ASÍ hafnar fullyrðingum formanns Neytendasamtaka – Hann stendur við þær

Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna, sagði að samtökin ættu að taka yfir verðlagseftirlitið sem ASÍ hefur haft á sinni könnu.

gylfiarnbjorns.jpg
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) segir full­yrð­ingar nýs for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna, Ólafs Arn­ar­son­ar, um að „Al­þýðu­sam­bandið ásamt Sam­tökum atvinnu­lífs­ins stýri öllum líf­eyr­is­sjóðum lands­ins“ séu rang­ar. Þá segir í yfir­lýs­ingu ASÍ vegna full­yrð­inga Ólafs, að ásak­anir um „óhlut­drægni verð­lags­eft­ir­lits­ins“ séu afar óbil­gjarnar því öllum sem kynna sér málið ætti að vera ljóst að Alþýðu­sam­band Íslands hafi aldrei haft neina aðkomu að því að skipa full­trúa í stjórnir líf­eyr­is­sjóða hér á landi.  „Þó líf­eyr­is­kerfi almenns launa­fólks hafi orðið til með kjara­samn­ingum árið 1969 hefur aðkoma ASÍ að upp­bygg­ingu kerf­is­ins ein­ungis verið á grund­velli almennra hags­muna og rétt­inda launa­fólks í líf­eyr­is­mál­um. Það er því fjarri sann­leik­anum að full­yrða, að Alþýðu­sam­bandið stýri líf­eyr­is­sjóð­unum og enn langsótt­ara að til­vist líf­eyr­is­kerf­is­ins valdi því að sam­bandið sé óhæft til sinna verð­lags­eft­ir­liti í versl­unum til að upp­lýsa og verja kaup­mátt félags­manna sinna,“ segir í yfir­lýs­ingu frá ASÍ.

Ólafur lét þessi orð um aðkomu ASÍ að verð­lags­eft­ir­liti falla í við­tali við RÚV.

Í yfir­lýs­ingu ASÍ segir enn fremur að það sé fagn­að­ar­efni að for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna vilji fylgj­ast betur með verð­lagi hér á landi, enda hafi það þverið for­gangs­mál hjá ASÍ um ára­bil. „Í sjálfu sér ber að fagna því að for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna vilji leggja lið í að fylgj­ast betur með verð­lagi á mark­aði hér á landi, en eins og kunn­ugt er hefur Alþýðu­sam­band Íslands um ára­bil verið eini aðil­inn sem sinnt hefur því verk­efni sem þó er ærið. Það er að sama skapi dap­ur­legt að for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna skuli velja að ráð­ast gegn þeim sam­tökum sem leggja fram mikla fjár­muni til að sinna þessu verk­efni af mynd­ar­skap und­an­farin 25 ár með því að ganga erinda versl­un­ar­innar og sá fræjum tor­tryggn­innar og rýra trú­verð­ug­leika verða­lags­eft­ir­lits ASÍ.  Honum væri nær að leggj­ast á árar með okkur til að sinna hags­muna­gæslu fyrir neyt­end­ur, en eins og honum er kunn­ugt eru neyt­enda­mál víða í ólestri hér á landi. Í allt of langan tíma hafa stofn­anir sem sinna neyt­enda­vernd verið veikar og póli­tísk áhersla á neyt­enda­mál lít­il. Kröftum for­manns­ins væri því betur varið í að styrkja stöðu neyt­enda­mála í stað þess að byrja á að ráð­ast gegn sam­herjum sínum á þessu sviði, því verk­efnin eru mörg og brýn eins og dæmin sanna,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Ólafur Arn­ar­son, for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna, sendi frá sér til­kynn­ingu  6. des­em­ber þar sem hann brást við full­yrð­ingum ASÍ. 

Hún birt­ist hér að neðan í heild sinni.

„ASÍ hefur svarað ummælum mín­um, sem ég lét falla á Morg­un­vakt­inni hjá Óðni Jóns­syni á Rás 1 í gær­morg­un, um að ég telji eðli­legt að Neyt­enda­sam­tökin hafi með höndum verð­lagskann­anir fremur en ASÍ sem teng­ist helst­u smá­sölu­keðjum stjórn­un­ar­böndum í gegnum líf­eyr­is­sjóði lands­ins. 

Ég vil byrja á að benda á að það er rangt hjá ASÍ að ég hafi haldið því fram að verð­lagskann­anir sam­bands­ins væru ó­hlut­læg­ar. Það gerði ég ekki. Égt tví­tók að með orðum mínum væri ég einmitt ekki að halda því fram að neitt væri ó­eðli­legt við fram­kvæmd verðkann­ana hjá ASÍ. Það væri hins vegar óheppi­legt vegna áður­greindra stjórn­un­ar­tengsla að ASÍ hefði fram­kvæmd þeirra með hönd­um, vegna þess að ekki væri nægi­legt að fram­kvæmdin væri í lagi held­ur ­þyrfti að vera hafið yfir allan vafa að engin hags­muna­tengsl gætu haft áhrif á þær. 

Komum við þá að þeirri full­yrð­ingu ASÍ að rangt sé hjá mér að ASÍ teng­ist stjórnum líf­eyr­is­sjóða þar sem ASÍ velj­i enga full­trúa í stjórnir líf­eyr­is­sjóða. ASÍ velur ekki beint full­trúa í stjórnir líf­eyr­is­sjóða heldur eru það aðild­ar­fé­lög ASÍ sem það gera. Á þessu er bita­munur en ekki fjár. Þá bendir það til beinna tengsla og hags­muna ASÍ af núver­and­i ­fyr­ir­komu­lagi við val á stjórn­ar­mönnum í líf­eyr­is­sjóðum að þegar fram kom til­laga á þingi ASÍ um að aðild­ar­fé­lög ASÍ skuli ekki velja stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóðum til jafns við sam­tök atvinnu­lífs­ins, heldur skuli sjóðs­fé­lagar sjálfir velja sína stjórn­ar­menn mætti sú til­laga mik­illi and­stöðu æðstu manna ASÍ. For­seti ASÍ tal­aði gegn til­lög­unni, sem bendir til þess að hann telji ein­hvern hag vera fyrir ASÍ af núver­andi fyr­ir­komu­lagi, sem tryggir aðild­ar­fé­lögum ASÍ helm­ing stjórn­ar­manna í almennum líf­eyr­is­sjóð­u­m. 

Þá er rétt að benda á að ASÍ fær árlega 30 millj­ónir frá rík­inu, af fjár­laga­lið For­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, til að sinna verð­lagskönn­un­um. Mik­il­vægt er að slíkum fjár­munum sé sem best verið í þágu neyt­enda og það er bjarg­föst trú mín að þeim könnum sé betur komið í höndum Neyt­enda­sam­tak­anna en ASÍ. Í því fellst ekki áfell­is­dómur yfir fram­kvæmd kann­ana hjá ASÍ eins og áður er vikið að. Neyt­enda­sam­tökin lýsa vilja sínum til sam­starfs við ASÍ og aðra um að koma verð­könn­un­ar­málum í sem best horf til að gagn verði af fyrir neyt­endur í land­inu og sam­keppni, neyt­endum til­ hags­bóta. Neyt­enda­sam­tökin hafa átt ágætt sam­starf við ASÍ í ýmsum málum og von­andi verður svo áfram.“

Frétt­inni var breytt 7. des­em­ber eftir að yfir­lýs­ing Ólafs Arn­ars­sonar barst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None