Kastljósið verði á þeim litlu og meðalstóru - Snjallir og stórhuga bátasmiðir

Rafnar
Auglýsing

Rafn­ar ehf., sem hefur síð­asta ára­tug unnið að þró­un, hönnun og smíði á bylt­ing­ar-­kenndri ­teg­und báta, hefur tekið höndum saman við Vikal International um smíði á hrað- og létta­bátum fyrir lúx­us­snekkjur á alþjóða­mark­aði. Frá þessu var greint í dag, í frétta­til­kynn­ing­u. 

Rafnar ehf. er hug­ar­fóstur Öss­urar Krist­ins­son­ar, stofn­anda Öss­urar hf., en fyr­ir­tækið hefur síð­ustu tíu ár unnið að þró­un, hönnun og smíði á bylt­ing­ar­kenndri teg­und báta.  Um þrjá­tíu manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu í tæp­lega 6.000 fer­metra hús­næði í Kópa­vog­i. 

Vikal International var stofnað í Ástr­alíu árið 1982 af báta­smiðnum Gunn­ari Vík­ingi og sér­hæfir sig í smíði og sölu á hrað- og létta­báta fyrir lúx­us­snekkjur á alþjóða­mark­að­i. 

Auglýsing

Þetta er enn eitt dæmið um hvað hug­vitið getur gefið sam­fé­lagi okkar mik­inn virð­is­auka, en oft er það svo að við fjöl­miðla­fólk­ið, erum ekki að fylgj­ast nægi­lega vel með því mikla og magn­aða starfi í hug­vits­iðn­aði ýmis konar sem í gangi er á hverjum tíma. 

Eitt af því sem Kjarn­inn hefur reynt að gera frá stofnun er að fjalla um lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, ekki síst þau sem eru í frum­kvöðla­starf­semi og upp­bygg­ing­ar­starfi. Hjá þeim vinnur um 70 pró­sent íslensks vinnu­mark­að­ar.

Það skiptir máli að um þessa starf­semi sé fjallað meira, og það hvetur okkur til dáða hversu mik­inn áhuga fólk hefur á starf­semi þess­ara fyr­ir­tækja.  

Rafn­ar, sem telja má til fyr­ir­tækja af þess­ari stærð­argráðu (Þó mörg fyr­ir­tæki vilji láta skil­greina sig sem stór!), mun nú geta boðið við­skipta­vinum sínum að smíða hrað- og létt­báta fyrir lúx­us­snekkj­ur, en með samn­ingnum við Vikal nær Rafnar að fá aðgang að góðum við­skipta­vin­um, þar á meðal 300 til 400 auð­ug­ustu fjöl­skyldum heims. Þetta skiptir miklu máli, segir Björn Jóns­son fram­kvæma­stjóri Rafn­ar.

Rafn­ar ehf. afhenti í sumar Land­helg­is­gæsl­unni nýjan strand­gæslu­bát, en hann ger­ir Land­helg­is­gæsl­unni kleift að bregð­ast við aðstoð­ar­beiðnum á grunn­slóð með­ ­skjót­ari hætti. Í haust afhenti Rafnar svo Hjálp­ar­sveit Skáta í Kópa­vogi nýj­an ­leit­ar- og björg­un­ar­bát sem gjör­breytir aðstæðum til­ ­leitar og björg­un­ar. Þá stendur yfir hjá Rafnar smíði á leit­ar- og björg­un­ar­báti fyrir Björg­un­ar­sveit­ina Geisla á Fá­skrúðs­firði sem verður afhentur sveit­inni á fyrri hluta árs­ins 2016, að því er segir í til­kynn­ingu.

„Vikal International hefur náð góðri fót­fest­u á þeim mark­aði sem sér­hæfir sig í hrað- og létta­bátum fyrir lúx­us­snekkjur á al­þjóða­mark­aði og það er okkur mikil ánægja að geta verið fyrstir til að bjóða við­skipta­vinum okkar upp á slíka báta með þessum bylt­ing­ar­kenndum skrokki ,“ ­segir Gunnar Vík­ing­ur, fram­kvæmda­stjóri Vikal International, í til­kynn­ing­unni.

Um þetta sam­starf, og þessa merki­legu útrás, er það eitt að segja, að hún er ánægju­legur vottur um fram­taks­sem­ina hjá frum­kvöðlum í íslensku atvinnu­lífi. Þar er ekki kapps­mál að verða strax stór, heldur fyrst og síð­ast að vaxa með góðri vöru og þjón­ustu. Vel gert!

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None