Leggja til að skattgreiðendur niðurgreiði lán til svína- og kjúklingabænda

Starfshópur skipaður af landbúnaðarráðherra leggur til að Byggðarstofnun tryggi svína- og alifuglabændum lægri vaxtakjör. Atvinnuveganefnd hefur gert tillögur hópsins að sínum. Þær eru viðbragð við tollasamningi Íslands og ESB.

kjuklingur.jpg
Auglýsing

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar leggur til að stofn­aður verði nýr lána­flokkur hjá Byggða­stofnun fyrir svína- og ali­fugla­bændur með lægri vaxta­kjör en á öðrum lánum sem þessar greinar hefðu aðganga að til að mæta nýjum aðbún­að­ar­regl­um. Það myndi þýða að Byggða­stofn­un, sem rekin er með rík­is­á­byrgð, ætti að nið­ur­greiða lán til svína- og ali­fugla­bænda. Þá er lagt til að heim­ilað verði að nýta fjár­muni til úreld­ingar sem ætl­aðir eru til fjár­fest­ingar hjá svína­bændum og að leitað verði leita til að and­virði tekna af útboð­i ­toll­kvóta fyrir hvítt kjöt verði ráð­stafað til fjár­fest­inga og stuðn­ings við svína- og ali­fugla­bændur til að upp­fylla kröfur vegna nýrra aðbún­að­ar­reglu­gerða. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að nefnd­ar­á­liti meiri­hluta atvinnu­vega­nefndar um búvöru­samn­ings­frum­varpið sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Lagt til að til­lög­unum verði mætt

Um er að ræða til­lögur sem starfs­hóp­ur, skip­aður af land­bún­að­ar­ráð­herra í apríl til að fjalla um við­brögð við tolla­samn­ingi Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins, lagði fram og meiri­hlut­inn gerir að sín­um. Í starfs­hópnum sátu full­trúar ráðu­neyta, full­trú­ar land­bún­að­ar­ins og full­trúar frá Sam­tökum iðn­að­ar­ins. Engir full­trúar neyt­enda að ann­arra hags­muna­að­ila sátu í starfs­hópn­um. Starfs­hóp­ur­inn tók til starfa dag­inn eftir að Gunnar Bragi Sveins­son tók við emb­ætti land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þann 8. apríl 2016.

Auglýsing

Til­lögur starfs­hóps­ins eru eft­ir­far­andi:

·         Að skorti á til­teknum skrokk­hlutum verði beint inn í toll­kvóta með því að afmarka hluta ESB toll­kvót­ans fyrir þá vöru­flokka sem skortur er á.

·         Að við útreikn­ing á magni toll­kvóta við inn­flutn­ing verði miðað við ígildi kjöts með beini, í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar.

·         Að toll­kvótum verði úthlutað oftar á árinu, allt að fjórum sinnum í stað einu sinni, til þess að við­halda jafn­ara flæði inn á íslenskan mark­að.

·         ­Stjórn­völd leiti allra leiða til að setja frek­ari reglur um fyr­ir­komu­lag inn­flutn­ings, m.t.t. gæða­krafna, einkum og sér í lagi að því er snertir lyfja­notkun og heil­brigðis­kröfur til afurða.

·         ­Stjórn­völd skipi starfs­hóp sem verði falin grein­ing á stöðu íslensks land­bún­aðar gagn­vart mögu­legum breyt­ingum í alþjóð­legu við­skiptaum­hverfi. Sér­stöku fjár­magni verði veitt í slíka grein­ing­ar­vinnu.

·         Að heim­ilað verði að nýta fjár­muni til úreld­ingar sem ætl­aðir eru til fjár­fest­ingar hjá svína­bænd­um.

·         Að leitað verði leiða til að and­virði tekna af útboði toll­kvóta fyrir hvítt kjöt verði ráð­stafað til fjár­fest­inga og stuðn­ings við svína- og ali­fugla­bændur til að upp­fylla kröfur vegna nýrra aðbún­að­ar­reglu­gerða.

·         Að stofn­aður verði nýr lána­flokkur hjá Byggða­stofnun fyrir svína- og ali­fugla­bændur með lægri vaxta­kjör en á öðrum lánum sem þessar greinar hefðu aðgang að til að mæta nýjum aðbún­að­ar­reglu­gerð­um.

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar beinir því til land­bún­að­ar­ráð­herra, að leitað verði leiða til að mæta til­lög­un­um.

Ávinn­ingur tekin aftur

Félag Atvinnu­rek­enda gagn­rýnir til­lög­urnar harð­lega í frétt sem hefur verið birt á heima­síðu þess. Þar er haft eftir Ólafi Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóra félags­ins, að meiri­hluti nefnd­ar­innar sé að gera að sín­um tillgöur starfs­hóps sem hafi verið samdar án nokk­urrar aðkomu neyt­enda eða inn­flytj­enda búvöru. „Það þarf ekki að koma á óvart, miðað við að hóp­ur­inn var ein­göngu skip­aður full­trúum rík­is­ins og inn­lendra fram­leið­enda, að til­lög­urnar ganga að hluta til út á að hafa aftur af neyt­endum þann ávinn­ing í formi fjöl­breytt­ara úrvals og lægra vöru­verðs, sem samn­ing­ur­inn við ESB átti að færa þeim.“

Ólafur full­yrðir að til­lög­urnar séu neyt­enda­fjand­sam­legar og efast um að þær stand­ist samn­ing­inn sem gerður var við Evr­ópu­sam­band­ið. „„Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar láti það standa í nefnd­ar­á­liti að hann geri þessar til­lögur að sín­um, ef ætl­unin er að skapa hér ein­hverja sátt um land­bún­að­inn. Það er svo kald­hæðn­is­legt að nú stendur málið þannig að Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herr­ann sem gerði samn­ing­inn við ESB og stærði sig þá af því að hafa náð fram meira vöru­úr­vali og lægra verði fyrir neyt­end­ur, er kom­inn í stól land­bún­að­ar­ráð­herra og á sam­kvæmt drögum að áliti atvinnu­vega­nefndar að beita sér fyrir aðgerðum sem hafa aftur af neyt­endum þann rétt­mæta ávinn­ing. Þetta er fjar­stæðu­kennt.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None