðu kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hann væri sekur um alvar­legt lög­brot í hinu svo­kall­aða Al-T­hani máli. Þá var málið búið að vera til með­ferðar árum saman og farið alla leið í rétt­ar­vörslu- og dóms­kerf­in­u. Banka­menn og fjár­festar sem hafa verið dæmdir fyrir efna­hags­brota­glæpi, ættu að hafa það hug­fast, að Íslend­ingar átta sig vafa­lítið flestir á því, að stjórn­völd - bæði stjórn­mála­menn og eft­ir­lits­stofn­anir - bera ríka ábyrgð á því að þær aðstæður sem sköp­uð­ust á Íslandi, sem að lokum end­uðu með alls­herj­ar­hruni og fjár­magns­höft­um, urðu að veru­leika. En það fríar banka­menn og fjár­festa alls engri ábyrgð, ef það er mat sér­fræð­inga að lög hafi verið brot­in. Þá ber að fara með málin í gegnum dóms­kerf­ið, til þess að kom­andi kyn­slóðir geti lært af því sem aflaga fór.Og Íslend­ingar eru eflaust einnig til­búnir að fyr­ir­gefa og gefa fólki annað tæki­færi, þegar refs­ing hefur verið tekin út. Það er hinn eðli­legi far­vegur rétt­ar­kerf­is­ins, og nauð­syn­legt að sam­fé­lagið búi þannig um hnút­ana að fólk fái annað tæki­færi. En slíkt verður óneit­an­lega erf­ið­ara, ef eng­inn þeirra sem hefur hlotið dóm, jafn­vel end­ur­tek­ið, sýnir vott af iðrun eða við­ur­kenn­ingu á því að nokkuð rangt hafi verið gert er teng­ist hruni fjár­mála­kerf­is­ins.Það væri góð og mik­il­væg byrjun hjá þeim sem hafa hlotið dóm, að horfast í augu við það sem gerð­ist, gagn­rýn­ið, og hætta að tala niður til þeirra sem hafa það vanda­sama verk­efni í sam­fé­lag­inu, að leiða mál er tengj­ast alls­herj­ar­hruni fjár­mála­kerf­is­ins til lykta fyrir dóm­stól­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None