Innkoma Netflix fagnaðarefni fyrir neytendur

netflix
Auglýsing

Það er fagn­að­ar­efni þegar sam­keppni eykst neyt­endum til hags­bóta. Net­flix tók enn eitt risa­skrefið í gær í sinni þjón­ustu og opn­aði sjón­varps­efn­isveitu sína á 130 nýjum mark­aðs­svæð­um, þar á meðal á Ísland­i. 

Áskrift­ar­leið­irnar sem í boði eru kosta á bil­inu eitt þús­und til 1.700 krónur á mán­uði, sem telst mjög ódýrt á íslenskan mæli­kvarða, og vafa­lítið margir sem fagna þess­ari þjón­ust­u. Stjórn­endur fyr­ir­tækja sem selja aðgang að sjón­varps­efni í áskrift hér á landi, hljóta að vera margir hverjir með í mag­anum vegna inn­reiðar Net­fl­ix, ekki síst stærsta fyr­ir­tækið á þeim mark­aði, 365. En almenn­ingur græðir á þessu, þar sem fleiri val­kostir eru í boði, og sam­keppni um verð hlýtur að harðna. Annað væri óeðli­legt.Inn­koma Net­flix er fagn­að­ar­efni fyrir neyt­end­ur, og dæmi um hvernig alþjóð­leg sam­keppni birt­ist sem jákvæð inn­spýt­ing í þjón­ustu­um­hverfi fólks.

Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None