Kastljósið verði á þeim litlu og meðalstóru - Snjallir og stórhuga bátasmiðir

Rafnar
Auglýsing

Rafn­ar ehf., sem hefur síð­asta ára­tug unnið að þró­un, hönnun og smíði á bylt­ing­ar-­kenndri ­teg­und báta, hefur tekið höndum saman við Vikal International um smíði á hrað- og létta­bátum fyrir lúx­us­snekkjur á alþjóða­mark­aði. Frá þessu var greint í dag, í frétta­til­kynn­ing­u. 

Rafnar ehf. er hug­ar­fóstur Öss­urar Krist­ins­son­ar, stofn­anda Öss­urar hf., en fyr­ir­tækið hefur síð­ustu tíu ár unnið að þró­un, hönnun og smíði á bylt­ing­ar­kenndri teg­und báta.  Um þrjá­tíu manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu í tæp­lega 6.000 fer­metra hús­næði í Kópa­vog­i. 

Vikal International var stofnað í Ástr­alíu árið 1982 af báta­smiðnum Gunn­ari Vík­ingi og sér­hæfir sig í smíði og sölu á hrað- og létta­báta fyrir lúx­us­snekkjur á alþjóða­mark­að­i. 

Auglýsing

Þetta er enn eitt dæmið um hvað hug­vitið getur gefið sam­fé­lagi okkar mik­inn virð­is­auka, en oft er það svo að við fjöl­miðla­fólk­ið, erum ekki að fylgj­ast nægi­lega vel með því mikla og magn­aða starfi í hug­vits­iðn­aði ýmis konar sem í gangi er á hverjum tíma. 

Eitt af því sem Kjarn­inn hefur reynt að gera frá stofnun er að fjalla um lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, ekki síst þau sem eru í frum­kvöðla­starf­semi og upp­bygg­ing­ar­starfi. Hjá þeim vinnur um 70 pró­sent íslensks vinnu­mark­að­ar.

Það skiptir máli að um þessa starf­semi sé fjallað meira, og það hvetur okkur til dáða hversu mik­inn áhuga fólk hefur á starf­semi þess­ara fyr­ir­tækja.  

Rafn­ar, sem telja má til fyr­ir­tækja af þess­ari stærð­argráðu (Þó mörg fyr­ir­tæki vilji láta skil­greina sig sem stór!), mun nú geta boðið við­skipta­vinum sínum að smíða hrað- og létt­báta fyrir lúx­us­snekkj­ur, en með samn­ingnum við Vikal nær Rafnar að fá aðgang að góðum við­skipta­vin­um, þar á meðal 300 til 400 auð­ug­ustu fjöl­skyldum heims. Þetta skiptir miklu máli, segir Björn Jóns­son fram­kvæma­stjóri Rafn­ar.

Rafn­ar ehf. afhenti í sumar Land­helg­is­gæsl­unni nýjan strand­gæslu­bát, en hann ger­ir Land­helg­is­gæsl­unni kleift að bregð­ast við aðstoð­ar­beiðnum á grunn­slóð með­ ­skjót­ari hætti. Í haust afhenti Rafnar svo Hjálp­ar­sveit Skáta í Kópa­vogi nýj­an ­leit­ar- og björg­un­ar­bát sem gjör­breytir aðstæðum til­ ­leitar og björg­un­ar. Þá stendur yfir hjá Rafnar smíði á leit­ar- og björg­un­ar­báti fyrir Björg­un­ar­sveit­ina Geisla á Fá­skrúðs­firði sem verður afhentur sveit­inni á fyrri hluta árs­ins 2016, að því er segir í til­kynn­ingu.

„Vikal International hefur náð góðri fót­fest­u á þeim mark­aði sem sér­hæfir sig í hrað- og létta­bátum fyrir lúx­us­snekkjur á al­þjóða­mark­aði og það er okkur mikil ánægja að geta verið fyrstir til að bjóða við­skipta­vinum okkar upp á slíka báta með þessum bylt­ing­ar­kenndum skrokki ,“ ­segir Gunnar Vík­ing­ur, fram­kvæmda­stjóri Vikal International, í til­kynn­ing­unni.

Um þetta sam­starf, og þessa merki­legu útrás, er það eitt að segja, að hún er ánægju­legur vottur um fram­taks­sem­ina hjá frum­kvöðlum í íslensku atvinnu­lífi. Þar er ekki kapps­mál að verða strax stór, heldur fyrst og síð­ast að vaxa með góðri vöru og þjón­ustu. Vel gert!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None