Kastljósið verði á þeim litlu og meðalstóru - Snjallir og stórhuga bátasmiðir

Rafnar
Auglýsing

Rafn­ar ehf., sem hefur síð­asta ára­tug unnið að þró­un, hönnun og smíði á bylt­ing­ar-­kenndri ­teg­und báta, hefur tekið höndum saman við Vikal International um smíði á hrað- og létta­bátum fyrir lúx­us­snekkjur á alþjóða­mark­aði. Frá þessu var greint í dag, í frétta­til­kynn­ing­u. 

Rafnar ehf. er hug­ar­fóstur Öss­urar Krist­ins­son­ar, stofn­anda Öss­urar hf., en fyr­ir­tækið hefur síð­ustu tíu ár unnið að þró­un, hönnun og smíði á bylt­ing­ar­kenndri teg­und báta.  Um þrjá­tíu manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu í tæp­lega 6.000 fer­metra hús­næði í Kópa­vog­i. 

Vikal International var stofnað í Ástr­alíu árið 1982 af báta­smiðnum Gunn­ari Vík­ingi og sér­hæfir sig í smíði og sölu á hrað- og létta­báta fyrir lúx­us­snekkjur á alþjóða­mark­að­i. 

Auglýsing

Þetta er enn eitt dæmið um hvað hug­vitið getur gefið sam­fé­lagi okkar mik­inn virð­is­auka, en oft er það svo að við fjöl­miðla­fólk­ið, erum ekki að fylgj­ast nægi­lega vel með því mikla og magn­aða starfi í hug­vits­iðn­aði ýmis konar sem í gangi er á hverjum tíma. 

Eitt af því sem Kjarn­inn hefur reynt að gera frá stofnun er að fjalla um lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, ekki síst þau sem eru í frum­kvöðla­starf­semi og upp­bygg­ing­ar­starfi. Hjá þeim vinnur um 70 pró­sent íslensks vinnu­mark­að­ar.

Það skiptir máli að um þessa starf­semi sé fjallað meira, og það hvetur okkur til dáða hversu mik­inn áhuga fólk hefur á starf­semi þess­ara fyr­ir­tækja.  

Rafn­ar, sem telja má til fyr­ir­tækja af þess­ari stærð­argráðu (Þó mörg fyr­ir­tæki vilji láta skil­greina sig sem stór!), mun nú geta boðið við­skipta­vinum sínum að smíða hrað- og létt­báta fyrir lúx­us­snekkj­ur, en með samn­ingnum við Vikal nær Rafnar að fá aðgang að góðum við­skipta­vin­um, þar á meðal 300 til 400 auð­ug­ustu fjöl­skyldum heims. Þetta skiptir miklu máli, segir Björn Jóns­son fram­kvæma­stjóri Rafn­ar.

Rafn­ar ehf. afhenti í sumar Land­helg­is­gæsl­unni nýjan strand­gæslu­bát, en hann ger­ir Land­helg­is­gæsl­unni kleift að bregð­ast við aðstoð­ar­beiðnum á grunn­slóð með­ ­skjót­ari hætti. Í haust afhenti Rafnar svo Hjálp­ar­sveit Skáta í Kópa­vogi nýj­an ­leit­ar- og björg­un­ar­bát sem gjör­breytir aðstæðum til­ ­leitar og björg­un­ar. Þá stendur yfir hjá Rafnar smíði á leit­ar- og björg­un­ar­báti fyrir Björg­un­ar­sveit­ina Geisla á Fá­skrúðs­firði sem verður afhentur sveit­inni á fyrri hluta árs­ins 2016, að því er segir í til­kynn­ingu.

„Vikal International hefur náð góðri fót­fest­u á þeim mark­aði sem sér­hæfir sig í hrað- og létta­bátum fyrir lúx­us­snekkjur á al­þjóða­mark­aði og það er okkur mikil ánægja að geta verið fyrstir til að bjóða við­skipta­vinum okkar upp á slíka báta með þessum bylt­ing­ar­kenndum skrokki ,“ ­segir Gunnar Vík­ing­ur, fram­kvæmda­stjóri Vikal International, í til­kynn­ing­unni.

Um þetta sam­starf, og þessa merki­legu útrás, er það eitt að segja, að hún er ánægju­legur vottur um fram­taks­sem­ina hjá frum­kvöðlum í íslensku atvinnu­lífi. Þar er ekki kapps­mál að verða strax stór, heldur fyrst og síð­ast að vaxa með góðri vöru og þjón­ustu. Vel gert!

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None