ASÍ hafnar fullyrðingum formanns Neytendasamtaka – Hann stendur við þær

Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna, sagði að samtökin ættu að taka yfir verðlagseftirlitið sem ASÍ hefur haft á sinni könnu.

gylfiarnbjorns.jpg
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) segir full­yrð­ingar nýs for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna, Ólafs Arn­ar­son­ar, um að „Al­þýðu­sam­bandið ásamt Sam­tökum atvinnu­lífs­ins stýri öllum líf­eyr­is­sjóðum lands­ins“ séu rang­ar. Þá segir í yfir­lýs­ingu ASÍ vegna full­yrð­inga Ólafs, að ásak­anir um „óhlut­drægni verð­lags­eft­ir­lits­ins“ séu afar óbil­gjarnar því öllum sem kynna sér málið ætti að vera ljóst að Alþýðu­sam­band Íslands hafi aldrei haft neina aðkomu að því að skipa full­trúa í stjórnir líf­eyr­is­sjóða hér á landi.  „Þó líf­eyr­is­kerfi almenns launa­fólks hafi orðið til með kjara­samn­ingum árið 1969 hefur aðkoma ASÍ að upp­bygg­ingu kerf­is­ins ein­ungis verið á grund­velli almennra hags­muna og rétt­inda launa­fólks í líf­eyr­is­mál­um. Það er því fjarri sann­leik­anum að full­yrða, að Alþýðu­sam­bandið stýri líf­eyr­is­sjóð­unum og enn langsótt­ara að til­vist líf­eyr­is­kerf­is­ins valdi því að sam­bandið sé óhæft til sinna verð­lags­eft­ir­liti í versl­unum til að upp­lýsa og verja kaup­mátt félags­manna sinna,“ segir í yfir­lýs­ingu frá ASÍ.

Ólafur lét þessi orð um aðkomu ASÍ að verð­lags­eft­ir­liti falla í við­tali við RÚV.

Í yfir­lýs­ingu ASÍ segir enn fremur að það sé fagn­að­ar­efni að for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna vilji fylgj­ast betur með verð­lagi hér á landi, enda hafi það þverið for­gangs­mál hjá ASÍ um ára­bil. „Í sjálfu sér ber að fagna því að for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna vilji leggja lið í að fylgj­ast betur með verð­lagi á mark­aði hér á landi, en eins og kunn­ugt er hefur Alþýðu­sam­band Íslands um ára­bil verið eini aðil­inn sem sinnt hefur því verk­efni sem þó er ærið. Það er að sama skapi dap­ur­legt að for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna skuli velja að ráð­ast gegn þeim sam­tökum sem leggja fram mikla fjár­muni til að sinna þessu verk­efni af mynd­ar­skap und­an­farin 25 ár með því að ganga erinda versl­un­ar­innar og sá fræjum tor­tryggn­innar og rýra trú­verð­ug­leika verða­lags­eft­ir­lits ASÍ.  Honum væri nær að leggj­ast á árar með okkur til að sinna hags­muna­gæslu fyrir neyt­end­ur, en eins og honum er kunn­ugt eru neyt­enda­mál víða í ólestri hér á landi. Í allt of langan tíma hafa stofn­anir sem sinna neyt­enda­vernd verið veikar og póli­tísk áhersla á neyt­enda­mál lít­il. Kröftum for­manns­ins væri því betur varið í að styrkja stöðu neyt­enda­mála í stað þess að byrja á að ráð­ast gegn sam­herjum sínum á þessu sviði, því verk­efnin eru mörg og brýn eins og dæmin sanna,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Ólafur Arn­ar­son, for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna, sendi frá sér til­kynn­ingu  6. des­em­ber þar sem hann brást við full­yrð­ingum ASÍ. 

Hún birt­ist hér að neðan í heild sinni.

„ASÍ hefur svarað ummælum mín­um, sem ég lét falla á Morg­un­vakt­inni hjá Óðni Jóns­syni á Rás 1 í gær­morg­un, um að ég telji eðli­legt að Neyt­enda­sam­tökin hafi með höndum verð­lagskann­anir fremur en ASÍ sem teng­ist helst­u smá­sölu­keðjum stjórn­un­ar­böndum í gegnum líf­eyr­is­sjóði lands­ins. 

Ég vil byrja á að benda á að það er rangt hjá ASÍ að ég hafi haldið því fram að verð­lagskann­anir sam­bands­ins væru ó­hlut­læg­ar. Það gerði ég ekki. Égt tví­tók að með orðum mínum væri ég einmitt ekki að halda því fram að neitt væri ó­eðli­legt við fram­kvæmd verðkann­ana hjá ASÍ. Það væri hins vegar óheppi­legt vegna áður­greindra stjórn­un­ar­tengsla að ASÍ hefði fram­kvæmd þeirra með hönd­um, vegna þess að ekki væri nægi­legt að fram­kvæmdin væri í lagi held­ur ­þyrfti að vera hafið yfir allan vafa að engin hags­muna­tengsl gætu haft áhrif á þær. 

Komum við þá að þeirri full­yrð­ingu ASÍ að rangt sé hjá mér að ASÍ teng­ist stjórnum líf­eyr­is­sjóða þar sem ASÍ velj­i enga full­trúa í stjórnir líf­eyr­is­sjóða. ASÍ velur ekki beint full­trúa í stjórnir líf­eyr­is­sjóða heldur eru það aðild­ar­fé­lög ASÍ sem það gera. Á þessu er bita­munur en ekki fjár. Þá bendir það til beinna tengsla og hags­muna ASÍ af núver­and­i ­fyr­ir­komu­lagi við val á stjórn­ar­mönnum í líf­eyr­is­sjóðum að þegar fram kom til­laga á þingi ASÍ um að aðild­ar­fé­lög ASÍ skuli ekki velja stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóðum til jafns við sam­tök atvinnu­lífs­ins, heldur skuli sjóðs­fé­lagar sjálfir velja sína stjórn­ar­menn mætti sú til­laga mik­illi and­stöðu æðstu manna ASÍ. For­seti ASÍ tal­aði gegn til­lög­unni, sem bendir til þess að hann telji ein­hvern hag vera fyrir ASÍ af núver­andi fyr­ir­komu­lagi, sem tryggir aðild­ar­fé­lögum ASÍ helm­ing stjórn­ar­manna í almennum líf­eyr­is­sjóð­u­m. 

Þá er rétt að benda á að ASÍ fær árlega 30 millj­ónir frá rík­inu, af fjár­laga­lið For­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, til að sinna verð­lagskönn­un­um. Mik­il­vægt er að slíkum fjár­munum sé sem best verið í þágu neyt­enda og það er bjarg­föst trú mín að þeim könnum sé betur komið í höndum Neyt­enda­sam­tak­anna en ASÍ. Í því fellst ekki áfell­is­dómur yfir fram­kvæmd kann­ana hjá ASÍ eins og áður er vikið að. Neyt­enda­sam­tökin lýsa vilja sínum til sam­starfs við ASÍ og aðra um að koma verð­könn­un­ar­málum í sem best horf til að gagn verði af fyrir neyt­endur í land­inu og sam­keppni, neyt­endum til­ hags­bóta. Neyt­enda­sam­tökin hafa átt ágætt sam­starf við ASÍ í ýmsum málum og von­andi verður svo áfram.“

Frétt­inni var breytt 7. des­em­ber eftir að yfir­lýs­ing Ólafs Arn­ars­sonar barst.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None