Forseti kosinn: Hvað gera aðrar þjóðir heimsins?

Auglýsing

Tals­verðar umræður hafa spunn­ist á síð­ustu dögum um kosn­inga­kerfið sem beitt er í for­seta­kosn­ing­um. Á Íslandi er for­set­inn kos­inn með ein­földum meiri­hluta (e. plura­lity) í einni umferð, sem felur það í sér að sá fram­bjóð­andi sem fær flest atkvæði er kjör­inn for­seti, óháð því hvort um hreinan meiri­hluta atkvæða er að ræða. Nú þegar stefnir í að met­fjöldi ein­stak­linga bjóði fram krafta sína eru uppi áhyggjur um að atkvæðin dreif­ist með slíkum hætti að lítið hlut­fall atkvæða dugi til sig­urs – jafn­vel ein­ungis 10% atkvæða. Þó að ólík­legt sé að svo lágt hlut­fall muni duga til sig­urs þegar á hólm­inn er kom­ið, eru áhyggj­urnar rétt­mætar og eðli­legt að velta fyrir sér hvort hægt sé að kjósa for­seta með annarri og betri aðferð. Í því sam­hengi getur verið gagn­legt að skoða hvernig önnur lönd heims­ins haga almennum for­seta­kosn­ingum (í nokkrum lönd­um, t.d. Eist­landi, er for­seti kjör­inn af þjóð­þingi fremur en almenn­ingi – ekki er fjallað um slík til­felli hér að neð­an).

Í gegnum árin hefur tals­verður fjöldi landa kosið for­seta með ein­földum meiri­hluta, líkt og á Íslandi. Um mið­bik síð­ustu aldar var kerfið til dæmis notað í yfir helm­ingi allra for­seta­kosn­inga, en tals­vert hefur hins vegar dregið úr notkun þess á síð­ari árum. Er nú svo komið að ein­ungis um 12 lönd sem kjósa for­seta almennri kosn­ingu beita þessu kerfi. Ásamt Íslandi eru það einkum lönd í Mið-Am­er­íku og Asíu sem beita kerf­inu, meðal ann­ars Kosta Ríka og Suð­ur­-Kór­ea.

Í praxís er meiri­hluta­kosn­ing (e. absolute majority) í tveimur umferðum nú orðin útbreiddasta leiðin sem lýð­ræð­is­ríki beita til að kjósa for­seta. Fái eng­inn fram­bjóð­andi hreinan meiri­hluta atkvæða í fyrstu umferð í slíku kerfi fer fram önnur umferð þar sem kosið er á milli þeirra tveggja fram­bjóð­enda sem flest atkvæði hlutu í fyrstu umferð­inni. Sig­ur­veg­ari seinni umferð­ar­innar er svo kjör­inn for­seti. Meðal ann­ars er stuðst við kerfið í Frakk­landi, Finn­landi, Aust­ur­ríki og Portú­gal, en einnig er það algengt í Aust­ur-­Evr­ópu og Afr­íku.

Auglýsing

Þó að kerfið tryggi að nafn­inu til meiri­hluta­stuðn­ing við einn fram­bjóð­anda getur það þó leitt til öfug­snú­inna nið­ur­staðna. Fræg­asta til­fellið af slíku er senni­lega þegar öfga­mað­ur­inn Jean-Marie Le Pen komst naum­lega í aðra umferð for­seta­kosn­ing­anna í Frakk­landi 2002, en þar atti hann kappi við hægri mann­inn Jacques Chirac. Chirac hlaut yfir­burð­ar­kosn­ingu enda fylktu allir nema harðir stuðn­ings­menn Le Pen sér að baki Chirac, meðal ann­ars póli­tískir and­stæð­ing­ar. Chirac hlaut því vissu­lega stuðn­ing meiri­hluta kjós­enda, en velta má fyrir sér að hve miklu leyti það var vegna ánægju með fram­bjóð­and­ann sjálfan eða ótta við mót­fram­bjóð­and­ann.

Þremur öðrum útfærslum af kosn­inga­kerfum hefur verið beitt við for­seta­kosn­ingar á und­an­förnum ára­tug­um, en þau eru umtals­vert sjald­gæfari en bæði kerfi ein­falds meiri­hluta og meiri­hluta­kosn­ing í tveimur umferð­um. Það fyrsta af þessum þremur er kerfi sem mætti kalla kerfi full­nægj­andi meiri­hluta (e. qualified majority). Það er keim­líkt meiri­hluta­kosn­ingu í tveimur umferð­um, nema hvað miðað er við annan þrösk­uld en 50% í fyrstu umferð­inni. Ein­ungis fimm lönd styðj­ast við slíkt kerfi í dag. Annað af þessum kerfum er kjör­manna­kerfi (e. elect­oral col­lege), þar sem almenn­ingur kýs kjör­menn sem svo kjósa for­set­ann. Ein­ungis er stuðst við slíkt kerfi í Banda­ríkj­unum í dag. Að síð­ustu er kerfi vara­at­kvæða (e. alt­ernative vot­e). Í slíku kerfi kjósa kjós­endur einn aðal­fram­bjóð­anda, en geta einnig kosið aðra fram­bjóð­endur til vara. Ef aðal­fram­bjóð­and­inn á ekki mögu­leika á að sigra kosn­ing­arnar nýt­ast vara­at­kvæðin því öðrum fram­bjóð­end­um. Slíkt kerfi er ein­ungis í notkun á Írlandi og í Sri Lanka, en útfærslan er ekki sú sama í lönd­unum tveim­ur.

Myndin hér að neðan dregur ágæt­lega fram hvernig vin­sældir ólíkra kosn­inga­kerfa hafa þró­ast frá 1946 (gögnin eru fengin frá Bor­mann og Gold­er, 2013). Tals­vert hefur dregið úr útbreiðslu kerfi ein­falds meiri­hluta, en á móti hefur meiri­hluta­kosn­ingu í tveimur umferðum vaxið ásmeg­in. Þannig var því kerfi beitt í tæp­lega 70% almennra for­seta­kosn­inga frá 1995 til 2011. Hin þrjú kerfin eru mun sjald­gæfari.

 Þó að ein­ungis fimm teg­undir kosn­inga­kerfa hafa verið nýtt við almennar for­seta­kosn­ingar eru þó aðrar aðferðir sem koma einnig til greina. Ein aðferð sem hefur hlotið all­mikla athygli fræði­manna er sam­þykkt­ar­kosn­ing (e. app­roval vot­ing), en í slíkri kosn­ingu merkja kjós­endur við alla þá fram­bjóð­endur sem þeir sam­þykkja eða treysta til að gegna emb­ætti for­seta. Þar sem sá fram­bjóð­andi sem nýtur víð­tæk­asts stuðn­ings sigrar kosn­ing­una er því gjarnan haldið á lofti að slíkt kerfi sé einkar vel til þess fallið að kjósa fram­bjóð­anda sem höfðar til sem flestra – ein­hvers sem mætti jafn­vel kalla „sam­ein­ing­ar­tákn“ þjóð­ar.

Ekki skal fjöl­yrða um hvert kerf­anna hér að ofan er best til þess fallið til að velja for­seta. Það er hins vegar ljóst að það kerfi sem beitt er á Íslandi er á und­an­haldi um allan heim – og af góðri ástæðu. Þó að kerfið sé einkar auð­velt í fram­kvæmd, þá getur það orðið til þess að for­seti verði kjör­inn með afar lágt atkvæða­magn á bak­við sig og njóti því ekki víð­tæks trausts í sam­fé­lag­in­u. 

Full ástæða er til að end­ur­skoða kosn­inga­kerfið sem beitt er til að kjósa for­seta Íslands. Við slíka vinnu er einkar mik­il­vægt að líta til reynslu ann­arra landa af ólíkum kosn­inga­kerf­um, en ekki síður leit­ast við að velja kosn­inga­kerfi sem skilar nið­ur­stöðu sem er lík­leg­ust til að end­ur­spegla vilja sem flestra kjós­enda. Til þess er jú leik­ur­inn gerð­ur.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar:

Gagna­safn Bor­mann og Golder og fræði­legt yfir­lit: htt­p://matt­gold­er.com/el­ect­ions

Nán­ari upp­lýs­ingar á íslensku: htt­p://www.­for­set­i.polit­icaldata.org­/­kosn­ingaad­ferdir 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None