Leggja til að skattgreiðendur niðurgreiði lán til svína- og kjúklingabænda

Starfshópur skipaður af landbúnaðarráðherra leggur til að Byggðarstofnun tryggi svína- og alifuglabændum lægri vaxtakjör. Atvinnuveganefnd hefur gert tillögur hópsins að sínum. Þær eru viðbragð við tollasamningi Íslands og ESB.

kjuklingur.jpg
Auglýsing

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar leggur til að stofn­aður verði nýr lána­flokkur hjá Byggða­stofnun fyrir svína- og ali­fugla­bændur með lægri vaxta­kjör en á öðrum lánum sem þessar greinar hefðu aðganga að til að mæta nýjum aðbún­að­ar­regl­um. Það myndi þýða að Byggða­stofn­un, sem rekin er með rík­is­á­byrgð, ætti að nið­ur­greiða lán til svína- og ali­fugla­bænda. Þá er lagt til að heim­ilað verði að nýta fjár­muni til úreld­ingar sem ætl­aðir eru til fjár­fest­ingar hjá svína­bændum og að leitað verði leita til að and­virði tekna af útboð­i ­toll­kvóta fyrir hvítt kjöt verði ráð­stafað til fjár­fest­inga og stuðn­ings við svína- og ali­fugla­bændur til að upp­fylla kröfur vegna nýrra aðbún­að­ar­reglu­gerða. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að nefnd­ar­á­liti meiri­hluta atvinnu­vega­nefndar um búvöru­samn­ings­frum­varpið sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Lagt til að til­lög­unum verði mætt

Um er að ræða til­lögur sem starfs­hóp­ur, skip­aður af land­bún­að­ar­ráð­herra í apríl til að fjalla um við­brögð við tolla­samn­ingi Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins, lagði fram og meiri­hlut­inn gerir að sín­um. Í starfs­hópnum sátu full­trúar ráðu­neyta, full­trú­ar land­bún­að­ar­ins og full­trúar frá Sam­tökum iðn­að­ar­ins. Engir full­trúar neyt­enda að ann­arra hags­muna­að­ila sátu í starfs­hópn­um. Starfs­hóp­ur­inn tók til starfa dag­inn eftir að Gunnar Bragi Sveins­son tók við emb­ætti land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þann 8. apríl 2016.

Auglýsing

Til­lögur starfs­hóps­ins eru eft­ir­far­andi:

·         Að skorti á til­teknum skrokk­hlutum verði beint inn í toll­kvóta með því að afmarka hluta ESB toll­kvót­ans fyrir þá vöru­flokka sem skortur er á.

·         Að við útreikn­ing á magni toll­kvóta við inn­flutn­ing verði miðað við ígildi kjöts með beini, í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar.

·         Að toll­kvótum verði úthlutað oftar á árinu, allt að fjórum sinnum í stað einu sinni, til þess að við­halda jafn­ara flæði inn á íslenskan mark­að.

·         ­Stjórn­völd leiti allra leiða til að setja frek­ari reglur um fyr­ir­komu­lag inn­flutn­ings, m.t.t. gæða­krafna, einkum og sér í lagi að því er snertir lyfja­notkun og heil­brigðis­kröfur til afurða.

·         ­Stjórn­völd skipi starfs­hóp sem verði falin grein­ing á stöðu íslensks land­bún­aðar gagn­vart mögu­legum breyt­ingum í alþjóð­legu við­skiptaum­hverfi. Sér­stöku fjár­magni verði veitt í slíka grein­ing­ar­vinnu.

·         Að heim­ilað verði að nýta fjár­muni til úreld­ingar sem ætl­aðir eru til fjár­fest­ingar hjá svína­bænd­um.

·         Að leitað verði leiða til að and­virði tekna af útboði toll­kvóta fyrir hvítt kjöt verði ráð­stafað til fjár­fest­inga og stuðn­ings við svína- og ali­fugla­bændur til að upp­fylla kröfur vegna nýrra aðbún­að­ar­reglu­gerða.

·         Að stofn­aður verði nýr lána­flokkur hjá Byggða­stofnun fyrir svína- og ali­fugla­bændur með lægri vaxta­kjör en á öðrum lánum sem þessar greinar hefðu aðgang að til að mæta nýjum aðbún­að­ar­reglu­gerð­um.

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar beinir því til land­bún­að­ar­ráð­herra, að leitað verði leiða til að mæta til­lög­un­um.

Ávinn­ingur tekin aftur

Félag Atvinnu­rek­enda gagn­rýnir til­lög­urnar harð­lega í frétt sem hefur verið birt á heima­síðu þess. Þar er haft eftir Ólafi Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóra félags­ins, að meiri­hluti nefnd­ar­innar sé að gera að sín­um tillgöur starfs­hóps sem hafi verið samdar án nokk­urrar aðkomu neyt­enda eða inn­flytj­enda búvöru. „Það þarf ekki að koma á óvart, miðað við að hóp­ur­inn var ein­göngu skip­aður full­trúum rík­is­ins og inn­lendra fram­leið­enda, að til­lög­urnar ganga að hluta til út á að hafa aftur af neyt­endum þann ávinn­ing í formi fjöl­breytt­ara úrvals og lægra vöru­verðs, sem samn­ing­ur­inn við ESB átti að færa þeim.“

Ólafur full­yrðir að til­lög­urnar séu neyt­enda­fjand­sam­legar og efast um að þær stand­ist samn­ing­inn sem gerður var við Evr­ópu­sam­band­ið. „„Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar láti það standa í nefnd­ar­á­liti að hann geri þessar til­lögur að sín­um, ef ætl­unin er að skapa hér ein­hverja sátt um land­bún­að­inn. Það er svo kald­hæðn­is­legt að nú stendur málið þannig að Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herr­ann sem gerði samn­ing­inn við ESB og stærði sig þá af því að hafa náð fram meira vöru­úr­vali og lægra verði fyrir neyt­end­ur, er kom­inn í stól land­bún­að­ar­ráð­herra og á sam­kvæmt drögum að áliti atvinnu­vega­nefndar að beita sér fyrir aðgerðum sem hafa aftur af neyt­endum þann rétt­mæta ávinn­ing. Þetta er fjar­stæðu­kennt.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None