„Apartheid" íslenskra húsnæðismála

Apartheid
Auglýsing

Allt frá stríðs­árum hafa gilt óskráð lög, eins­konar aðskiln­að­ar­stefna á milli eig­enda og leigj­enda hús­næðis á Íslandi. Pólítísk mis­munun þessa þjóð­fé­lags­hópa er eins og svart og hvítt í lit­róf­inu.

Í pólítískum skiln­ingi hafa leigj­endur alltaf verið með­höndl­aðir eins og ann­ars flokks þjóð­fé­lags­hópur á íslandi. Hús­næð­ispólítíkin hefur ein­vörð­ungu hverfst um sér­eigna­stefn­una. Lengi vel fengu t.d leigj­endur engar húsa­leigu­bætur til jafns við vaxta­bætur eig­enda í sam­bæri­legum aðstæð­u­m. 

Auglýsing

Hrunið var að einu leyti hápunktur og antiklimax ýktrar sér­eigna­stefnu á íslenskum hús­næð­is­mark­aði. Þegar fast­eigna­bólan sprakk opin­ber­aði sig risa­vaxin kerf­is­villa á íbúða­mark­aði. Þá hafði fast­eigna­verð hækkað langt umfram kaup­mátt á örfáum miss­er­um. 

Höf­uð­á­stæða rús­sí­ban­areiðar á íslenskum hús­næð­is­mark­aði er eins­leitni. Í nágranna­lönd­unum myndar stöð­ugur leigu­mark­aður kjöl­festu og jafnar sveiflur á fast­eigna­mark­aði. Í Sví­þjóð er t.d. 52% hús­næði ein­býli og 18 % búsetu­rétt­ir. Afgang­ur­inn, 30% er leigu­hús­næði. Þar af eiga sveit­ar­fé­lög á við­kom­andi svæði helm­ing­inn (15%) og einka­að­ilar afgang­inn.

Í Sví­þjóð er litið á hús­næði sem hverja aðra þjón­ustu sveit­ar­fé­laga, svo sem lífs­nauð­synjar á borð við vatn, orku osfrv. Hús­næði er jú lífs­nauð­syn. Annað sjón­ar­mið er að fyr­ir­byggja eftir föngum bras­kvæð­ingu á almanna­þörf. Fólk getur búið alla ævi í þessum íbúð­um. Fyr­ir­fram­greiðsla er yfir­leitt einn mán­uð­ur. 

Í Kal­mar léni er t.d. leigu­verð um þessar mundir fyrir 2ja til­ 4ra her­bergja 50 til 100 fer­metra íbúðir frá ca. 70 til 140 þús­und íslenskar krónur á mán­uði og upp úr eftir stað­setn­ingu og stærð.

Sveit­ar­fé­lögin í Sví­þjóð reka leigu­í­búðir með hóf­legum tekju­af­gangi og lang­tíma­sjón­ar­miðum í rekstri. Athuga ber að íbúðir sveit­ar­fé­lag­anna eru ekki félags­leg­ar" íbúð­ir, það eru engin efri  tekju­mörk skil­yrt. Þar með fæst eðli­leg íbúa­blöndun sem spannar þver­skurð þjóð­fé­lags­ins.

Í Sví­þjóð ráða sveit­ar­fé­lögin leigu­verð­inu á við­kom­andi svæði í krafti stærð­ar­inn­ar. Við hlið þeirra þríf­ast svo einka­rekin leigu­fé­lög í eigu stórra fag­fjár­festa, líf­eyr­is­sjóða osfr­v. 

Þrátt fyrir allt sem á gekk syngja íslensk stjórn­völd enn sömu 75 ára sér­eigna­mön­tr­una í hús­næð­is­mál­um. Allar aðgerðir í hús­næð­is­málum eftir hrun hafa meira eða minna snú­ist um mein­gallað hús­næð­is­mód­el.

Ekk­ert bólar á upp­bygg­ingu á almennum leigu­mark­aði á pari við sænsku útfærsl­una, eða hlið­stæður frá Dan­mörku eða Þýska­landi. Í Þýska­landi eru leigj­endur í meiri­hluta eða um 61% af hús­næð­is­mark­aði. Þar er hús­næð­is­brask og ýkt fast­eigna­verð talið þjóð­fé­lags­lega óhag­kvæmt. Á Íslandi er hlut­fall sér­býlis yfir 70%. Þetta er með því hæsta sem þekk­ist á byggðu bóli. Þannig neyð­ist fólk út í áhættu­fjár­fest­ingu sem snýst upp í and­hverfu sína í ýktum sveiflum á hús­næð­is­mark­aði.

Skulda­leið­reitt­ing­in er gott dæmi um ofan­greinda aðskiln­að­ar­stefnu á Íslandi. Þar fengu ólík­leg­ustu hús­næð­is­eig­endur sinn hlut af risa­stórri milli­færslu af almannafé til ein­stak­linga. Leigj­endur fá svo bak­reikn­ing­inn í formi hækkun fast­eigna­verðs, sem þýðir í raun hækkun á leigu. Í kynn­ingu leið­rétt­ing­ar­innar kall­aði for­sæt­is­ráð­herra þetta „nýja hugsun í hús­næð­is­mál­u­m". Í sömu kynn­ingu afgreiddi for­sæt­is­ráð­herran leigj­endur efn­is­lega í einni setn­ingu: Þeir geta safnað sér fyrir íbúð. 

Nýfram­lagt hús­næð­is­frum­varp er hnot­sk­urn­ar­dæmi um hversu „ný" hugsun stjórn­valda er í hús­næð­is­mál­um. Frum­varpið stað­festir ára­tuga aðskiln­að­ar­stefnu með óljósum og ófjár­mögn­uðum lof­orðum um íbúðir fyr­ir efna­minni leigj­end­ur." 

Frum­varpið lýsir hugs­un­ar­hætti sem flest Evr­ópu­lönd hafa yfir­gef­ið. Það er Kategori­boende" þar sem efna­lítið fólk er dregið í dilka og safnað saman í bæj­ar­blokk­um" eða hverfum með eins­leitum íbúð­u­m. 

Sam­tök leigj­enda á íslandi eru von­svikin yfir metn­að­ar­leysi og moð­reyk stjórn­valda í hús­næð­is­mál­um. Hús­næð­is­vand­inn á Íslandi er pólítískt vanda­mál, ekki tækni­legt.  

Er fjór­flokk­ur­inn yfir höfuð fær um að leysa hús­næð­is­vand­ann á Íslandi?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None