Leggja til að skattgreiðendur niðurgreiði lán til svína- og kjúklingabænda

Starfshópur skipaður af landbúnaðarráðherra leggur til að Byggðarstofnun tryggi svína- og alifuglabændum lægri vaxtakjör. Atvinnuveganefnd hefur gert tillögur hópsins að sínum. Þær eru viðbragð við tollasamningi Íslands og ESB.

kjuklingur.jpg
Auglýsing

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar leggur til að stofn­aður verði nýr lána­flokkur hjá Byggða­stofnun fyrir svína- og ali­fugla­bændur með lægri vaxta­kjör en á öðrum lánum sem þessar greinar hefðu aðganga að til að mæta nýjum aðbún­að­ar­regl­um. Það myndi þýða að Byggða­stofn­un, sem rekin er með rík­is­á­byrgð, ætti að nið­ur­greiða lán til svína- og ali­fugla­bænda. Þá er lagt til að heim­ilað verði að nýta fjár­muni til úreld­ingar sem ætl­aðir eru til fjár­fest­ingar hjá svína­bændum og að leitað verði leita til að and­virði tekna af útboð­i ­toll­kvóta fyrir hvítt kjöt verði ráð­stafað til fjár­fest­inga og stuðn­ings við svína- og ali­fugla­bændur til að upp­fylla kröfur vegna nýrra aðbún­að­ar­reglu­gerða. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að nefnd­ar­á­liti meiri­hluta atvinnu­vega­nefndar um búvöru­samn­ings­frum­varpið sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Lagt til að til­lög­unum verði mætt

Um er að ræða til­lögur sem starfs­hóp­ur, skip­aður af land­bún­að­ar­ráð­herra í apríl til að fjalla um við­brögð við tolla­samn­ingi Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins, lagði fram og meiri­hlut­inn gerir að sín­um. Í starfs­hópnum sátu full­trúar ráðu­neyta, full­trú­ar land­bún­að­ar­ins og full­trúar frá Sam­tökum iðn­að­ar­ins. Engir full­trúar neyt­enda að ann­arra hags­muna­að­ila sátu í starfs­hópn­um. Starfs­hóp­ur­inn tók til starfa dag­inn eftir að Gunnar Bragi Sveins­son tók við emb­ætti land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þann 8. apríl 2016.

Auglýsing

Til­lögur starfs­hóps­ins eru eft­ir­far­andi:

·         Að skorti á til­teknum skrokk­hlutum verði beint inn í toll­kvóta með því að afmarka hluta ESB toll­kvót­ans fyrir þá vöru­flokka sem skortur er á.

·         Að við útreikn­ing á magni toll­kvóta við inn­flutn­ing verði miðað við ígildi kjöts með beini, í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar.

·         Að toll­kvótum verði úthlutað oftar á árinu, allt að fjórum sinnum í stað einu sinni, til þess að við­halda jafn­ara flæði inn á íslenskan mark­að.

·         ­Stjórn­völd leiti allra leiða til að setja frek­ari reglur um fyr­ir­komu­lag inn­flutn­ings, m.t.t. gæða­krafna, einkum og sér í lagi að því er snertir lyfja­notkun og heil­brigðis­kröfur til afurða.

·         ­Stjórn­völd skipi starfs­hóp sem verði falin grein­ing á stöðu íslensks land­bún­aðar gagn­vart mögu­legum breyt­ingum í alþjóð­legu við­skiptaum­hverfi. Sér­stöku fjár­magni verði veitt í slíka grein­ing­ar­vinnu.

·         Að heim­ilað verði að nýta fjár­muni til úreld­ingar sem ætl­aðir eru til fjár­fest­ingar hjá svína­bænd­um.

·         Að leitað verði leiða til að and­virði tekna af útboði toll­kvóta fyrir hvítt kjöt verði ráð­stafað til fjár­fest­inga og stuðn­ings við svína- og ali­fugla­bændur til að upp­fylla kröfur vegna nýrra aðbún­að­ar­reglu­gerða.

·         Að stofn­aður verði nýr lána­flokkur hjá Byggða­stofnun fyrir svína- og ali­fugla­bændur með lægri vaxta­kjör en á öðrum lánum sem þessar greinar hefðu aðgang að til að mæta nýjum aðbún­að­ar­reglu­gerð­um.

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar beinir því til land­bún­að­ar­ráð­herra, að leitað verði leiða til að mæta til­lög­un­um.

Ávinn­ingur tekin aftur

Félag Atvinnu­rek­enda gagn­rýnir til­lög­urnar harð­lega í frétt sem hefur verið birt á heima­síðu þess. Þar er haft eftir Ólafi Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóra félags­ins, að meiri­hluti nefnd­ar­innar sé að gera að sín­um tillgöur starfs­hóps sem hafi verið samdar án nokk­urrar aðkomu neyt­enda eða inn­flytj­enda búvöru. „Það þarf ekki að koma á óvart, miðað við að hóp­ur­inn var ein­göngu skip­aður full­trúum rík­is­ins og inn­lendra fram­leið­enda, að til­lög­urnar ganga að hluta til út á að hafa aftur af neyt­endum þann ávinn­ing í formi fjöl­breytt­ara úrvals og lægra vöru­verðs, sem samn­ing­ur­inn við ESB átti að færa þeim.“

Ólafur full­yrðir að til­lög­urnar séu neyt­enda­fjand­sam­legar og efast um að þær stand­ist samn­ing­inn sem gerður var við Evr­ópu­sam­band­ið. „„Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar láti það standa í nefnd­ar­á­liti að hann geri þessar til­lögur að sín­um, ef ætl­unin er að skapa hér ein­hverja sátt um land­bún­að­inn. Það er svo kald­hæðn­is­legt að nú stendur málið þannig að Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herr­ann sem gerði samn­ing­inn við ESB og stærði sig þá af því að hafa náð fram meira vöru­úr­vali og lægra verði fyrir neyt­end­ur, er kom­inn í stól land­bún­að­ar­ráð­herra og á sam­kvæmt drögum að áliti atvinnu­vega­nefndar að beita sér fyrir aðgerðum sem hafa aftur af neyt­endum þann rétt­mæta ávinn­ing. Þetta er fjar­stæðu­kennt.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None