Að bera saman vatn og mjólk er eins og að bera saman epli og appelsínur

Mjólk
Auglýsing

Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður Bænda­sam­taka Íslands­, ­skrif­aði færslu á Face­book í gær­kvöldi sem vakti mikla athygli. Þar birt­i S­indri mynd af kvittun sem hann fékk þegar eftir að hafa keypt ann­ars veg­ar lítra af mjólk og hins vegar lítra af átöpp­uðu íslensku vatni í sum­ar­lok. Lík­ast til kemur það fæstum á óvart að vatnið var dýr­ara. Flaskan af því ­kost­aði 165 krónur á meðan að mjólk­ur­lítr­inn kost­aði 142 krón­ur.

Sindri segir að menn líti allt of oft fram­hjá „þeirri stað­reynd að stærstur hluti stuðn­ings­ við land­búnað er til að greiða niður búvörur til neyt­enda. Í umræð­unni virð­ist það oft ver­a þannig að með stuðn­ingi við bændur sé verið að rétta bændum ein­hverja dús­u[...]Það verður því ekki dregið í efa að fram­leiðsla á einum lítra af mjólk kostar tals­vert meiri vinnu og fyr­ir­höfn en að tappa einum lítra af vatni á flösku.Ein­hverj­ir kynnu að velta því fyrir sér hvort sinna þurfi átöppun vatns alla daga árs­ins, hvort sem er á aðfanga­dags­kvöldi eða að morgni nýj­árs­dags?

Auglýsing

Hug­hrifin sem reynt er að skap­ast eru þau að mjólk sé ódýr hér­lendis vegna þess að átappað vatn í sama ­magni er dýr­ara í versl­unum lands­ins. Það er þó veru­lega skakkt að bera sam­an­ þessar tvær vörur til að kom­ast að þessarri nið­ur­stöð­ur.Í fyrsta lagi hlýt­ur að vera lang best að bera saman verð á mjólk og mjólk þegar meta á hvort hún sé ó­dýr hér­lend­is. Það gerði til dæmis Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands sem gerð­i ­skýrslu um mjólk­ur­fram­leiðslu á Íslandi og birti í júní í fyrra. Sam­kvæmt ­skýrsl­unni borgað Íslend­ingar rúm­lega níu millj­örðum króna meira fyr­ir­ ­mjólk­ur­vörur en við þurfum að gera. Í stað þess að borga 6,5 millj­arða króna fyrir inn­flutta ­mjólk, að teknu til­liti til flutn­ings­gjalda, þá borgum við 15,5 millj­arða króna á ári fyrir íslenska mjólk. Átta millj­arðar króna af þess­ari við­bót­ar­greiðslu er til­komin vegna þess að íslenska mjólkin er ein­fald­lega miklu dýr­ari í fram­leiðslu í því kerfi sem við erum með en í þeim löndum sem við gætum flutt hana inn frá. Auk þess fram­leiðir mjólk­ur­fram­leiðslu­kerfi Íslands meiri mjólk ­fyrir inn­an­lands­markað en við þurf­um. Offram­leiðsla á nið­ur­greiddri mjólk­inn­i ­kostar neyt­endur og ríkið því millj­arð króna til við­bótar á ári.

Sam­tals greið­ir hver Íslend­ing­ur, en við erum um 329 þús­und tals­ins, 27.347 krónur á ári til­ við­bótar við það sem hann greiðir fyrir mjólk út í búð, fyrir að hún kom­i úr ­ís­lenskum kúm.

Í öðru lagi þá þurfa Íslend­ingar ekki að kaupa átappað vatn. Þeir hafa aðgang að því án end­ur­gjalds í krönum sínum og hafa þar með sann­ar­lega val.Því er ekki að skipta þegar kemur að mjólk­ur­kaup­um. Þá er ein­ungis hægt að versla við íslenska ­mjólk­ur­fram­leiðslu­kerf­ið.

Að bera saman vatn og mjólk, líkt og Sindri ger­ir, er því sann­ar­lega eins og að bera saman epli og app­el­sín­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None