Að bera saman vatn og mjólk er eins og að bera saman epli og appelsínur

Mjólk
Auglýsing

Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður Bænda­sam­taka Íslands­, ­skrif­aði færslu á Face­book í gær­kvöldi sem vakti mikla athygli. Þar birt­i S­indri mynd af kvittun sem hann fékk þegar eftir að hafa keypt ann­ars veg­ar lítra af mjólk og hins vegar lítra af átöpp­uðu íslensku vatni í sum­ar­lok. Lík­ast til kemur það fæstum á óvart að vatnið var dýr­ara. Flaskan af því ­kost­aði 165 krónur á meðan að mjólk­ur­lítr­inn kost­aði 142 krón­ur.

Sindri segir að menn líti allt of oft fram­hjá „þeirri stað­reynd að stærstur hluti stuðn­ings­ við land­búnað er til að greiða niður búvörur til neyt­enda. Í umræð­unni virð­ist það oft ver­a þannig að með stuðn­ingi við bændur sé verið að rétta bændum ein­hverja dús­u[...]Það verður því ekki dregið í efa að fram­leiðsla á einum lítra af mjólk kostar tals­vert meiri vinnu og fyr­ir­höfn en að tappa einum lítra af vatni á flösku.Ein­hverj­ir kynnu að velta því fyrir sér hvort sinna þurfi átöppun vatns alla daga árs­ins, hvort sem er á aðfanga­dags­kvöldi eða að morgni nýj­árs­dags?

Auglýsing

Hug­hrifin sem reynt er að skap­ast eru þau að mjólk sé ódýr hér­lendis vegna þess að átappað vatn í sama ­magni er dýr­ara í versl­unum lands­ins. Það er þó veru­lega skakkt að bera sam­an­ þessar tvær vörur til að kom­ast að þessarri nið­ur­stöð­ur.Í fyrsta lagi hlýt­ur að vera lang best að bera saman verð á mjólk og mjólk þegar meta á hvort hún sé ó­dýr hér­lend­is. Það gerði til dæmis Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands sem gerð­i ­skýrslu um mjólk­ur­fram­leiðslu á Íslandi og birti í júní í fyrra. Sam­kvæmt ­skýrsl­unni borgað Íslend­ingar rúm­lega níu millj­örðum króna meira fyr­ir­ ­mjólk­ur­vörur en við þurfum að gera. Í stað þess að borga 6,5 millj­arða króna fyrir inn­flutta ­mjólk, að teknu til­liti til flutn­ings­gjalda, þá borgum við 15,5 millj­arða króna á ári fyrir íslenska mjólk. Átta millj­arðar króna af þess­ari við­bót­ar­greiðslu er til­komin vegna þess að íslenska mjólkin er ein­fald­lega miklu dýr­ari í fram­leiðslu í því kerfi sem við erum með en í þeim löndum sem við gætum flutt hana inn frá. Auk þess fram­leiðir mjólk­ur­fram­leiðslu­kerfi Íslands meiri mjólk ­fyrir inn­an­lands­markað en við þurf­um. Offram­leiðsla á nið­ur­greiddri mjólk­inn­i ­kostar neyt­endur og ríkið því millj­arð króna til við­bótar á ári.

Sam­tals greið­ir hver Íslend­ing­ur, en við erum um 329 þús­und tals­ins, 27.347 krónur á ári til­ við­bótar við það sem hann greiðir fyrir mjólk út í búð, fyrir að hún kom­i úr ­ís­lenskum kúm.

Í öðru lagi þá þurfa Íslend­ingar ekki að kaupa átappað vatn. Þeir hafa aðgang að því án end­ur­gjalds í krönum sínum og hafa þar með sann­ar­lega val.Því er ekki að skipta þegar kemur að mjólk­ur­kaup­um. Þá er ein­ungis hægt að versla við íslenska ­mjólk­ur­fram­leiðslu­kerf­ið.

Að bera saman vatn og mjólk, líkt og Sindri ger­ir, er því sann­ar­lega eins og að bera saman epli og app­el­sín­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None