Að bera saman vatn og mjólk er eins og að bera saman epli og appelsínur

Mjólk
Auglýsing

Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður Bænda­sam­taka Íslands­, ­skrif­aði færslu á Face­book í gær­kvöldi sem vakti mikla athygli. Þar birt­i S­indri mynd af kvittun sem hann fékk þegar eftir að hafa keypt ann­ars veg­ar lítra af mjólk og hins vegar lítra af átöpp­uðu íslensku vatni í sum­ar­lok. Lík­ast til kemur það fæstum á óvart að vatnið var dýr­ara. Flaskan af því ­kost­aði 165 krónur á meðan að mjólk­ur­lítr­inn kost­aði 142 krón­ur.

Sindri segir að menn líti allt of oft fram­hjá „þeirri stað­reynd að stærstur hluti stuðn­ings­ við land­búnað er til að greiða niður búvörur til neyt­enda. Í umræð­unni virð­ist það oft ver­a þannig að með stuðn­ingi við bændur sé verið að rétta bændum ein­hverja dús­u[...]Það verður því ekki dregið í efa að fram­leiðsla á einum lítra af mjólk kostar tals­vert meiri vinnu og fyr­ir­höfn en að tappa einum lítra af vatni á flösku.Ein­hverj­ir kynnu að velta því fyrir sér hvort sinna þurfi átöppun vatns alla daga árs­ins, hvort sem er á aðfanga­dags­kvöldi eða að morgni nýj­árs­dags?

Auglýsing

Hug­hrifin sem reynt er að skap­ast eru þau að mjólk sé ódýr hér­lendis vegna þess að átappað vatn í sama ­magni er dýr­ara í versl­unum lands­ins. Það er þó veru­lega skakkt að bera sam­an­ þessar tvær vörur til að kom­ast að þessarri nið­ur­stöð­ur.Í fyrsta lagi hlýt­ur að vera lang best að bera saman verð á mjólk og mjólk þegar meta á hvort hún sé ó­dýr hér­lend­is. Það gerði til dæmis Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands sem gerð­i ­skýrslu um mjólk­ur­fram­leiðslu á Íslandi og birti í júní í fyrra. Sam­kvæmt ­skýrsl­unni borgað Íslend­ingar rúm­lega níu millj­örðum króna meira fyr­ir­ ­mjólk­ur­vörur en við þurfum að gera. Í stað þess að borga 6,5 millj­arða króna fyrir inn­flutta ­mjólk, að teknu til­liti til flutn­ings­gjalda, þá borgum við 15,5 millj­arða króna á ári fyrir íslenska mjólk. Átta millj­arðar króna af þess­ari við­bót­ar­greiðslu er til­komin vegna þess að íslenska mjólkin er ein­fald­lega miklu dýr­ari í fram­leiðslu í því kerfi sem við erum með en í þeim löndum sem við gætum flutt hana inn frá. Auk þess fram­leiðir mjólk­ur­fram­leiðslu­kerfi Íslands meiri mjólk ­fyrir inn­an­lands­markað en við þurf­um. Offram­leiðsla á nið­ur­greiddri mjólk­inn­i ­kostar neyt­endur og ríkið því millj­arð króna til við­bótar á ári.

Sam­tals greið­ir hver Íslend­ing­ur, en við erum um 329 þús­und tals­ins, 27.347 krónur á ári til­ við­bótar við það sem hann greiðir fyrir mjólk út í búð, fyrir að hún kom­i úr ­ís­lenskum kúm.

Í öðru lagi þá þurfa Íslend­ingar ekki að kaupa átappað vatn. Þeir hafa aðgang að því án end­ur­gjalds í krönum sínum og hafa þar með sann­ar­lega val.Því er ekki að skipta þegar kemur að mjólk­ur­kaup­um. Þá er ein­ungis hægt að versla við íslenska ­mjólk­ur­fram­leiðslu­kerf­ið.

Að bera saman vatn og mjólk, líkt og Sindri ger­ir, er því sann­ar­lega eins og að bera saman epli og app­el­sín­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None